Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2024 15:22 Arnar Þór var með svörin á reiðum höndum en Höllu Tómasdóttur gekk verr. vísir/vilhelm Kappræður Stöðvar 2, sem fram fóru í gær, voru brotnar upp með ýmsu móti. Meðal annars fengu frambjóðendur hraðaspurningar og gekk þeim afar misjafnlega. Heimir Már Pétursson fréttamaður stýrði umræðum af mikilli röggsemi en innslög Elísabetar Ingu Sigurðardóttur vöktu ekki síður athygli. Eitt innslag hennar var einfalt, frambjóðendurnir sex voru fengnir til að svara hraðaspurningum og gekk þeim misjafnlega að eiga við þær. En spurningarnar voru þess eðlis að þær varða alþekkar staðreyndir úr íslenskri menningu, bókmenntum og sögu. Arnar Þór Jónsson var svo gott sem með fullt hús. Hann vissi að það var hann Bjartur í Sumarhúsum sem er aðalsöguhetjan í Sjálfstæðu fólki, að það var Drangey sem Grettir Ásmundarson synti út í, að Gunnar Hámundarson bjó á Hlíðarenda, að það var Jón Arason sem var hálshöggvinn í Skálholti árið 1550, að þeir Gunnlaugur Ormstunga og Hrafn Sæmundarson börðust um ástir Helgu fögru, að Seltjarnarnes er ekki hluti Reykjavíkur, að það eru egg í Gunnars-mæjónesi en hann vissi ekki að hann heitir Páll sem var aðalsöguhetjan í Englum alheimsins. Gamli spyrillinn úr Gettu betur, Katrín Jakobsdóttir, fylgdi fast á eftir Arnari Þór og var með helftina af svörunum rétt, Halla Hrund Logadóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr komu þar á eftir. En restina rak Halla Tómasdóttir. Heimi Má tókst síðan að hrista rækilega upp í áhorfendum með því að fullyrða að mæjónes væri bragðbætt með súrum gúrkum, nokkuð sem til að mynda Læknirinn í eldhúsinu kannast ekkert við. Horfa má á kappræðurnar í heild sinni hér fyrir neðan: Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður stýrði umræðum af mikilli röggsemi en innslög Elísabetar Ingu Sigurðardóttur vöktu ekki síður athygli. Eitt innslag hennar var einfalt, frambjóðendurnir sex voru fengnir til að svara hraðaspurningum og gekk þeim misjafnlega að eiga við þær. En spurningarnar voru þess eðlis að þær varða alþekkar staðreyndir úr íslenskri menningu, bókmenntum og sögu. Arnar Þór Jónsson var svo gott sem með fullt hús. Hann vissi að það var hann Bjartur í Sumarhúsum sem er aðalsöguhetjan í Sjálfstæðu fólki, að það var Drangey sem Grettir Ásmundarson synti út í, að Gunnar Hámundarson bjó á Hlíðarenda, að það var Jón Arason sem var hálshöggvinn í Skálholti árið 1550, að þeir Gunnlaugur Ormstunga og Hrafn Sæmundarson börðust um ástir Helgu fögru, að Seltjarnarnes er ekki hluti Reykjavíkur, að það eru egg í Gunnars-mæjónesi en hann vissi ekki að hann heitir Páll sem var aðalsöguhetjan í Englum alheimsins. Gamli spyrillinn úr Gettu betur, Katrín Jakobsdóttir, fylgdi fast á eftir Arnari Þór og var með helftina af svörunum rétt, Halla Hrund Logadóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr komu þar á eftir. En restina rak Halla Tómasdóttir. Heimi Má tókst síðan að hrista rækilega upp í áhorfendum með því að fullyrða að mæjónes væri bragðbætt með súrum gúrkum, nokkuð sem til að mynda Læknirinn í eldhúsinu kannast ekkert við. Horfa má á kappræðurnar í heild sinni hér fyrir neðan:
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira