Fotis og Nat-vélin saman undir körfunni hjá Hamri næsta vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2024 17:00 Fotis Lampropoulos boðinn velkominn í Hamar af Tryggva formanni. @hamarkorfubolti Hamarsmenn hafa gengið frá samningum við gríska körfuboltamanninn Fotios Lampropoulos sem mun nú færa sig úr Subway deildinni niður í fyrstu deildina. Hamar féll úr Subway-deildinni í vetur en Fotios Lampropoulos hefur spilað með nágrönnum þeirra í Þór úr Þorlákshöfn undanfarin tímabil. Fotis hefur nú spilað þrjú tímabil á Íslandi, fyrst eitt með Njarðvík og svo tvö með Þór Þorlákshöfn. Hann kom hingað undir lok ferilsins eftir að spilað lengi í nokkrum af bestu deildum Evrópu. Lampropoulos heldur upp á 41 árs afmælið sitt 11. september næstkomandi. Á síðasta tímabili var hann með 7,2 og 5,1 fráköst að meðaltali á 17,0 mínútum í leik. Hann skoraði 15,4 stig í leik á fyrsta tímabili á Íslandi og 14,5 stig í leik á fyrsta tímabilinu með Þór. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Nat-vélin, hefur einnig framlengt samning sinn við Hamarsliðið en hann hefur verið mikilvægasti leikmaður Hamarsliðsins síðan að hann kom aftur heim í Hveragerði. Ragnar verður 33 ára gamall í haust en hann kom aftur til Hamars árið 2022 og hjálpaði liðinu upp í úrvalsdeildina. Í vetur var hann með 11,9 stig, 10,3 fráköst og 1,6 varin skot að meðaltali í leik í Subway-deildinni. Hamarsmenn hafa einnig samið aftur við Björn Ásgeir Ásgeirsson, annan öflugan leikmann liðsins. Það er því ljóst að liðið ætlar sér að endurheimta úrvalsdeildarsætið sitt strax næsta vor. Stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars og þjálfarinn Halldór Karl Þórsson hafa einnig skrifað undir samning um áframhaldandi samstarf til ársins 2026. Það verður vissulega óárennilegt að vaða á teiginn hjá Hamarsmönnum næsta vetur með Fotis og Nat-vélina saman undir körfunni. Subway-deild karla Hamar Þór Þorlákshöfn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Hamar féll úr Subway-deildinni í vetur en Fotios Lampropoulos hefur spilað með nágrönnum þeirra í Þór úr Þorlákshöfn undanfarin tímabil. Fotis hefur nú spilað þrjú tímabil á Íslandi, fyrst eitt með Njarðvík og svo tvö með Þór Þorlákshöfn. Hann kom hingað undir lok ferilsins eftir að spilað lengi í nokkrum af bestu deildum Evrópu. Lampropoulos heldur upp á 41 árs afmælið sitt 11. september næstkomandi. Á síðasta tímabili var hann með 7,2 og 5,1 fráköst að meðaltali á 17,0 mínútum í leik. Hann skoraði 15,4 stig í leik á fyrsta tímabili á Íslandi og 14,5 stig í leik á fyrsta tímabilinu með Þór. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Nat-vélin, hefur einnig framlengt samning sinn við Hamarsliðið en hann hefur verið mikilvægasti leikmaður Hamarsliðsins síðan að hann kom aftur heim í Hveragerði. Ragnar verður 33 ára gamall í haust en hann kom aftur til Hamars árið 2022 og hjálpaði liðinu upp í úrvalsdeildina. Í vetur var hann með 11,9 stig, 10,3 fráköst og 1,6 varin skot að meðaltali í leik í Subway-deildinni. Hamarsmenn hafa einnig samið aftur við Björn Ásgeir Ásgeirsson, annan öflugan leikmann liðsins. Það er því ljóst að liðið ætlar sér að endurheimta úrvalsdeildarsætið sitt strax næsta vor. Stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars og þjálfarinn Halldór Karl Þórsson hafa einnig skrifað undir samning um áframhaldandi samstarf til ársins 2026. Það verður vissulega óárennilegt að vaða á teiginn hjá Hamarsmönnum næsta vetur með Fotis og Nat-vélina saman undir körfunni.
Subway-deild karla Hamar Þór Þorlákshöfn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira