Fólk sem ætlar að kjósa gegn Katrínu gæti lent í vandræðum Lovísa Arnardóttir skrifar 26. maí 2024 12:42 Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir eiga, ásamt öðrum frambjóðendum, eflaust erfiða viku fram undan. Vísir/Vilhelm Álitsgjafar segja spennandi kosningabaráttu fram undan nú þegar ein vika er eftir. Frambjóðendur muni þurfa hafa fyrir því að vinna Katrínu. Höllurnar séu að skipta um hlutverk. Þórhallur Gunnarsson, Viktor Orri Valgarðsson og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir fóru yfir forsetakosningarnar og spáðu í spilin á Sprengisandi í dag. Bryndís segir fylgið á hreyfingu og það sé margt sem bendi til þess að Höllurnar tvær séu að skipta um hlutverk að vera í öðru sæti. „Halla Tómasar hefur gert þetta áður. Ég var að rýna í kannanir og í síðustu könnun, daginn fyrir kjördag síðast, var hún níu prósentustigum undir því sem hún fékk upp úr kjörkössunum. Það er ótrúlega áhugavert,“ segir Bryndís og að Guðni Th. Jóhannesson hafi fengið um fimm prósentustigum minna en hann fékk svo. Ætli Höllurnar tvær séu að skipta um hlutverk? Vísir/Vilhelm Bryndís segir það einnig vinna með Höllu Tómasar að fólk hafi kosið hana áður til forseta. Þórhallur nefndi fyrst það sem hann vill kalla „tveggja prósenta fólkið“. Það eru Steinunn Ólína, Ásdís Rán, Viktor og Ástþór sem ferðast nú saman um landið „eins og uppistandshópur“. „Ég reikna með þeim á Þjóðhátíð í Eyjum,“ segir Þórhallur og að það sé ákveðinn galdur í þessu. Áður fyrr hafi þeim sem fái svona lítið fylgi verið hafnað og fólk fái „aulahroll“. Þessi hópur sé aftur á móti búinn að vinna sér inn mikla virðingu og eru vinsæl. Þar hafi Steinunn Ólína mikil áhrif. Hún sé fordæmalaus og gangi inn í aðstæður þar sem þarf að aðstoða þá sem hafa undir högg að sækja. Samstaða hópsins sé líklega henni að þakka. Bryndís segir þetta samstarf smart og virðingarvert. Þau séu góð fyrirmynd. Hvað varðar næstu vikuna segir Þórhallur að hún verði spennandi. Hann segist þegar byrjaður að raula nýtt kosningalag Jóns Gnarr og að hann sé sammála um Höllurnar tvær. „Nú fara trompin að koma,“ segir Þórhallur og að hann efist um að Katrín eigi mörg slík inni. Hann upplifi að baráttan verði á milli Höllu Tómasar og Höllu Hrundar, það er hvorri þeirri tekst að komast nálægt Katrínu. Miklar óvinsældir Katrínar Viktor fór aðeins yfir vinsældir Katrínar, eða óvinsældir, og segir að þegar hún tilkynnti framboð sitt hafi hann skoðað vinsældarkannanir á ráðherrum. Könnunin hafi verið framkvæmd í desember og þar hafi hún verið með um 30 prósenta fylgi. Það geti spáð fyrir um það fylgi sem hún eigi inni í þessum kosningum. „Hún hefur verið að mælast með það og minna. Hún er augljóslega með fastasta fylgið af þeim frambjóðendum sem koma til greina. Það hefur í raun og veru ekki komið mér á óvart að margir kjósendur líti á hana sem frambjóðanda ríkisstjórnarinnar að einhverju leyti. Ríkisstjórnin er umdeild og hefur sirka þetta mikið fylgi,“ segir Viktor og að þannig líti margir á hana. Það vinni með henni og gegn henni. Framboð hennar hafi orðið táknrænt fyrir klofning innan ríkisstjórnarinnar. Það megi svo ræða það hvort hún beri ábyrgð á því sem persóna. Fylgið sé fast í kringum 25 til 30 prósent en svo sé annað fylgi á hreyfingu. Margir vilji alls ekki sjá hana og kjósi því þann sem eigi bestan sjéns á að vinna hana. „Þetta fólk gæti lent í miklum vandræðum ef kannanir halda áfram að vera eins og þær eru,“ segir Viktor því mjög óljóst sé hver af öðrum frambjóðendum eigi sjéns á því. Bryndís nefndi þá könnun Maskínu þar sem var spurt um hvernig kjósendum líst á frambjóðendur. Um 40 prósent hafi litist illa á Katrínu en það sem hún hafi samt í erminni er löng reynsla hennar af kosningabaráttu. Bryndís fór því í gegnum kosningamyndböndin sem frambjóðendur hafa verið að birta og í lok hennar myndbands óski hún um stuðning. Það sé algert lykilatriði. Auk þess skipti miklu máli að haga baráttunni vel síðustu vikuna. Eins og að ná til kjósenda og að koma þeim á kjörstað. Þetta kunni Katrín vel og það muni vinna með henni. Það er stundum grín og glens. Vísir/Vilhelm Þórhallur tekur undir þetta og segir að ef Katrín sýni auðmýkt í þessari lokaviku og verði aftur „gamla, góða Katrín“ gæti vel verið að fólk sættist við hana og kjósi hana. „En það eru mjög margir enn sárir.“ Óvenjulegt í kjöri til forseta Bryndís segir óvenjulegt við baráttuna núna að það sé einn frambjóðandi, Katrín, sem fólk er á móti. Yfirleitt sé það þannig að fólk kannski höfði ekki til fólks en kjósendur séu ekki á móti þeim. Þar hjálpi ekki að Bjarni Benediktsson hafi tekið við forsætisráðherraembættinu á eftir henni, en ekki Sigurður Ingi Jóhannsson. Þórhallur segir að ef Katrín vinni gæti hún þurft að byrja kjörtímabilið á átökum og gæti þurft að hafa fyrir því að vera sameiningartákn fyrir þjóðina. Aðrir frambjóðendur myndu ekki þurfa að hafa eins fyrir því og hún. Viktor segir marga kjósendur óánægða með ríkisstjórnina og finnist óþægilegt að einstaklingur fari frá því hlutverki og beint í forsetastólinn. Viktor segir þrjá frambjóðendur geta risið hærra í vikunni. Höllu Tómasdóttur, Höllu Hrund og Baldur. Kappræðurnar í lok vikunnar gætu skipt máli. Rannsóknir hafi sýnt að kjósendur séu í síauknum mæli að gera upp hug sinn stuttu áður en kosningar fara fram. Jafnvel á kjördag. Álitsgjafarnir segja baráttu Baldurs hafa verið góða. Hann þurfi samt ekki að segjast heiðarlegur, fólk viti það. Vísir/Vilhelm Þórhallur segir allt opið fyrir Höllurnar ef þær vinna þessa síðustu viku vel. Halla Tómasdóttir hafi höfðað til fólks í atvinnulífinu og Halla Hrund til „venjulegra Íslendinga“. Gott að taka sjéns „Nú skiptir máli hvort þær komi með einhvern nýjan tón,“ segir Þórhallur. Halla Hrund gæti verið meira afgerandi í svörum sem dæmi. Hann segir fjóra efstu hafa verið stressaða í kappræðum og við það verði þau passíf. „Mér finnst að allir eigi að taka sjénsa núna.“ Höllu Tómasdóttur hefur gengið afar vel undanfarið. Jón gaf svo í síðustu viku út nýtt myndband sem margir hafa horft á. Vísir/Vilhelm Bryndís segir það vinna með Höllu Tómasardóttur að enn eigi eftir að fara fram fjórar kappræður. Aðrir frambjóðendur hafi ekki verið eins sterkir þar og hún. Þá fóru þau aðeins yfir ólíka sýn frambjóðenda á hlutverk forseta. Þau muni í raun öll sinna því á ólíkan hátt. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Sprengisandur Tengdar fréttir Geir og Jóhanna lýsa yfir stuðningi við Höllu Hrund Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar, Geir H. Haarde og Jóhanna Sigurðardóttir, hafa lýst yfir stuðningi við Höllu Hrund Logadóttur til embættis forseta Íslands. 