Fjölbreyttur hópur fólks úr tónlistarlífinu lét sjá sig. Platan ber heitið Lovesick og inniheldur fimm lög.
Hér má heyra titillagið Lovesick:
Í fréttatilkynningu segir:
„Þema kvöldsins var girlpower og voru einungis íslenskar tónlistarkonur sem komu fram. Plötusnúðurinn Sóley Þöll Bjarnadóttir sá til þess að stemningin héldist á lofti þangað til Katrín Myrra steig á stokk og hitaði upp fyrir MAIAA. MAIAA flutti svo að lokum nýju EP plötuna í heild sinni við mikil fagnaðarlæti.
Í lok kvölds fengu gestir að sjá tónlistarmyndband við titillag plötunnar Lovesick og kemur það út næstkomandi föstudag 31. maí.“
Hér má sjá vel valdar myndir frá kvöldinu:






















