Körfubolti

Finnur Freyr getur jafnað met Frið­riks Inga í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Finnur Freyr Stefánsson hefur unnið marga titla með Kristófer Acox.
Finnur Freyr Stefánsson hefur unnið marga titla með Kristófer Acox. Vísir/Bára

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsmanna, á möguleika á því í kvöld að jafna met Friðriks Inga Rúnarssonar yfir flesta sigra þjálfara í úrslitakeppni.

Valur fær þá Grindavík í heimsókn á Hlíðarenda í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta. Það er löngu orðið uppselt á leikinn en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkutíma fyrir leik eða klukkan 18.15.

Finnur Freyr hefur stýrt liðum sínum til sigurs í 72 leikjum í úrslitakeppninni. Friðrik Ingi vann 73 leiki í úrslitakeppni á sínum tíma.

Friðrik Ingi vann 73 af 128 leikjum sínum sem gerir 57 prósent sigurhlutfall.

Finnur hefur unnið 72 leiki og aðeins tapað 29 leikjum. Það gerir ótrúlegt 71 prósent sigurhlutfall.

Finnur tók fram úr Sigurði Ingimundarsyni hvað varða fjölda sigurleikja fyrr í þessari úrslitakeppni en Sigurður er þriðji með 68 sigurleiki í úrslitakeppni.

Finnur hefur þegar tekið metið af Sigurði yfir flesta Íslandsmeistaratitla þjálfara eftir úrslitakeppni en það gerði hann með því að vinna sinn sjötta titil með Valsmönnum árið 2022.

Finnur er enn fremur kominn með sjö sigurleikja forskot á næsta mann yfir flesta sigurleiki þjálfara í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.

  • Flestir sigurleikir þjálfarar í úrslitakeppni karla
  • 1. Friðrik Ingi Rúnarsson 73
  • 2. Finnur Freyr Stefánsson 72
  • 3. Sigurður Ingimundarson 68
  • 4. Benedikt Guðmundsson 41
  • 5. Ingi Þór Steinþórsson 37
  • 6. Valur Ingimundarson 35
  • 7. Friðrik Ragnarsson 34
  • 8. Jón Kr. Gíslason 30
  • 8. Teitur Örlygsson 30
  • 10. Einar Árni Jóhannsson 25
  • -
  • Flestir sigurleikir þjálfara í lokaúrslitum karla
  • 1. Finnur Freyr Stefánsson 22
  • 2. Sigurður Ingimundarson 15
  • 3. Friðrik Ingi Rúnarsson 14
  • 4. Valur Ingimundarson 12
  • 4. Jón Kr. Gíslason 12
  • 6. Ingi Þór Steinþórsson 9
  • 7. Friðrik Ragnarsson 8
  • 8. Benedikt Guðmundsson 7
  • 9. Gunnar Þorvarðarson 6
  • 10. Teitur Örlygsson 6
  • -
  • Flestir Íslandsmeistaratitlar þjálfara í úrslitakeppni
  • 1. Finnur Freyr Stefánsson 6
  • 2. Sigurður Ingimundarson 5
  • 3. Gunnar Þorvarðarson 3
  • 3. Valur Ingimundarson 3
  • 3. Jón Kr. Gíslason 3
  • 3. Friðrik Ingi Rúnarsson 3
  • 3. Ingi Þór Steinþórsson 3
  • 8. Friðrik Ragnarsson 2
  • 8. Benedikt Guðmundsson 2



Fleiri fréttir

Sjá meira


×