Forsetaáskorunin: Grefur upp gamlar gersemar úti um allan heim. Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2024 19:01 Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Helga Þórisdóttir er í framboði til forseta Íslands. Klippa: Forsetaáskorun Vísis: Helga Þórisdóttir Hver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi? Landið og náttúran öll hér er stórkostleg og ég uni mér best fyrir utan borgarmörkin. En ef ég á að velja einn stað, þá ber ég miklar tilfinningar til Hlíðar, í landi Reykja í Mosfellssveit, þar sem amma og afi áttu sumardvalarstað. Ef þú fengir að ráða, hvaða einu breytingu myndir þú helst vilja gera á forsetaembættinu? Ég sé ekki í fljótu bragði neitt sem ég myndi vilja breyta þar. Áfram þarf að hafa forsetaembættið opið og alþýðlegt og hlusta á fólkið í landinu – en um leið tryggja að þar eigi þjóðin málsvara, sem styður þjóðina. Segjum sem svo að þú tapir kosningunum og ákveðir í kjölfarið að snúa þér að blönduðum bardagalistum, hvaða lag myndir þú spila áður en þú færir inn í átthyrninginn? The ceiling can´t hold us. Er einhver „samsæriskenning“ sem þú telur vera sanna eða mikið til í? Ég trúi ekki á samsæriskenningar. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað fer á diskinn og í glasið? Kræklingur, franskar og gott hvítvín. Uppáhalds bíómynd? Dirty dancing. Hefur þú komist í kast við lögin? Nei, en ég hef komið fólki í kast við lögin, nokkrum sinnum. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Að grafa upp gamlar gersemar á mörkuðum úti um allan heim. Uppáhalds sjónvarpsþættir? Vera Stanhope í Norðumbralandi – og allt í þeim anda. Hver er þín uppáhalds líkamsrækt? Badminton og dans. Saknar þú einhvers frá Covid-árunum? Já, ég sakna þess heilmikið hvað öll fjölskyldan var mikið saman. Hver er eftirminnilegasta stundin þegar þú þurftir að stíga út fyrir þægindarammann? Fyrsta skipti sem ég steig inn í dómsal sem fulltrúi ríkissaksóknara, til að sækja fólk til saka. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Daddy cool, með Boney M. Áttu þér draumabíl? Já, Land Rover. Hvernig slappar þú af? Allra best er að leggjast fyrir framan sjónvarpið og láta Veru leysa málin. Ertu með húðflúr? Já. Hvað verður fyrst upp á vegg þegar þú sest að á Bessastöðum? Fjölskyldumynd – og málverk eftir Sigtrygg Bjarna Baldvinsson. Hvaða þjóðarleiðtoga myndir þú helst vilja hitta og hvað yrði það fyrsta sem þú myndir segja? Ég myndi vilja hitta Spánarkonung – og elda með honum saltfisk. Kanntu á eitthvað hljóðfæri? Nei, en ég reyndi að læra bæði á blokkflautu og píanó. Hver er uppáhalds tölvuleikurinn þinn? Ég spila ekki tölvuleiki. Ef gerð yrði kvikmynd um þig, hver ætti að leika þig? Halldóra Geirharðsdóttir. Titillinn yrði „Kona fer í framboð“. Ef þú yrðir skipreka á eyðieyju, hvaða einn mótframbjóðanda tækir þú með þér? Án efa Ásdísi Rán – því þá myndi ég pína hana til að kenna mér á Instragram filterinn sinn. Hefur þú einhverja umdeilda skoðun, sem gæti orðið fréttamál á heimsvísu? Samanber skoðun Guðna Th á pítsuáleggjum. Já, ég trúi á álfa. Forsetakosningar 2024 Forsetaáskorun Vísis Tengdar fréttir Forsetaáskorunin: Áhugatöframaður og hefur safnað skeljum og eldspýtustokkum Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 29. maí 2024 19:01 Forsetaáskorunin: „Held að geimverur séu á meðal vor“ Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 28. maí 2024 19:00 Forsetaáskorunin: „Fóru Bandaríkjamenn í raun til tunglsins?“ Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 27. maí 2024 19:01 Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Helga Þórisdóttir er í framboði til forseta Íslands. Klippa: Forsetaáskorun Vísis: Helga Þórisdóttir Hver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi? Landið og náttúran öll hér er stórkostleg og ég uni mér best fyrir utan borgarmörkin. En ef ég á að velja einn stað, þá ber ég miklar tilfinningar til Hlíðar, í landi Reykja í Mosfellssveit, þar sem amma og afi áttu sumardvalarstað. Ef þú fengir að ráða, hvaða einu breytingu myndir þú helst vilja gera á forsetaembættinu? Ég sé ekki í fljótu bragði neitt sem ég myndi vilja breyta þar. Áfram þarf að hafa forsetaembættið opið og alþýðlegt og hlusta á fólkið í landinu – en um leið tryggja að þar eigi þjóðin málsvara, sem styður þjóðina. Segjum sem svo að þú tapir kosningunum og ákveðir í kjölfarið að snúa þér að blönduðum bardagalistum, hvaða lag myndir þú spila áður en þú færir inn í átthyrninginn? The ceiling can´t hold us. Er einhver „samsæriskenning“ sem þú telur vera sanna eða mikið til í? Ég trúi ekki á samsæriskenningar. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað fer á diskinn og í glasið? Kræklingur, franskar og gott hvítvín. Uppáhalds bíómynd? Dirty dancing. Hefur þú komist í kast við lögin? Nei, en ég hef komið fólki í kast við lögin, nokkrum sinnum. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Að grafa upp gamlar gersemar á mörkuðum úti um allan heim. Uppáhalds sjónvarpsþættir? Vera Stanhope í Norðumbralandi – og allt í þeim anda. Hver er þín uppáhalds líkamsrækt? Badminton og dans. Saknar þú einhvers frá Covid-árunum? Já, ég sakna þess heilmikið hvað öll fjölskyldan var mikið saman. Hver er eftirminnilegasta stundin þegar þú þurftir að stíga út fyrir þægindarammann? Fyrsta skipti sem ég steig inn í dómsal sem fulltrúi ríkissaksóknara, til að sækja fólk til saka. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Daddy cool, með Boney M. Áttu þér draumabíl? Já, Land Rover. Hvernig slappar þú af? Allra best er að leggjast fyrir framan sjónvarpið og láta Veru leysa málin. Ertu með húðflúr? Já. Hvað verður fyrst upp á vegg þegar þú sest að á Bessastöðum? Fjölskyldumynd – og málverk eftir Sigtrygg Bjarna Baldvinsson. Hvaða þjóðarleiðtoga myndir þú helst vilja hitta og hvað yrði það fyrsta sem þú myndir segja? Ég myndi vilja hitta Spánarkonung – og elda með honum saltfisk. Kanntu á eitthvað hljóðfæri? Nei, en ég reyndi að læra bæði á blokkflautu og píanó. Hver er uppáhalds tölvuleikurinn þinn? Ég spila ekki tölvuleiki. Ef gerð yrði kvikmynd um þig, hver ætti að leika þig? Halldóra Geirharðsdóttir. Titillinn yrði „Kona fer í framboð“. Ef þú yrðir skipreka á eyðieyju, hvaða einn mótframbjóðanda tækir þú með þér? Án efa Ásdísi Rán – því þá myndi ég pína hana til að kenna mér á Instragram filterinn sinn. Hefur þú einhverja umdeilda skoðun, sem gæti orðið fréttamál á heimsvísu? Samanber skoðun Guðna Th á pítsuáleggjum. Já, ég trúi á álfa.
Forsetakosningar 2024 Forsetaáskorun Vísis Tengdar fréttir Forsetaáskorunin: Áhugatöframaður og hefur safnað skeljum og eldspýtustokkum Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 29. maí 2024 19:01 Forsetaáskorunin: „Held að geimverur séu á meðal vor“ Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 28. maí 2024 19:00 Forsetaáskorunin: „Fóru Bandaríkjamenn í raun til tunglsins?“ Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 27. maí 2024 19:01 Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Forsetaáskorunin: Áhugatöframaður og hefur safnað skeljum og eldspýtustokkum Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 29. maí 2024 19:01
Forsetaáskorunin: „Held að geimverur séu á meðal vor“ Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 28. maí 2024 19:00
Forsetaáskorunin: „Fóru Bandaríkjamenn í raun til tunglsins?“ Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 27. maí 2024 19:01