Jón Gnarr mjög bjartsýnn: „Fyrsti krúnurakaði rauðhærði forsetinn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júní 2024 14:06 Jón ásamt fjölskyldu á leiðinni á kjörstað. Hann hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga. vísir/Anton Brink „Þetta var ekki erfitt val,“ sagði Jón Gnarr í sem kom atkvæði sínu til skila ásamt fjölskyldu sinni í Vesturbæjarskóla í dag. Fyrri hluti dags fór í að fagna útskrift sonarins, Jóns Gnarr yngri, frá Menntaskólanum við Sund. „Svo kjósum við, og svo er eitthvað sprell á kosningaskrifstofunni. Við erum að bjóða upp plaköt og boli og bara restina af þessu dóti. Þetta eru minjagripir fyrir fólk, tækifæri til að eignast þá. Svo er eitthvað kosningafjör í kvöld og útskriftaveisla. Þetta er bara eins og í Gamla testamentinu, margra daga hátíðarhöld,“ segir Jón í samtali við fréttastofu á kjörstað. Jón segist annars mjög bjartsýnn fyrir kvöldinu. „Ég er eiginlega alveg fullviss um að þessi kosningaúrslit verði gríðarlega óvænt. Við eigum eftir að sjá einhverja stórkmerkilegustu kosninganiðurstöður sem við höfum bara séð, lengi. Mér finnst mikil óvissa yfir þessu.“ „Það er mikil spenna og ég er gríðarlega spenntur og hlakka til. En svo er rosalegur léttir að þetta sé búið, af því ég held bara að ég hafi aldrei á ævinni verið jafn þreyttur. Þetta er svakalegt,“ segir Jón. Aldrei verið jafn þreyttur Jón Gnarr hefur haft í mörgu að snúast að undanförnu.vísir/Anton Brink Það fyrsta sem hann ætlar að gera eftir kosninganóttina er að krúnuraka sig. „Vegna þess að ég er að mæta til vinnu á mánudaginn í tökur. Það er gerð krafa um að ég sé krúnurakaður, svo það sé hægt að festa á mig hárkollu. Þannig er bara mitt líf en svo getur það bara breyst“ segir Jón. Þannig þú verður mögulega fyrsti krúnurakaði forsetinn? „Já, fyrsti krúnurakaði, rauðhærði forsetinn,“ segir Jón að lokum og skellti upp úr. Jón Gnarr ásamt fjölskyldu. Sonurinn útskrifaðist úr MS í dag.vísir/Anton Brink Fylgst er með öllum helstu tíðindum í forsetavaktinni hér á Vísi: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Sjá meira
Fyrri hluti dags fór í að fagna útskrift sonarins, Jóns Gnarr yngri, frá Menntaskólanum við Sund. „Svo kjósum við, og svo er eitthvað sprell á kosningaskrifstofunni. Við erum að bjóða upp plaköt og boli og bara restina af þessu dóti. Þetta eru minjagripir fyrir fólk, tækifæri til að eignast þá. Svo er eitthvað kosningafjör í kvöld og útskriftaveisla. Þetta er bara eins og í Gamla testamentinu, margra daga hátíðarhöld,“ segir Jón í samtali við fréttastofu á kjörstað. Jón segist annars mjög bjartsýnn fyrir kvöldinu. „Ég er eiginlega alveg fullviss um að þessi kosningaúrslit verði gríðarlega óvænt. Við eigum eftir að sjá einhverja stórkmerkilegustu kosninganiðurstöður sem við höfum bara séð, lengi. Mér finnst mikil óvissa yfir þessu.“ „Það er mikil spenna og ég er gríðarlega spenntur og hlakka til. En svo er rosalegur léttir að þetta sé búið, af því ég held bara að ég hafi aldrei á ævinni verið jafn þreyttur. Þetta er svakalegt,“ segir Jón. Aldrei verið jafn þreyttur Jón Gnarr hefur haft í mörgu að snúast að undanförnu.vísir/Anton Brink Það fyrsta sem hann ætlar að gera eftir kosninganóttina er að krúnuraka sig. „Vegna þess að ég er að mæta til vinnu á mánudaginn í tökur. Það er gerð krafa um að ég sé krúnurakaður, svo það sé hægt að festa á mig hárkollu. Þannig er bara mitt líf en svo getur það bara breyst“ segir Jón. Þannig þú verður mögulega fyrsti krúnurakaði forsetinn? „Já, fyrsti krúnurakaði, rauðhærði forsetinn,“ segir Jón að lokum og skellti upp úr. Jón Gnarr ásamt fjölskyldu. Sonurinn útskrifaðist úr MS í dag.vísir/Anton Brink Fylgst er með öllum helstu tíðindum í forsetavaktinni hér á Vísi:
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Sjá meira