Innlent

Kynna upp­fært fast­eigna­mat

Árni Sæberg skrifar
Fundurinn verður haldinn í Borgartúni.
Fundurinn verður haldinn í Borgartúni. Vísir/Vilhelm

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kynnir uppfært fasteignamat fyrir árið 2025 á opnum fundi klukkan 10 í dag. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi.

Á fundinum, sem haldinn verður í húsakynnum HMS í Borgartúni 21, verður einnig greint frá stöðu íbúðauppbyggingar og horfum á húsnæðismarkaði. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs HMS kynnir helstu niðurstöður úr fasteignamati 2025
  • Elmar Þór Erlendsson, framkvæmdastjóri húsnæðissviðs HMS, greinir frá stöðu íbúðauppbyggingar
  • Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá HMS, greinir frá horfum á húsnæðismarkaði

Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS, er fundarstjóri.

Fundinn má sjá hér að neðan:

Fasteignamat 2025 from Húsnæðis- og mannvirkjastofnun on Vimeo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×