Birna og Kristinn valin best Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2024 12:36 Kristinn Pálsson og Birna Valgerður Benónýsdóttir voru valin leikmann ársins í körfuboltanum. Vísir/Anton Brink/Hulda Margrét Körfuboltafólk gerði upp tímabilið í lokahófi Körfuknattleikssambands Íslands sem var haldið í Laugardalshöllinni í hádeginu. Bestu leikmenn tímabilsins í Subway deildinni voru bæði að fá þau verðlaun í fyrsta sinn á ferlinum en það eru Íslandsmeistararnir Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík og Kristinn Pálsson úr Val. Birna varð fyrir því óláni að slíta krossband í úrslitakeppninni en liðsfélagarnir kláruðu titilinn fyrir hana. Birna er fyrsti leikmaður kvennaliðs Keflavíkur í sjö ár til að vera kosin best en hún átti frábært tímabil. Kristinn er þriðji Valsmaðurinn í röð til að fá þessi verðlaun. Kristófer Acox var valinn bestur 2022 og Kári Jónsson var valinn bestur í fyrra. Kristinn átti frábæra endurkomu aftur í deildina. Benedikt Guðmundsson hjá Njarðvík og Sverrir Þór Sverrisson hjá Keflavík voru valdir bestu þjálfararnir en þeir eru báðir að hætta með sín lið. Þetta er í þriðja sinn sem Benedikt fær þessi verðlaun en í fyrsta sinn frá 2009. Sverrir Þór var líka að fá þessi verðlaun í þriðja sinn. Bestu ungu leikmennirnir voru valin Tómas Valur Þrastarson úr Þór Þ. og Kolbrún María Ármannsdóttir úr Stjörnunni. Tómas Valur fékk þessi verðlaun annað árið í röð en síðastur á undan honum til að ná því var Elvar Már Friðriksson 2012 og 2013. Kolbrún María er aðeins sextán ára gömul. Varnarmenn ársins voru Ísold Sævarsdóttir úr Stjörnunni og Sigurður Pétursson úr Keflavík. Besti erlendu leikmennirnir voru valin Lore Devos úr Þór Ak. og Remy Martin úr Keflavík. Ísold er aðeins sautján ára gömul. Prúðustu leikmennirnir þóttu Þóra Kristín Jónsdóttir úr Haukum og Haukur Helgi Pálsson úr liði Álftaness. Þóra Kristín var að fá þessi verðlaun í þriðja sinn á ferlinum. Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómarinn en hann var að fá þessi verðlaun í sextánda sinn á ferlinum. Sjálfboðaliðar Grindavíkur og Breiðabliks voru valdir sjálfboðaliðar ársins en Breiðablik tók á móti Grindavík með opnum örmum þegar Grindvíkingar misstu heimilið sitt vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Í úrvalslið Subway deildar kvenna voru valdar Jana Falsdóttir (Njarðvík), Danielle Victoria Rodriguez (Grindavík), Thelma Dís Ágústsdóttir (Keflavík), Kolbrún María Ármannsdóttir (Stjarnan) og Birna Valgerður Benónýsdóttir (Keflavík). Jana, Danielle og Kolbrún eru í úrvalsliðinu í fyrsta sinn en Birna er þar í annað skiptið og Thelma Dís í þriðja sinn. Í úrvalslið Subway deildar karla voru valdir Ægir Þór Steinarsson (Stjarnan), Þórir Guðmundur Þorbjarnarson (Tindastóll), Kristinn Pálsson (Valur), Tómas Valur Þrastarson (Þór Þ.) og Kristófer Acox (Valur). Kristinn, Þórir og Tómas Valur eru í úrvalsliðinu í fyrsta sinn en Ægir er þar í þriðja sinn og Kristófer í sjötta sinn. Í 1. deild kvenna fengu feðginin Hákon Hjartarson og Emma Hrönn Hákonardóttir bæði stór verðlaun. Emma var valin best og Hákon besti þjálfarinn en saman hjálpuðu þau Hamar/Þór að vinna sér sæti í Subway deild kvenna. Veitt voru verðlaun fyrir Subway deild karla og kvenna en einnig fyrir 1. deild karla og kvenna. Það má sjá öll verðlaunin hér fyrir neðan. Verðlaun í 1. deild karla Úrvalslið Viktor Steffensen Fjölnir Jón Arnór Sverrisson Þróttur V. Björgvin Hafþór Ríkharðsson Skallagrímur Magnús Már Traustason Þróttur V. Friðrik Leó Curtis ÍR Ungi leikmaður ársins Friðrik Leó Curtis ÍR Erlendur leikmaður ársins Jaeden King Snæfell Varnarmaður ársins Björgvin Hafþór Ríkharðsson Skallagrímur Þjálfari ársins Jakob Örn Sigurðarson KR Leikmaður ársins Viktor Steffensen Fjölnir - Verðlaun í 1. deild kvenna Úrvalslið Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Emma Hrönn Hákonardóttir Hamar/Þór Dzana Crnac Aþena Fjóla Gerður Gunnarsdóttir KR Ása Lind Wolfram Aþena Ungi leikmaður ársins Fjóla Gerður Gunnarsdóttir KR Erlendur leikmaður ársins Aniya Thomas Hamar/Þór Varnarmaður ársins Elfa Falsdóttir Ármann Þjálfari ársins Hákon Hjartarson Hamar/Þór Leikmaður ársins Emma Hrönn Hákonardóttir Hamar/Þór - Verðlaun í Subway deild karla Úrvalslið Ægir Þór Steinarsson Stjarnan Þórir Guðmundur Þorbjarnarson Tindastóll Kristinn Pálsson Valur Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. Kristófer Acox Valur Prúðasti leikmaðurinn Haukur Helgi Pálsson Álftanes Ungi leikmaður ársins Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. Erlendur leikmaður ársins Remy Martin Keflavík Varnarmaður ársins Sigurður Pétursson Keflavík Þjálfari ársins Benedikt Guðmundsson Njarðvík Leikmaður ársins Kristinn Pálsson Valur - Verðlaun í Subway deild kvenna Úrvalslið Jana Falsdóttir Njarðvík Danielle Victoria Rodriguez Grindavík Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík Kolbrún María Ármannsdóttir Stjarnan Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík Prúðasti leikmaðurinn Þóra Kristín Jónsdóttir Haukar Ungi leikmaður ársins Kolbrún María Ármannsdóttir Stjarnan Erlendur leikmaður ársins Lore Devos Þór Ak. Varnarmaður ársins Ísold Sævarsdóttir Stjarnan Þjálfari ársins Sverrir Þór Sverrisson Keflavík Leikmaður ársins Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík - Dómari ársins Sigmundur Már Herbertsson Sjálfboðaliði ársins Sjálfboðaliðar Grindavíkur og Breiðabliks Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira
Bestu leikmenn tímabilsins í Subway deildinni voru bæði að fá þau verðlaun í fyrsta sinn á ferlinum en það eru Íslandsmeistararnir Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík og Kristinn Pálsson úr Val. Birna varð fyrir því óláni að slíta krossband í úrslitakeppninni en liðsfélagarnir kláruðu titilinn fyrir hana. Birna er fyrsti leikmaður kvennaliðs Keflavíkur í sjö ár til að vera kosin best en hún átti frábært tímabil. Kristinn er þriðji Valsmaðurinn í röð til að fá þessi verðlaun. Kristófer Acox var valinn bestur 2022 og Kári Jónsson var valinn bestur í fyrra. Kristinn átti frábæra endurkomu aftur í deildina. Benedikt Guðmundsson hjá Njarðvík og Sverrir Þór Sverrisson hjá Keflavík voru valdir bestu þjálfararnir en þeir eru báðir að hætta með sín lið. Þetta er í þriðja sinn sem Benedikt fær þessi verðlaun en í fyrsta sinn frá 2009. Sverrir Þór var líka að fá þessi verðlaun í þriðja sinn. Bestu ungu leikmennirnir voru valin Tómas Valur Þrastarson úr Þór Þ. og Kolbrún María Ármannsdóttir úr Stjörnunni. Tómas Valur fékk þessi verðlaun annað árið í röð en síðastur á undan honum til að ná því var Elvar Már Friðriksson 2012 og 2013. Kolbrún María er aðeins sextán ára gömul. Varnarmenn ársins voru Ísold Sævarsdóttir úr Stjörnunni og Sigurður Pétursson úr Keflavík. Besti erlendu leikmennirnir voru valin Lore Devos úr Þór Ak. og Remy Martin úr Keflavík. Ísold er aðeins sautján ára gömul. Prúðustu leikmennirnir þóttu Þóra Kristín Jónsdóttir úr Haukum og Haukur Helgi Pálsson úr liði Álftaness. Þóra Kristín var að fá þessi verðlaun í þriðja sinn á ferlinum. Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómarinn en hann var að fá þessi verðlaun í sextánda sinn á ferlinum. Sjálfboðaliðar Grindavíkur og Breiðabliks voru valdir sjálfboðaliðar ársins en Breiðablik tók á móti Grindavík með opnum örmum þegar Grindvíkingar misstu heimilið sitt vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Í úrvalslið Subway deildar kvenna voru valdar Jana Falsdóttir (Njarðvík), Danielle Victoria Rodriguez (Grindavík), Thelma Dís Ágústsdóttir (Keflavík), Kolbrún María Ármannsdóttir (Stjarnan) og Birna Valgerður Benónýsdóttir (Keflavík). Jana, Danielle og Kolbrún eru í úrvalsliðinu í fyrsta sinn en Birna er þar í annað skiptið og Thelma Dís í þriðja sinn. Í úrvalslið Subway deildar karla voru valdir Ægir Þór Steinarsson (Stjarnan), Þórir Guðmundur Þorbjarnarson (Tindastóll), Kristinn Pálsson (Valur), Tómas Valur Þrastarson (Þór Þ.) og Kristófer Acox (Valur). Kristinn, Þórir og Tómas Valur eru í úrvalsliðinu í fyrsta sinn en Ægir er þar í þriðja sinn og Kristófer í sjötta sinn. Í 1. deild kvenna fengu feðginin Hákon Hjartarson og Emma Hrönn Hákonardóttir bæði stór verðlaun. Emma var valin best og Hákon besti þjálfarinn en saman hjálpuðu þau Hamar/Þór að vinna sér sæti í Subway deild kvenna. Veitt voru verðlaun fyrir Subway deild karla og kvenna en einnig fyrir 1. deild karla og kvenna. Það má sjá öll verðlaunin hér fyrir neðan. Verðlaun í 1. deild karla Úrvalslið Viktor Steffensen Fjölnir Jón Arnór Sverrisson Þróttur V. Björgvin Hafþór Ríkharðsson Skallagrímur Magnús Már Traustason Þróttur V. Friðrik Leó Curtis ÍR Ungi leikmaður ársins Friðrik Leó Curtis ÍR Erlendur leikmaður ársins Jaeden King Snæfell Varnarmaður ársins Björgvin Hafþór Ríkharðsson Skallagrímur Þjálfari ársins Jakob Örn Sigurðarson KR Leikmaður ársins Viktor Steffensen Fjölnir - Verðlaun í 1. deild kvenna Úrvalslið Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Emma Hrönn Hákonardóttir Hamar/Þór Dzana Crnac Aþena Fjóla Gerður Gunnarsdóttir KR Ása Lind Wolfram Aþena Ungi leikmaður ársins Fjóla Gerður Gunnarsdóttir KR Erlendur leikmaður ársins Aniya Thomas Hamar/Þór Varnarmaður ársins Elfa Falsdóttir Ármann Þjálfari ársins Hákon Hjartarson Hamar/Þór Leikmaður ársins Emma Hrönn Hákonardóttir Hamar/Þór - Verðlaun í Subway deild karla Úrvalslið Ægir Þór Steinarsson Stjarnan Þórir Guðmundur Þorbjarnarson Tindastóll Kristinn Pálsson Valur Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. Kristófer Acox Valur Prúðasti leikmaðurinn Haukur Helgi Pálsson Álftanes Ungi leikmaður ársins Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. Erlendur leikmaður ársins Remy Martin Keflavík Varnarmaður ársins Sigurður Pétursson Keflavík Þjálfari ársins Benedikt Guðmundsson Njarðvík Leikmaður ársins Kristinn Pálsson Valur - Verðlaun í Subway deild kvenna Úrvalslið Jana Falsdóttir Njarðvík Danielle Victoria Rodriguez Grindavík Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík Kolbrún María Ármannsdóttir Stjarnan Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík Prúðasti leikmaðurinn Þóra Kristín Jónsdóttir Haukar Ungi leikmaður ársins Kolbrún María Ármannsdóttir Stjarnan Erlendur leikmaður ársins Lore Devos Þór Ak. Varnarmaður ársins Ísold Sævarsdóttir Stjarnan Þjálfari ársins Sverrir Þór Sverrisson Keflavík Leikmaður ársins Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík - Dómari ársins Sigmundur Már Herbertsson Sjálfboðaliði ársins Sjálfboðaliðar Grindavíkur og Breiðabliks
Verðlaun í 1. deild karla Úrvalslið Viktor Steffensen Fjölnir Jón Arnór Sverrisson Þróttur V. Björgvin Hafþór Ríkharðsson Skallagrímur Magnús Már Traustason Þróttur V. Friðrik Leó Curtis ÍR Ungi leikmaður ársins Friðrik Leó Curtis ÍR Erlendur leikmaður ársins Jaeden King Snæfell Varnarmaður ársins Björgvin Hafþór Ríkharðsson Skallagrímur Þjálfari ársins Jakob Örn Sigurðarson KR Leikmaður ársins Viktor Steffensen Fjölnir - Verðlaun í 1. deild kvenna Úrvalslið Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Emma Hrönn Hákonardóttir Hamar/Þór Dzana Crnac Aþena Fjóla Gerður Gunnarsdóttir KR Ása Lind Wolfram Aþena Ungi leikmaður ársins Fjóla Gerður Gunnarsdóttir KR Erlendur leikmaður ársins Aniya Thomas Hamar/Þór Varnarmaður ársins Elfa Falsdóttir Ármann Þjálfari ársins Hákon Hjartarson Hamar/Þór Leikmaður ársins Emma Hrönn Hákonardóttir Hamar/Þór - Verðlaun í Subway deild karla Úrvalslið Ægir Þór Steinarsson Stjarnan Þórir Guðmundur Þorbjarnarson Tindastóll Kristinn Pálsson Valur Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. Kristófer Acox Valur Prúðasti leikmaðurinn Haukur Helgi Pálsson Álftanes Ungi leikmaður ársins Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. Erlendur leikmaður ársins Remy Martin Keflavík Varnarmaður ársins Sigurður Pétursson Keflavík Þjálfari ársins Benedikt Guðmundsson Njarðvík Leikmaður ársins Kristinn Pálsson Valur - Verðlaun í Subway deild kvenna Úrvalslið Jana Falsdóttir Njarðvík Danielle Victoria Rodriguez Grindavík Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík Kolbrún María Ármannsdóttir Stjarnan Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík Prúðasti leikmaðurinn Þóra Kristín Jónsdóttir Haukar Ungi leikmaður ársins Kolbrún María Ármannsdóttir Stjarnan Erlendur leikmaður ársins Lore Devos Þór Ak. Varnarmaður ársins Ísold Sævarsdóttir Stjarnan Þjálfari ársins Sverrir Þór Sverrisson Keflavík Leikmaður ársins Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík - Dómari ársins Sigmundur Már Herbertsson Sjálfboðaliði ársins Sjálfboðaliðar Grindavíkur og Breiðabliks
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira