Gat ekki gengið fyrir nokkrum dögum en vann síðan sögulegt silfur á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 07:31 Bergrós Björnsdóttir með söguleg verðlaun sín. Lyftingasamband Íslands Hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir varð um helgina fyrst Íslendinga til að komast á verðlaunapall á heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum og það þrátt fyrir að vera á hækjum aðeins nokkrum dögum fyrr. Bergrós vann silfrið í -71 kílóa flokki kvenna á heimsmeistaramóti sautján ára og yngri sem fram fór í Lima í Perú. Hún lyfti 198 kílóum samanlagt. Þetta eru fyrstu verðlaunin sem Íslendingur vinnur á Heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum yfir alla aldursflokka. Afrek Bergrósar vakti mikla athygli þar á meðal hjá útsendara Alþjóðalyftingarsambandsins sem skrifaði sérstaklega um íslensku lyftingakonuna í grein sinni um mótið. Innan við viku fyrir mótið keppti Bergrós í Crossfit í Frakklandi en þar var um að ræða undankeppni Evrópu í fullorðinsflokki. Bergrós varð að hætta keppni þar eftir að hún snéri sig illa á ökkla í einni af síðustu greinum. Mætti til Perú á hækjum Hún mætti til Perú á hækjum sem vakti athygli og Alþjóðalyftingasambandið gerði góð skil á heimasíðu sinni í umfjöllun um mótið. „Á síðasta sunnudag þá gat ég ekki gengið. Ég kom hingað af því að þetta er síðasta árið mitt í unglingaflokki. Ég vildi prófa þetta því ég hélt að ég ætti möguleika á því að komast á verðlaunapallinn. Eftir að ég meiddist þá bjóst ég ekki við því að vera tilbúin í tíma. Það er hálfgert kraftaverk að ég keppti yfir höfuð,“ sagði Bergrós í viðtali við útsendara heimasíðu Alþjóðalyftingasambandsins. „Ólympískar lyftingar eru styrkleiki minn í CrossFit og ég einbeiti mér því ekki allt of mikið að þeim þegar ég er að æfa. Í raun varla neitt. Ég er að vinna í öðru sem ég þarf að bæta. Fyrir þessa keppni þá æfði ég aðeins meira til að undirbúa líkamann en ekkert of klikkað,“ sagði Bergrós. CrossFit á hjartað mitt „Ef ég segi alveg eins og þá er ég hrifnari af CrossFit en lyftingum. Það er meira spennandi að keppa yfir þrjá daga í alls konar keppni. CrossFit á hjartað mitt. Ólympískar lyftingar eru ekki eins skemmtilegar,“ sagði Bergrós og hló. Lyftingasambandið fór yfir keppnina hjá Bergrós. Þar kom fram að tuttugu keppendur voru í flokknum hennar. Bergrós hóf keppni í snörun á 85 kílóum og fór því næst í 88 kíló sem kom henni upp í fjórða sætið í snörun. 88 kílóa lyfta hennar var líka eins kílós bæting á Íslandsmetinu í snörun í aldurs- og þyngdarflokknum. Í lokatilrauninni reyndi hún við 91 kíló sem hefði tryggt henni gull í snörun. Bergrós átti ágætis tilraun en stóð ekki upp með þyngdina. Missti aðeins jafnvægið Í jafnhendingu opnaði hún á 110 kílóum sem er 10 kílóum betra en hún hefur gert á móti í ólympískum lyftingum og um leið fjögurra kílóa bæting á Íslandsmetinu í aldursflokknum. Við það fór hún upp í annað sætið og í þriðja sætið í jafnhendingu. Í annarri tilraun fór hún í 114 kíló til að koma sér í fyrsta sætið en hún náði ekki að standa upp með þá þyngd. Það eina í stöðunni var að elta Sarah Ochoa frá Venesúela sem var í forustusætinu. Sarah lyfti fyrst en náði ekki að lyfta þyngdinni sem var 115 kíló. Bergrós fékk því lokalyftuna til að vinna gullið, hún náði að standa upp með þyngdina, og lyfta henni upp fyrir haus í lás. Því miður missti Bergrós aðeins jafnvægið þegar hún var í lokahluta lyftunnar og missti þyngdina aftur fyrir sig. Silfrið var því niðurstaðan. Lyftingar CrossFit Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira
Bergrós vann silfrið í -71 kílóa flokki kvenna á heimsmeistaramóti sautján ára og yngri sem fram fór í Lima í Perú. Hún lyfti 198 kílóum samanlagt. Þetta eru fyrstu verðlaunin sem Íslendingur vinnur á Heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum yfir alla aldursflokka. Afrek Bergrósar vakti mikla athygli þar á meðal hjá útsendara Alþjóðalyftingarsambandsins sem skrifaði sérstaklega um íslensku lyftingakonuna í grein sinni um mótið. Innan við viku fyrir mótið keppti Bergrós í Crossfit í Frakklandi en þar var um að ræða undankeppni Evrópu í fullorðinsflokki. Bergrós varð að hætta keppni þar eftir að hún snéri sig illa á ökkla í einni af síðustu greinum. Mætti til Perú á hækjum Hún mætti til Perú á hækjum sem vakti athygli og Alþjóðalyftingasambandið gerði góð skil á heimasíðu sinni í umfjöllun um mótið. „Á síðasta sunnudag þá gat ég ekki gengið. Ég kom hingað af því að þetta er síðasta árið mitt í unglingaflokki. Ég vildi prófa þetta því ég hélt að ég ætti möguleika á því að komast á verðlaunapallinn. Eftir að ég meiddist þá bjóst ég ekki við því að vera tilbúin í tíma. Það er hálfgert kraftaverk að ég keppti yfir höfuð,“ sagði Bergrós í viðtali við útsendara heimasíðu Alþjóðalyftingasambandsins. „Ólympískar lyftingar eru styrkleiki minn í CrossFit og ég einbeiti mér því ekki allt of mikið að þeim þegar ég er að æfa. Í raun varla neitt. Ég er að vinna í öðru sem ég þarf að bæta. Fyrir þessa keppni þá æfði ég aðeins meira til að undirbúa líkamann en ekkert of klikkað,“ sagði Bergrós. CrossFit á hjartað mitt „Ef ég segi alveg eins og þá er ég hrifnari af CrossFit en lyftingum. Það er meira spennandi að keppa yfir þrjá daga í alls konar keppni. CrossFit á hjartað mitt. Ólympískar lyftingar eru ekki eins skemmtilegar,“ sagði Bergrós og hló. Lyftingasambandið fór yfir keppnina hjá Bergrós. Þar kom fram að tuttugu keppendur voru í flokknum hennar. Bergrós hóf keppni í snörun á 85 kílóum og fór því næst í 88 kíló sem kom henni upp í fjórða sætið í snörun. 88 kílóa lyfta hennar var líka eins kílós bæting á Íslandsmetinu í snörun í aldurs- og þyngdarflokknum. Í lokatilrauninni reyndi hún við 91 kíló sem hefði tryggt henni gull í snörun. Bergrós átti ágætis tilraun en stóð ekki upp með þyngdina. Missti aðeins jafnvægið Í jafnhendingu opnaði hún á 110 kílóum sem er 10 kílóum betra en hún hefur gert á móti í ólympískum lyftingum og um leið fjögurra kílóa bæting á Íslandsmetinu í aldursflokknum. Við það fór hún upp í annað sætið og í þriðja sætið í jafnhendingu. Í annarri tilraun fór hún í 114 kíló til að koma sér í fyrsta sætið en hún náði ekki að standa upp með þá þyngd. Það eina í stöðunni var að elta Sarah Ochoa frá Venesúela sem var í forustusætinu. Sarah lyfti fyrst en náði ekki að lyfta þyngdinni sem var 115 kíló. Bergrós fékk því lokalyftuna til að vinna gullið, hún náði að standa upp með þyngdina, og lyfta henni upp fyrir haus í lás. Því miður missti Bergrós aðeins jafnvægið þegar hún var í lokahluta lyftunnar og missti þyngdina aftur fyrir sig. Silfrið var því niðurstaðan.
Lyftingar CrossFit Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira