Lífið

Myndaveisla: Skálað fyrir skemmti­legustu tón­leikum síðari ára

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
rott
Aron Gestsson

Það var fullt út úr dyrum þegar aðdáendur hljómsveitarinnar XXX Rottweilerhundar mættu á risatónleika sveitarinnar í Laugardalshöll 17. maí síðastliðinn. Margir af helstu tónlistarmönnum landsins stigu á svið með Rottweilerhundum. 

„Þetta voru flottustu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi,“ sagði tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson, Blazroca, meðlimur Rottweilerhundana í samtali við Vísi á dögunum um 25 ára afmælistónleika sveitarinnar. Uppselt var á viðburðinn sem fóru fram úr öllum væntingum, samkvæmt Erpi.

Hljómsveitin kom fyrst saman árið 1999 en skaust svo upp á stjörnuhimininn í mars árið 2000 þegar sveitin vann Músíktilraunir. Þegar síðan samnefnd platínuplata hljómsveitarinnar kom út undir lok árs 2001 varð sprenging sem ekki sér fyrir endann á, eins og segir í tilkynningu vegna tónleikanna.

Öllu var tjaldað til á tónleikunum. Á útisvæðinu voru fjórir matarvagnar, útibar, borð og bekkir, vindlatjald, tónlist og almenn gleði. Framleiddur var Rottweiler varningur fyrir tónleikana, bolir, hálsmen, plaköt og fleira sem var til sölu á tónleikunum. 

Aron Gestsson ljósmyndari mætti á svæðið og myndaði stemninguna meðal tónleikagesta í fyrirpartýinu sem var á vegum Coca Cola og Víking.

Aron Gestsson
Aron Gestsson
Aron Gestsson
Aron Gestsson
Aron Gestsson
Aron Gestsson
Aron Gestsson
Aron Gestsson
Aron Gestsson
Aron Gestsson
Aron Gestsson
Aron Gestsson
Aron Gestsson
Aron Gestsson
Aron Gestsson
Aron Gestsson
Aron Gestsson
Aron Gestsson
Aron Gestsson
Aron Gestsson
Aron Gestsson
Aron Gestsson
Aron Gestsson
Aron Gestsson
Aron Gestsson
Aron Gestsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×