Lífið samstarf

„Gerið hjartastuðtækið klárt“ – úr­slit í Leikið um landið

Leikið um landið

Síðasti keppnisdagur Leikið um landið fór af stað með trukki. Bylgjan, FM957 og X977 háðu harða baráttu og nú liggja úrslitin fyrir.

Liðin hjóluðu upp eitt stykki fjall á rafmagnshjólum og var hart barist um fyrsta og annað sætið. Þórdís Valsdóttir reyndist með hörðustu lærin, einn gubbaði og annar sást ekki fyrr en eftir dúk og disk.

Við tók mjaltakeppni og spurningakeppni um geitur þar sem FM- hnakkarnir Egill og Kristín komu á óvart með yfirgripsmikilli þekkingu og færni í sveitastörfum.

Ísköld áskorun á sjóbretti reyndist síðan öllum erfið, nema X manninum Ingimar sem réri öruggur til lands.

Hér má sjá hvernig dagurinn gekk fyrir sig:

Klippa: Leikið um landið - lokaslagurinn

Þegar tekin hafa verið saman öll stig keppninnar auka aukastiga fyrir ýmsar auka áskoranir stendur lið X977 uppi sem sigurvegari með 36 stig. Bylgjan er í öðru sæti með 34 stig og FM957 rekur lestina með 33 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×