Heilablóðfall sjaldgæfur fylgikvilli eftir ósæðarlokuskipti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2024 14:42 Elín Metta Jensen, læknanemi og fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, vann rannsóknina undir leiðsögn Tómasar Guðbjartssonar læknis. Kristinn Ingvarsson Tíðni heilablóðfalls í kjölfar ósæðarlokuskiptaaðgerða á nærri tveggja áratuga tímabili á Landspítala reyndist innan við 2% sem telst lágt og áþekkt því sem gengur og gerist á stærri hjartaskurðdeildum erlendis. Þetta sýnir ný rannsókn vísindamanna og nemenda við Háskóla Íslands og Landspítala sem greint er frá í maíblaði Læknablaðsins. Kransæðahjáveita og ósæðarlokuskipti eru langalgengustu opnu hjartaaðgerðirnar á Vesturlöndum, m.a. á Íslandi. Í 90% tilfella er lokunni skipt út vegna kölkunar í henni en kölkunin veldur ósæðarlokuþrengslum og hjartabilun. Oftast er notast við lífræna gerviloku úr svíni eða gollurshúsi kálfs en í u.þ.b. 10% tilvika gerviloku úr hertu kolefni. Einn af alvarlegustu fylgikvillum ósæðarlokuskipta er heilablóðfall sem getur aukið tíðni annarra fylgikvilla, skert lífsgæði og jafnvel dregið sjúklinga til dauða. Í þessari rannsókn, sem náði til 740 sjúklinga á Landspítala, var árangur ósæðarlokuskipta á Íslandi á 18 ára tímabii (2002-2019) kannaður með áherslu á tíðni og afdrif sjúklinga sem fengu snemmkomið heilablóðfall eftir aðgerðina. Þrettán sjúklingar (1,8%) greindust með heilablóðfall þar sem helftarlömun og málstol reyndust algengustu einkennin. Ánægjulegt var að í rúmum helmingi tilvika hurfu einkenni á tveimur fyrstu sólarhringum frá aðgerð og hjá 70% sjúklinga á fyrsta mánuði frá aðgerð. Aðeins einn þessara 13 sjúklinga lést innan 30 daga frá aðgerð. Sjúklingarnir sem fengu heilablóðfall voru með lægri líkamsþyngdarstuðul en samanburðarhópur en tíðni annarra áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma og annarra alvarlegra fylgikvilla en heilablóðfalls auk aðgerðartengdra þátta reyndist svipuð hjá báðum hópum. Legutími sjúklinga með heilablóðfall var fjórum dögum lengri en hinna, þar af þurftu þeir tvo sólarhringa á gjörgæslu í stað eins. Það er ályktun höfunda út frá þessum niðurstöðum að tíðni heilablóðfalls eftir ósæðarlokuskipti á Íslandi sé lág og sambærileg við tíðni á mun stærri hjartaskurðdeildum erlendis. Þrátt fyrir að um sé að ræða alvarlegan fylgikvilla er athyglisvert að flestir sjúklingar sem fengu heilablóðfall voru lifandi mánuði eftir aðgerð og hjá meirihluta þeirra gengu einkenni til baka. Nálgast má greinina hér. Heilbrigðismál Vísindi Háskólar Landspítalinn Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira
Kransæðahjáveita og ósæðarlokuskipti eru langalgengustu opnu hjartaaðgerðirnar á Vesturlöndum, m.a. á Íslandi. Í 90% tilfella er lokunni skipt út vegna kölkunar í henni en kölkunin veldur ósæðarlokuþrengslum og hjartabilun. Oftast er notast við lífræna gerviloku úr svíni eða gollurshúsi kálfs en í u.þ.b. 10% tilvika gerviloku úr hertu kolefni. Einn af alvarlegustu fylgikvillum ósæðarlokuskipta er heilablóðfall sem getur aukið tíðni annarra fylgikvilla, skert lífsgæði og jafnvel dregið sjúklinga til dauða. Í þessari rannsókn, sem náði til 740 sjúklinga á Landspítala, var árangur ósæðarlokuskipta á Íslandi á 18 ára tímabii (2002-2019) kannaður með áherslu á tíðni og afdrif sjúklinga sem fengu snemmkomið heilablóðfall eftir aðgerðina. Þrettán sjúklingar (1,8%) greindust með heilablóðfall þar sem helftarlömun og málstol reyndust algengustu einkennin. Ánægjulegt var að í rúmum helmingi tilvika hurfu einkenni á tveimur fyrstu sólarhringum frá aðgerð og hjá 70% sjúklinga á fyrsta mánuði frá aðgerð. Aðeins einn þessara 13 sjúklinga lést innan 30 daga frá aðgerð. Sjúklingarnir sem fengu heilablóðfall voru með lægri líkamsþyngdarstuðul en samanburðarhópur en tíðni annarra áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma og annarra alvarlegra fylgikvilla en heilablóðfalls auk aðgerðartengdra þátta reyndist svipuð hjá báðum hópum. Legutími sjúklinga með heilablóðfall var fjórum dögum lengri en hinna, þar af þurftu þeir tvo sólarhringa á gjörgæslu í stað eins. Það er ályktun höfunda út frá þessum niðurstöðum að tíðni heilablóðfalls eftir ósæðarlokuskipti á Íslandi sé lág og sambærileg við tíðni á mun stærri hjartaskurðdeildum erlendis. Þrátt fyrir að um sé að ræða alvarlegan fylgikvilla er athyglisvert að flestir sjúklingar sem fengu heilablóðfall voru lifandi mánuði eftir aðgerð og hjá meirihluta þeirra gengu einkenni til baka. Nálgast má greinina hér.
Heilbrigðismál Vísindi Háskólar Landspítalinn Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira