„Daginn eftir að ég hætti útsendingu fékk ég hátt í tuttugu þakkarpósta frá fólki sem hafði fylgst með alveg frá byrjun,“ segir Elmar í samtali við Vísi. Ungarnir voru fjórir talsins og voru fljótir að stækka líkt og myndböndin neðst í fréttinni bera með sér.
„Svo setti ég ekki myndbönd af því fyrr en um kvöldið þegar ungarnir yfirgáfu hreiðrið og það voru nokkrir leiðir að hafa misst af þessu og gátu ekki beðið eftir myndböndunum á vefinn,“ segir Elmar hlæjandi.
Elmar er fuglaáhugamaður mikill og setti síðast upp beina útsendingu úr garðinum heima hjá sér fyrir tveimur árum síðan. Hann segir hana þá hafa vakið sambærilega lukku og nú og var útsendingin meðal annars í gangi í skólastofum á meðan nemendur lýstu ýmis vorverkefni. „Nú er bara að bíða eftir næsta vori,“ segir Elmar léttur í bragði.
Fjórir ungar komu úr eggi 14. maí.Síðasti unginn fór úr hreiðrinu 28. maí kl 7:33. Frá því ungar komu úr eggi þar til þeir flugu í burtu liðu fjórtán dagar.
Hér fyrir neðan ber að líta tólf myndbönd frá ýmsum tímum hreiðursins síðustu tvær vikur: