„BOY BYE“ við þá röngu en „BOY HÆ“ við þann rétta Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. maí 2024 08:00 Sigga Ózk var að senda frá sér lagið BOY BYE. Elísabet Blöndal „Margir eru búnir að spyrja hvort við séum hætt saman út af þessu lagi en svo er ekki,“ segir tónlistarkonan Sigga Ózk sem var að senda frá sér popplagið BOY BOY. Blaðamaður ræddi við Siggu Ózk sem frumsýnir sömuleiðis hér myndband við lagið. Hér má sjá myndbandið sem Sigga Ózk kallar „Visualizer“: Klippa: Sigga Ózk - BOY BYE „Þess virði að bíða eftir hinum rétta“ Að sögn Siggu samdi hún lagið áður en hún kynntist kærastanum sínum. „Þetta mega gellu popplag er samið á tíma sem ég var ein, vildi setja alla mína orku í sjálfa mig og ekki sætta mig við eitthvað sem lætur mér ekki líða vel. Við stelpur erum svo magnaðar, við eigum skilið að vita það og varðveita okkur sjálfar. Við þurfum ekki að sætta okkur við þann fyrsta sem gefur okkur athygli heldur er það þess virði að bíða eftir hinum rétta. Það þarf að segja BOY BYE við þá röngu til þess að geta sagt Boy HÆ við þann rétta.“ Sigga Ózk sagði BOY HÆ við þann rétta.Elísabet Blöndal Kynntist kærastanum daginn eftir Þessi lífsspeki átti svo sannarlega eftir að nýtast Siggu Ózk vel. „Svolítið fyndið, daginn eftir að ég sem lagið hitti ég kærastann minn sem ég er enn með í dag. Þannig þetta lag er bæði stelpukrafts (e. girlpower) lag og ástar-manifestation lag. Margir eru búnir að spyrja hvort við séum hætt saman út af þessu lagi en svo er ekki,“ áréttar Sigga Ózk. View this post on Instagram A post shared by SIGGA ÓZK (@siggaozk) Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Siggu Ózk, sem er stöðugt að og í óðaönn að vinna að nýju efni. „Ég er á leiðinni til London að sjá söngleiki og svo er ég farin til Grikklands í frí. Ég er að sömuleiðis skrifa plötu sem kemur út á þessu ári í samstarfi með Þormóði.“ Næstu gigg hjá Siggu eru svo á 17. júní þar sem hún kemur bæði fram í Hafnarfirði og í Garðabæ. Hún hefur komið fram á hinum ýmsu hátíðum, vakið athygli í Söngvakeppninni og sankað að sér mikilli reynslu. „Lærdómsríkasta verkefnið hingað til hefur verið að læra að tileinka sér þolinmæði og traust. Að hafa þolinmæði á meðan maður vinnur hart að draumunum sínum og að treysta, bæði á sjálfa þig og að heimurinn gefi þér plássið sem þú átt skilið á þeim tíma sem þú ert tilbúin.“ Hún sækir innblásturinn víða og segist fá mikinn innblástur úr því að opna sig og hleypa lífinu inn. „Að opna á hamingjuna, opna á sköpunargleðina og sjá hvað ég kem með ef ég byrja bara. Ekki fara of mikið að ofhugsa málin heldur bara byrja, það kemur eitthvað gott að lokum.“ View this post on Instagram A post shared by SIGGA ÓZK (@siggaozk) Draumaverkefnið að verða móðir Aðspurð hvort hún hafi einhvern tíma misst trúna á sjálfri sér segir Sigga Ózk: „Þegar að ég lendi í dimmum tímum finnst mér best að hitta fólk sem ég veit að segir mér satt. Stundum þarf maður að heyra hlutina frá einhverjum öðrum. En yfirleitt er langbest að bara finna þakklætið, skrifa niður hvað ég er þakklát fyrir, hverju ég er spennt fyrir, hvað mig langar að gera og hvernig ég get gert það. Síðan bara fara að hreyfa sig með peppandi tónlist og hugsa um alla æðislegu hlutina sem þú ætlar að gera og sem þú átt nú þegar.“ Að lokum segist hún ekki vera með eitthvað afmarkað draumaverkefni heldur langi hana alltaf að vera með nokkur spil á hendi. „Að vera á tónleikaferðalagi um heiminn, að taka upp sjónvarpsefni, að semja lög á milli stunda og æfa fyrir þessi risa show á mínu eigin heimstónleikaferðalagi. En burt sé frá tónlistinni er auðvitað draumaverkefnið að vera móðir.