Lestarstjóri sumarsins er Bragi Guðmunds og með honum verða Kristín Ruth, Svali og Agnes Arnars. Bylgjulestin verður í beinni útsendingu á Bylgjunni alla laugardaga í júní og júlí. Fyrsta stoppistöðin er Sjómannadagshátíðin í Vestmanneyjum laugardaginn 1.júní.
Glæsileg dagskrá er í Eyjum alla helgina
Á morgun er fjölskyldudagskrá allan daginn með dorgveiðikeppni, kappróður, koddaslagur, tuðrukvartmíla, lokahlaup, sjómannaþraut, foosballvöllur verður á staðnum og margt margt fleira.Bílasýning frá bílaumboðinu Öskju á Kiwanis planinu, blaðrarinn, hoppukastalar, ís frá Kjörís og matarvagnar.
Áfangastaðir lestarinnar í sumar eru:
1. júní Vestmanneyjar, Sjómannadagshátíð
8. júní Blönduós
15. júní Þingvellir, 80 ára afmæli lýðveldisins
22. júní Eyrabakki, Jónsmessuhátíð
29. júní Borgarnes, Brákarhátíð
6. júlí Akureyri, Pollamót
13. júlí Selfoss, Kótelettan
20. júlí Hljómskálagarður, Götubitahátíð
27. júlí Hafnarfjörður, Í hjarta Hafnarfjarðar
Skemmtu þér með Bylgjunni í allt sumar í samstarfi við Muna. Bílaumboðið Öskju, Appelsín án sykurs, Nóakropp og Golfsamband Íslands