Menning

Líf og fjör á Grímunni

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Grímuverðlaunin voru haldin við hátíðlega athöfn í gærkvöldi.
Grímuverðlaunin voru haldin við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. SAMSETT

Grímuverðlaunin voru haldin með pomp og prakt í gærkvöldi þar sem sviðslistum síðasta árs voru fagnað við hátíðlega athöfn. Leiksýningarnar Saknaðarilmur og Ást Fedru hlutu flest verðlaun á hátíðinni, eða fern verðlaun hver og var Saknaðarilmur meðal annars valin sýning ársins. 

Meðal gesta var Guðni forseti sem veitti heiðursverðlaun Grímunnar til leikkonunar Margrétar Helgu Jóhannsdóttur. 

Hér má sjá vel valdar myndir frá viðburðinum eftir ljósmyndarann Neil John Smith:

Heiðursverðlaunahafi Grímunnar leikkonan Margrét Helga Jóhannsdóttir og Guðni forseti.Neil John Smith
Una Torfa steig á stokk.Neil John Smith
Vigdís Hrefna Pálsdóttir var valin leikkona ársins í aukahlutverki fyrir Múttu Courage og börnin. Hún klæddist melónueyrnalokkum og hefur melónan verið táknræn fyrir stuðning við Palestínu.Neil John Smith
Líf og fjör á sviðinu!Neil John Smith
Kolfinna Nikulásdóttir leikstjóri Ást Fedru.Neil John Smith
Unnur Ösp tók á móti verðlaunum fyrir Saknaðarilm.Neil John Smith
Sýningin Fúsi hlaut tvenn verðlaun.Neil John Smith
Systurnar Margrét Erla Maack og Vigdís Perla Maack.Neil John Smith
Sigurður Þór Óskarsson hlaut verðlaun fyrir leikara í aðalhlutverki í verkinu Deleríum Búbónis.Neil John Smith
Elín Signý W. Ragnarsdóttir vann til verðlauna sem dansari ársins fyrir The Simple Act of Letting go.Neil John Smith
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir hlaut verðlaun fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins 2024 fyrir Deleríum Búbónis.Neil John Smith





Fleiri fréttir

Sjá meira


×