„Þessi iðnaður er með meira eða minna allt niður um sig“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. maí 2024 23:26 Jón Kaldal segir að verið sé að endurtaka sömu mistök við gerð frumvarps um lagareldi og árð 2019. Ekki sé verið að herða lögin nógu mikið um starfsemi eldisiðnaðar. Stöð 2 Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins segir að fingraför Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafi orðið sífellt meira áberandi við þróun frumvarps um lagaraeldi. Iðnaðurinn sé með allt niður um sig og stór meirihluti þjóðarinnar á móti honum. Bjarkey Olsen matvælaráðherra skrifaði skoðanagrein á Vísi í morgun þar sem hún segir að vegið hafi verið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Unnin hafi verið vönduð og góð vinna við frumvarpið og allt sé uppi á borðum. Jón Kaldal, talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins, ræddi við Telmu Tómasson um gagnrýni ráðherrans og breytingarnar sem verið er að gera á íslensku lagareldi með frumvarpinu. Sagan endurtaki sig Ráðherra gagnrýnir ykkur sem hafið talað mest gegn þessu frumvarpi. Hver eru ykkar viðbrögð? „Sagan er að endurtaka sig frá því fyrir fimm árum síðan. Þá voru það fyrrum starfsmenn Arnarlax sem komu að samningu frumvarps. Við hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum mættum fyrir þingnefndir, töluðum beint við þáverandi ráðherra og þingmenn og vöruðum við því frumvarpi sem þá var lagt fram og varð að lögum,“ segir Jón. „Nú kallar ráðherrann þetta algjörlega óásættanlegt umhverfi og hún tók samt þátt í því með sinni ríkisstjórn að setja þessi lög. Þau eru að fara að endurtaka þessi mistök. Við vörum aftur við því að þau lög sem nú eru til umræðu í þinginu verði samþykkt,“ segir hann. „Starfsfólkið sem vinnur að þessum lögum eru fyrrum starfsmenn SFS. Eftir þá reynslu sem við höfum af samvinnu við ráðuneytið efumst við um að það sé heppilegt að fela fyrrum starfsmönnum sérhagsmunagæslufyrirtækis að halda utan um almannahagsmuni í svona viðkvæmu efni,“ segir hann. Eldisiðnaðurinn með allt niður um sig Finnst ykkur ekki vera nógu mikið samráð haft við ykkur? „Þetta er hálfgert sýndarsamráð. Við vorum kölluð inn í haust og komum þarna með opnum huga. Það var talað um að það ætti að herða mjög reglurnar um þennan skaðlega iðnað,“ segir Jón. „Í hverri umferð sem við sáum frumvarpið taka breytingum urðu fingraför SFS meira áberandi og á sama tíma kom ekkert af okkar ábendingum þarna inn. Þetta náttúrulega gengur ekki,“ segir hann. „Þessi iðnaður er með meira eða minna allt niður um sig, eldisdýrin eru að drepast í gríðarlega stórum stíl hjá þeim, það er sleppifiskur og mikil mengun. Sjötíu prósent þjóðarinnar eru á móti þessum iðnaði.“ Samþykkt lög muni fylgja þingmönnum til æviloka Þið hafið kallað eftir því að þetta frumvarp verði kallað til baka og unnið upp á nýtt? „Ég vona það innilega. Það yrði stórslys ef þetta frumvarp yrði að lögum. Ég hef enga trú á því að það sé hægt að breyta því nógu mikið til að það verði boðlegt áður en þetta þing lýkur störfum.“ „Þannig ég vona innilega að enginn þingmaður taki þátt í því að reisa sé minnisvarða sem mun fylgja þeim til æviloka með því að samþykkja lögin í þeirri mynd sem þau eru núna,“ segir Jón Kaldal að lokum. Fiskeldi Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Bjarkey Olsen matvælaráðherra skrifaði skoðanagrein á Vísi í morgun þar sem hún segir að vegið hafi verið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Unnin hafi verið vönduð og góð vinna við frumvarpið og allt sé uppi á borðum. Jón Kaldal, talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins, ræddi við Telmu Tómasson um gagnrýni ráðherrans og breytingarnar sem verið er að gera á íslensku lagareldi með frumvarpinu. Sagan endurtaki sig Ráðherra gagnrýnir ykkur sem hafið talað mest gegn þessu frumvarpi. Hver eru ykkar viðbrögð? „Sagan er að endurtaka sig frá því fyrir fimm árum síðan. Þá voru það fyrrum starfsmenn Arnarlax sem komu að samningu frumvarps. Við hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum mættum fyrir þingnefndir, töluðum beint við þáverandi ráðherra og þingmenn og vöruðum við því frumvarpi sem þá var lagt fram og varð að lögum,“ segir Jón. „Nú kallar ráðherrann þetta algjörlega óásættanlegt umhverfi og hún tók samt þátt í því með sinni ríkisstjórn að setja þessi lög. Þau eru að fara að endurtaka þessi mistök. Við vörum aftur við því að þau lög sem nú eru til umræðu í þinginu verði samþykkt,“ segir hann. „Starfsfólkið sem vinnur að þessum lögum eru fyrrum starfsmenn SFS. Eftir þá reynslu sem við höfum af samvinnu við ráðuneytið efumst við um að það sé heppilegt að fela fyrrum starfsmönnum sérhagsmunagæslufyrirtækis að halda utan um almannahagsmuni í svona viðkvæmu efni,“ segir hann. Eldisiðnaðurinn með allt niður um sig Finnst ykkur ekki vera nógu mikið samráð haft við ykkur? „Þetta er hálfgert sýndarsamráð. Við vorum kölluð inn í haust og komum þarna með opnum huga. Það var talað um að það ætti að herða mjög reglurnar um þennan skaðlega iðnað,“ segir Jón. „Í hverri umferð sem við sáum frumvarpið taka breytingum urðu fingraför SFS meira áberandi og á sama tíma kom ekkert af okkar ábendingum þarna inn. Þetta náttúrulega gengur ekki,“ segir hann. „Þessi iðnaður er með meira eða minna allt niður um sig, eldisdýrin eru að drepast í gríðarlega stórum stíl hjá þeim, það er sleppifiskur og mikil mengun. Sjötíu prósent þjóðarinnar eru á móti þessum iðnaði.“ Samþykkt lög muni fylgja þingmönnum til æviloka Þið hafið kallað eftir því að þetta frumvarp verði kallað til baka og unnið upp á nýtt? „Ég vona það innilega. Það yrði stórslys ef þetta frumvarp yrði að lögum. Ég hef enga trú á því að það sé hægt að breyta því nógu mikið til að það verði boðlegt áður en þetta þing lýkur störfum.“ „Þannig ég vona innilega að enginn þingmaður taki þátt í því að reisa sé minnisvarða sem mun fylgja þeim til æviloka með því að samþykkja lögin í þeirri mynd sem þau eru núna,“ segir Jón Kaldal að lokum.
Fiskeldi Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira