Holiday hetjan og Celtics einum leik frá því að sópa Pacers í sumarfrí Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. maí 2024 10:01 Jrue Holiday yfirsteig veikindi og reyndist hetja Celtics. Winslow Townson/Getty Images Boston Celtics tóku afgerandi 3-0 forystu í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA gegn Indiana Pacers með 114-111 sigri í nótt. Indiana Pacers voru við stjórnvölinn lengst af í leiknum og héldu góðri forystu fram undir lok þriðja leikhluta. Þá rifu Celtics sig í gang eftir að hafa mest verið 18 stigum undir og tókst að minnka muninn í 9 stig áður en þriðji leikhlutinn var úti. Down 18 with 6 minutes to play in the 3rd quarter...Watch the @celtics storm back to pull out the road win and go up 3-0 in the East Finals ☘️ pic.twitter.com/IfaDIXvsW7— NBA (@NBA) May 26, 2024 Pacers virtust samt ætla að hafa þetta þrátt fyrir gott áhlaup Celtics. Heimamenn héldu þeim í hæfilegri fjarlægð, alveg þangað til tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá tóku Celtics 12-4 áhlaup, frá 99-107 undir en jöfnuðu leikinn 111-111. Jrue Holiday var sá sem jafnaði metin með keyrslu á körfuna, fékk villu og setti niður aukaskotið til að hleypa Celtics yfir 112-111 þegar 39 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann var að glíma við einhverja pest, missti af morgunæfingu liðsins og allt leit út fyrir að hann myndi ekkert spila í leiknum. En á ögurstundu steig hann upp fyrir Celtics. Hvorugu liði tókst að skora í næstu sókn, Pacers fengu það sem allir héldu að væri lokasóknin og tækifæri til að komast yfir, Andrew Nembhard keyrði upp völlinn en Jrue Holiday stal boltanum, sótti villu og innsiglaði sigur Celtics á síðustu sekúndum leiksins. Go-ahead bucket ✅Game-sealing steal ✅JRUE. HOLIDAY. 🫡 pic.twitter.com/41JuMVTkG8— NBA (@NBA) May 26, 2024 Ótrúlegur viðsnúningur og þrautseigja. Celtics í afar öruggri stöðu og geta sópað Pacers í sumarfrí með sigri í næsta leik. NBA Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira
Indiana Pacers voru við stjórnvölinn lengst af í leiknum og héldu góðri forystu fram undir lok þriðja leikhluta. Þá rifu Celtics sig í gang eftir að hafa mest verið 18 stigum undir og tókst að minnka muninn í 9 stig áður en þriðji leikhlutinn var úti. Down 18 with 6 minutes to play in the 3rd quarter...Watch the @celtics storm back to pull out the road win and go up 3-0 in the East Finals ☘️ pic.twitter.com/IfaDIXvsW7— NBA (@NBA) May 26, 2024 Pacers virtust samt ætla að hafa þetta þrátt fyrir gott áhlaup Celtics. Heimamenn héldu þeim í hæfilegri fjarlægð, alveg þangað til tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá tóku Celtics 12-4 áhlaup, frá 99-107 undir en jöfnuðu leikinn 111-111. Jrue Holiday var sá sem jafnaði metin með keyrslu á körfuna, fékk villu og setti niður aukaskotið til að hleypa Celtics yfir 112-111 þegar 39 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann var að glíma við einhverja pest, missti af morgunæfingu liðsins og allt leit út fyrir að hann myndi ekkert spila í leiknum. En á ögurstundu steig hann upp fyrir Celtics. Hvorugu liði tókst að skora í næstu sókn, Pacers fengu það sem allir héldu að væri lokasóknin og tækifæri til að komast yfir, Andrew Nembhard keyrði upp völlinn en Jrue Holiday stal boltanum, sótti villu og innsiglaði sigur Celtics á síðustu sekúndum leiksins. Go-ahead bucket ✅Game-sealing steal ✅JRUE. HOLIDAY. 🫡 pic.twitter.com/41JuMVTkG8— NBA (@NBA) May 26, 2024 Ótrúlegur viðsnúningur og þrautseigja. Celtics í afar öruggri stöðu og geta sópað Pacers í sumarfrí með sigri í næsta leik.
NBA Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira