Fótbolti

Aron Einar beygði af í kveðjumyndbandi frá Al Arabi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson á ferðinni í leik með Al Arabi.
Aron Einar Gunnarsson á ferðinni í leik með Al Arabi. getty/Simon Holmes

Aron Einar Gunnarsson er á förum frá Al Arabi í Katar. Félagið greindi frá þessu í dag.

Eftir að hafa leikið á Englandi í þrettán ár, með Coventry City og Cardiff City, fór Aron Einar til Al Arabi 2019. Þar lék hann meðal annars undir stjórn Heimis Hallgrímssonar sem þjálfaði hann í íslenska landsliðinu.

Aron Einar lék með Al Arabi í fimm ár en nú er veru hans hjá félaginu lokið. Hann lék síðast með Al Arabi í katörsku úrvalsdeildinni fyrir ári

Al Arabi birti í dag myndband þar sem Aron Einar fer yfir tíma sinn hjá félaginu. Hann tárast þegar hann talar um erfiðan tíma þegar hann missti systur sína og glímdi við erfið meiðsli. 

Aron Einar þakkar öllum hjá félaginu fyrir stuðninginn á þessum tíma og endar á að segja að allir góðir hlutir taki enda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×