Fótbolti

Kylian Mbappé: Ég myndi elska að spila fyrir AC Milan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kylian Mbappé er búinn að kveðja Paris Saint Germain en hann endaði sem markakóngur frönsku deildarinnar og sem franskur meistari.  Markakóngur sjötta árið í röð, meistari þriðja árið í röð.
Kylian Mbappé er búinn að kveðja Paris Saint Germain en hann endaði sem markakóngur frönsku deildarinnar og sem franskur meistari.  Markakóngur sjötta árið í röð, meistari þriðja árið í röð. AP/Michel Euler

Verst geymda leyndarmál knattspyrnuheimsins er að Kylian Mbappé verði leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid á næstu leiktíð. Hann var þó að tala um annað evrópskt stórlið í viðtölum við blaðamenn í gær.

Mbappé er þegar búinn að tilkynna það að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir franska félagið Paris Saint Germain. Hann er hins vegar ekki búinn að gefa það úr formlega hvað verður hans næsta félag.

Mbappé hefur ekki vilja staðfesta félagsskipti sín í Real Madrid en hann fer á frjálsri sölu þar sem samningur hans við PSG rennur út um mánaðarmótin.

Mbappé sagði í viðali við Sky Italia að hann hafi haldið með AC Milan þegar hann var yngri og að hann sé enn aðdáandi ítalska félagsins.

„Við vitum ekki hvað gerist. Þegar ég var strákur þá hélt ég með AC Milan. Ég hef alltaf sagt það að ef ég enda einhvern tímann á Ítalíu þá ætla ég að spila fyrir AC Milan. Ég fylgist vel með ítölsku deildinni og missi ekki af leik með AC Milan. Ég myndi elska að spila fyrir AC Milan einn daginn,“ sagði Kylian Mbappé.

„Ég var í París. Nú fer ég í nýtt félag. Ég er mjög ánægður með það sem ég hef í dag,“ sagði Mbappé.

„Ég á mér marga drauma og að vinna alla titla í boði. Núna með meiri reynslu þá vil ég gefa fólkinu sem horfir á mig góða tilfinningu. Fólkinu sem hefur fylgst með mér síðan ég var ungur strákur. Ég vil að þau njóti þess að horfa á mig spila. Það er markmiðið mitt núna,“ sagði Mbappé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×