“ Tónlistarmyndbandið er framleitt af Verbúð 53 og Siggu Ózk. Sigfús Jóhann Árnason leikstýrði og Theodóra Gyrðis hannaði fötin, Lauren Vũ stíliseraði og Glam Reykjavík sá um hárið. Hér má hlusta á Siggu Ózk á streymisveitunni Spotify. Tónlist Tengdar fréttir „Það er enginn að fara að stoppa mig“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Sigríðar Óskar Hrafnkelsdóttur, Siggu Ózkar, við lagið Gleyma þér og dansa. Er um að ræða framlag hennar til Söngvakeppninnar í ár, hér í órafmögnuðum búning. Blaðamaður tók púlsinn á Siggu Ósk. 15. febrúar 2023 11:31 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hér má sjá myndbandið sem Sigga Ózk kallar „Visualizer“: Klippa: Sigga Ózk - BOY BYE „Þess virði að bíða eftir hinum rétta“ Að sögn Siggu samdi hún lagið áður en hún kynntist kærastanum sínum. „Þetta mega gellu popplag er samið á tíma sem ég var ein, vildi setja alla mína orku í sjálfa mig og ekki sætta mig við eitthvað sem lætur mér ekki líða vel. Við stelpur erum svo magnaðar, við eigum skilið að vita það og varðveita okkur sjálfar. Við þurfum ekki að sætta okkur við þann fyrsta sem gefur okkur athygli heldur er það þess virði að bíða eftir hinum rétta. Það þarf að segja BOY BYE við þá röngu til þess að geta sagt Boy HÆ við þann rétta.“ Sigga Ózk sagði BOY HÆ við þann rétta.Elísabet Blöndal Kynntist kærastanum daginn eftir Þessi lífsspeki átti svo sannarlega eftir að nýtast Siggu Ózk vel. „Svolítið fyndið, daginn eftir að ég sem lagið hitti ég kærastann minn sem ég er enn með í dag. Þannig þetta lag er bæði stelpukrafts (e. girlpower) lag og ástar-manifestation lag. Margir eru búnir að spyrja hvort við séum hætt saman út af þessu lagi en svo er ekki,“ áréttar Sigga Ózk. View this post on Instagram A post shared by SIGGA ÓZK (@siggaozk) Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Siggu Ózk, sem er stöðugt að og í óðaönn að vinna að nýju efni. „Ég er á leiðinni til London að sjá söngleiki og svo er ég farin til Grikklands í frí. Ég er að sömuleiðis skrifa plötu sem kemur út á þessu ári í samstarfi með Þormóði.“ Næstu gigg hjá Siggu eru svo á 17. júní þar sem hún kemur bæði fram í Hafnarfirði og í Garðabæ. Hún hefur komið fram á hinum ýmsu hátíðum, vakið athygli í Söngvakeppninni og sankað að sér mikilli reynslu. „Lærdómsríkasta verkefnið hingað til hefur verið að læra að tileinka sér þolinmæði og traust. Að hafa þolinmæði á meðan maður vinnur hart að draumunum sínum og að treysta, bæði á sjálfa þig og að heimurinn gefi þér plássið sem þú átt skilið á þeim tíma sem þú ert tilbúin.“ Hún sækir innblásturinn víða og segist fá mikinn innblástur úr því að opna sig og hleypa lífinu inn. „Að opna á hamingjuna, opna á sköpunargleðina og sjá hvað ég kem með ef ég byrja bara. Ekki fara of mikið að ofhugsa málin heldur bara byrja, það kemur eitthvað gott að lokum.“ View this post on Instagram A post shared by SIGGA ÓZK (@siggaozk) Draumaverkefnið að verða móðir Aðspurð hvort hún hafi einhvern tíma misst trúna á sjálfri sér segir Sigga Ózk: „Þegar að ég lendi í dimmum tímum finnst mér best að hitta fólk sem ég veit að segir mér satt. Stundum þarf maður að heyra hlutina frá einhverjum öðrum. En yfirleitt er langbest að bara finna þakklætið, skrifa niður hvað ég er þakklát fyrir, hverju ég er spennt fyrir, hvað mig langar að gera og hvernig ég get gert það. Síðan bara fara að hreyfa sig með peppandi tónlist og hugsa um alla æðislegu hlutina sem þú ætlar að gera og sem þú átt nú þegar.“ Að lokum segist hún ekki vera með eitthvað afmarkað draumaverkefni heldur langi hana alltaf að vera með nokkur spil á hendi. „Að vera á tónleikaferðalagi um heiminn, að taka upp sjónvarpsefni, að semja lög á milli stunda og æfa fyrir þessi risa show á mínu eigin heimstónleikaferðalagi. En burt sé frá tónlistinni er auðvitað draumaverkefnið að vera móðir.“ Tónlistarmyndbandið er framleitt af Verbúð 53 og Siggu Ózk. Sigfús Jóhann Árnason leikstýrði og Theodóra Gyrðis hannaði fötin, Lauren Vũ stíliseraði og Glam Reykjavík sá um hárið. Hér má hlusta á Siggu Ózk á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Tengdar fréttir „Það er enginn að fara að stoppa mig“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Sigríðar Óskar Hrafnkelsdóttur, Siggu Ózkar, við lagið Gleyma þér og dansa. Er um að ræða framlag hennar til Söngvakeppninnar í ár, hér í órafmögnuðum búning. Blaðamaður tók púlsinn á Siggu Ósk. 15. febrúar 2023 11:31 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Það er enginn að fara að stoppa mig“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Sigríðar Óskar Hrafnkelsdóttur, Siggu Ózkar, við lagið Gleyma þér og dansa. Er um að ræða framlag hennar til Söngvakeppninnar í ár, hér í órafmögnuðum búning. Blaðamaður tók púlsinn á Siggu Ósk. 15. febrúar 2023 11:31