25. maí 2024 18:59 Enginn kemst sjálfkrafa í könnunarhóp Prósents Framkvæmdastjóri rannsóknafyrirtækisins Prósents segir að þrátt fyrir að boðið sé upp á að fólk skrái sig sjálft í könnunarhóp sem skoðanakannanir eru lagðar fyrir komist enginn þangað inn sjálfkrafa. Möguleikinn sé til staðar til að ná til hópa sem erfitt sé annars fá í hópinn. 25. maí 2024 15:30 Þrjátíu og fimm kílómetrar í kjörstað Mývetningar eru margir hverjir afar ósáttir með tilætlaða framkvæmd forsetakosninga í Þingeyjarsveit. Aðeins einn kjörstaður verður í sveitinni og verður hann í Félagsheimilinu Breiðumýri nálægt Laugum. Ragnheiður Jóna Grétarsdóttir, íbúi á svæðinu segir segir fólk ekki ánægt. 25. maí 2024 13:52 Enginn einn frambjóðandi augljós keppinautur Katrínar Prófessor í stjórnmálafræði segir nokkuð flókna stöðu vera að málast upp í aðdraganda forsetakosninga. Enginn einn frambjóðandi hafi markað sér stöðu sem augljós keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. 25. maí 2024 13:16 Katrín að taka afgerandi forystu Katrín Jakobsdóttir mælist með 27 prósent fylgi fyrir komandi forsetakosningar í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Það er talsvert meira en aðrir frambjóðendur, en enginn annar nær yfir tuttugu prósent. 24. maí 2024 16:51 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Bryndís segir fylgið á hreyfingu og það sé margt sem bendi til þess að Höllurnar tvær séu að skipta um hlutverk að vera í öðru sæti. „Halla Tómasar hefur gert þetta áður. Ég var að rýna í kannanir og í síðustu könnun, daginn fyrir kjördag síðast, var hún níu prósentustigum undir því sem hún fékk upp úr kjörkössunum. Það er ótrúlega áhugavert,“ segir Bryndís og að Guðni Th. Jóhannesson hafi fengið um fimm prósentustigum minna en hann fékk svo. Ætli Höllurnar tvær séu að skipta um hlutverk? Vísir/Vilhelm Bryndís segir það einnig vinna með Höllu Tómasar að fólk hafi kosið hana áður til forseta. Þórhallur nefndi fyrst það sem hann vill kalla „tveggja prósenta fólkið“. Það eru Steinunn Ólína, Ásdís Rán, Viktor og Ástþór sem ferðast nú saman um landið „eins og uppistandshópur“. „Ég reikna með þeim á Þjóðhátíð í Eyjum,“ segir Þórhallur og að það sé ákveðinn galdur í þessu. Áður fyrr hafi þeim sem fái svona lítið fylgi verið hafnað og fólk fái „aulahroll“. Þessi hópur sé aftur á móti búinn að vinna sér inn mikla virðingu og eru vinsæl. Þar hafi Steinunn Ólína mikil áhrif. Hún sé fordæmalaus og gangi inn í aðstæður þar sem þarf að aðstoða þá sem hafa undir högg að sækja. Samstaða hópsins sé líklega henni að þakka. Bryndís segir þetta samstarf smart og virðingarvert. Þau séu góð fyrirmynd. Hvað varðar næstu vikuna segir Þórhallur að hún verði spennandi. Hann segist þegar byrjaður að raula nýtt kosningalag Jóns Gnarr og að hann sé sammála um Höllurnar tvær. „Nú fara trompin að koma,“ segir Þórhallur og að hann efist um að Katrín eigi mörg slík inni. Hann upplifi að baráttan verði á milli Höllu Tómasar og Höllu Hrundar, það er hvorri þeirri tekst að komast nálægt Katrínu. Miklar óvinsældir Katrínar Viktor fór aðeins yfir vinsældir Katrínar, eða óvinsældir, og segir að þegar hún tilkynnti framboð sitt hafi hann skoðað vinsældarkannanir á ráðherrum. Könnunin hafi verið framkvæmd í desember og þar hafi hún verið með um 30 prósenta fylgi. Það geti spáð fyrir um það fylgi sem hún eigi inni í þessum kosningum. „Hún hefur verið að mælast með það og minna. Hún er augljóslega með fastasta fylgið af þeim frambjóðendum sem koma til greina. Það hefur í raun og veru ekki komið mér á óvart að margir kjósendur líti á hana sem frambjóðanda ríkisstjórnarinnar að einhverju leyti. Ríkisstjórnin er umdeild og hefur sirka þetta mikið fylgi,“ segir Viktor og að þannig líti margir á hana. Það vinni með henni og gegn henni. Framboð hennar hafi orðið táknrænt fyrir klofning innan ríkisstjórnarinnar. Það megi svo ræða það hvort hún beri ábyrgð á því sem persóna. Fylgið sé fast í kringum 25 til 30 prósent en svo sé annað fylgi á hreyfingu. Margir vilji alls ekki sjá hana og kjósi því þann sem eigi bestan sjéns á að vinna hana. „Þetta fólk gæti lent í miklum vandræðum ef kannanir halda áfram að vera eins og þær eru,“ segir Viktor því mjög óljóst sé hver af öðrum frambjóðendum eigi sjéns á því. Bryndís nefndi þá könnun Maskínu þar sem var spurt um hvernig kjósendum líst á frambjóðendur. Um 40 prósent hafi litist illa á Katrínu en það sem hún hafi samt í erminni er löng reynsla hennar af kosningabaráttu. Bryndís fór því í gegnum kosningamyndböndin sem frambjóðendur hafa verið að birta og í lok hennar myndbands óski hún um stuðning. Það sé algert lykilatriði. Auk þess skipti miklu máli að haga baráttunni vel síðustu vikuna. Eins og að ná til kjósenda og að koma þeim á kjörstað. Þetta kunni Katrín vel og það muni vinna með henni. Það er stundum grín og glens. Vísir/Vilhelm Þórhallur tekur undir þetta og segir að ef Katrín sýni auðmýkt í þessari lokaviku og verði aftur „gamla, góða Katrín“ gæti vel verið að fólk sættist við hana og kjósi hana. „En það eru mjög margir enn sárir.“ Óvenjulegt í kjöri til forseta Bryndís segir óvenjulegt við baráttuna núna að það sé einn frambjóðandi, Katrín, sem fólk er á móti. Yfirleitt sé það þannig að fólk kannski höfði ekki til fólks en kjósendur séu ekki á móti þeim. Þar hjálpi ekki að Bjarni Benediktsson hafi tekið við forsætisráðherraembættinu á eftir henni, en ekki Sigurður Ingi Jóhannsson. Þórhallur segir að ef Katrín vinni gæti hún þurft að byrja kjörtímabilið á átökum og gæti þurft að hafa fyrir því að vera sameiningartákn fyrir þjóðina. Aðrir frambjóðendur myndu ekki þurfa að hafa eins fyrir því og hún. Viktor segir marga kjósendur óánægða með ríkisstjórnina og finnist óþægilegt að einstaklingur fari frá því hlutverki og beint í forsetastólinn. Viktor segir þrjá frambjóðendur geta risið hærra í vikunni. Höllu Tómasdóttur, Höllu Hrund og Baldur. Kappræðurnar í lok vikunnar gætu skipt máli. Rannsóknir hafi sýnt að kjósendur séu í síauknum mæli að gera upp hug sinn stuttu áður en kosningar fara fram. Jafnvel á kjördag. Álitsgjafarnir segja baráttu Baldurs hafa verið góða. Hann þurfi samt ekki að segjast heiðarlegur, fólk viti það. Vísir/Vilhelm Þórhallur segir allt opið fyrir Höllurnar ef þær vinna þessa síðustu viku vel. Halla Tómasdóttir hafi höfðað til fólks í atvinnulífinu og Halla Hrund til „venjulegra Íslendinga“. Gott að taka sjéns „Nú skiptir máli hvort þær komi með einhvern nýjan tón,“ segir Þórhallur. Halla Hrund gæti verið meira afgerandi í svörum sem dæmi. Hann segir fjóra efstu hafa verið stressaða í kappræðum og við það verði þau passíf. „Mér finnst að allir eigi að taka sjénsa núna.“ Höllu Tómasdóttur hefur gengið afar vel undanfarið. Jón gaf svo í síðustu viku út nýtt myndband sem margir hafa horft á. Vísir/Vilhelm Bryndís segir það vinna með Höllu Tómasardóttur að enn eigi eftir að fara fram fjórar kappræður. Aðrir frambjóðendur hafi ekki verið eins sterkir þar og hún. Þá fóru þau aðeins yfir ólíka sýn frambjóðenda á hlutverk forseta. Þau muni í raun öll sinna því á ólíkan hátt.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Sprengisandur Tengdar fréttir Geir og Jóhanna lýsa yfir stuðningi við Höllu Hrund Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar, Geir H. Haarde og Jóhanna Sigurðardóttir, hafa lýst yfir stuðningi við Höllu Hrund Logadóttur til embættis forseta Íslands. 25. maí 2024 18:59 Enginn kemst sjálfkrafa í könnunarhóp Prósents Framkvæmdastjóri rannsóknafyrirtækisins Prósents segir að þrátt fyrir að boðið sé upp á að fólk skrái sig sjálft í könnunarhóp sem skoðanakannanir eru lagðar fyrir komist enginn þangað inn sjálfkrafa. Möguleikinn sé til staðar til að ná til hópa sem erfitt sé annars fá í hópinn. 25. maí 2024 15:30 Þrjátíu og fimm kílómetrar í kjörstað Mývetningar eru margir hverjir afar ósáttir með tilætlaða framkvæmd forsetakosninga í Þingeyjarsveit. Aðeins einn kjörstaður verður í sveitinni og verður hann í Félagsheimilinu Breiðumýri nálægt Laugum. Ragnheiður Jóna Grétarsdóttir, íbúi á svæðinu segir segir fólk ekki ánægt. 25. maí 2024 13:52 Enginn einn frambjóðandi augljós keppinautur Katrínar Prófessor í stjórnmálafræði segir nokkuð flókna stöðu vera að málast upp í aðdraganda forsetakosninga. Enginn einn frambjóðandi hafi markað sér stöðu sem augljós keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. 25. maí 2024 13:16 Katrín að taka afgerandi forystu Katrín Jakobsdóttir mælist með 27 prósent fylgi fyrir komandi forsetakosningar í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Það er talsvert meira en aðrir frambjóðendur, en enginn annar nær yfir tuttugu prósent. 24. maí 2024 16:51 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Geir og Jóhanna lýsa yfir stuðningi við Höllu Hrund Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar, Geir H. Haarde og Jóhanna Sigurðardóttir, hafa lýst yfir stuðningi við Höllu Hrund Logadóttur til embættis forseta Íslands. 25. maí 2024 18:59
Enginn kemst sjálfkrafa í könnunarhóp Prósents Framkvæmdastjóri rannsóknafyrirtækisins Prósents segir að þrátt fyrir að boðið sé upp á að fólk skrái sig sjálft í könnunarhóp sem skoðanakannanir eru lagðar fyrir komist enginn þangað inn sjálfkrafa. Möguleikinn sé til staðar til að ná til hópa sem erfitt sé annars fá í hópinn. 25. maí 2024 15:30
Þrjátíu og fimm kílómetrar í kjörstað Mývetningar eru margir hverjir afar ósáttir með tilætlaða framkvæmd forsetakosninga í Þingeyjarsveit. Aðeins einn kjörstaður verður í sveitinni og verður hann í Félagsheimilinu Breiðumýri nálægt Laugum. Ragnheiður Jóna Grétarsdóttir, íbúi á svæðinu segir segir fólk ekki ánægt. 25. maí 2024 13:52
Enginn einn frambjóðandi augljós keppinautur Katrínar Prófessor í stjórnmálafræði segir nokkuð flókna stöðu vera að málast upp í aðdraganda forsetakosninga. Enginn einn frambjóðandi hafi markað sér stöðu sem augljós keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. 25. maí 2024 13:16
Katrín að taka afgerandi forystu Katrín Jakobsdóttir mælist með 27 prósent fylgi fyrir komandi forsetakosningar í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Það er talsvert meira en aðrir frambjóðendur, en enginn annar nær yfir tuttugu prósent. 24. maí 2024 16:51