Lífið

Kosningavökumolar Höllu og Bjössa

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Frá matreiðslunni.
Frá matreiðslunni.

Heilsukokkurinn Kristjana Steingrimsdóttir, eða Jana, sýndi frá því á Instagramsíðu sinni þegar hún útbjó ljúffenga, sæta og holla mola með Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda og eiginmanni hennar Birni Skúlasyni fyrir komandi kosningavöku. 

Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. 

Hráefni: 

20 stk stein lausuar döðlur

20 stk pekanhnetur eða aðrar góðar hnetur

50 gr gæða dökkt súkkulaði

Smá gróft salt eða saxaðar möndlur til skrauts

Aðferð:

Takið steininn úr döðlunum.

Setjið eina hnetu inn í hverja döðlouð og raðið á fat.

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.

Dreifið súkkulaðinu yfir döðlubitana og stráið því næst smá salti eða söxuðum möndlum yfir.

Setjið inn í ísskáp og kælið.

Geymið í kæli eða frysti. 

Ljúffengir og sætir molar í hollari kantinum sem eru fullir af trefjum, hollri fitu, góðum kolvetnum, steinefnum og vítamínum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×