Sport

Dag­skráin í dag: Kópa­vogs­slagur í Bestu deildinni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Það verður án efa hart barist í leik HK og Breiðabliks í kvöld.
Það verður án efa hart barist í leik HK og Breiðabliks í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Þrír leikir fara fram í Bestu deild karla í knattspyrnu í dag og í kvöld. Þá mætast Barcelona og Real Madrid í spænska körfuboltanum.

Stöð 2 Sport

Leikur HK og Breiðabliks verður í beinni útsendingu frá klukkan 19:00 en leikið verður í Kórnum. Að leik loknum verða Ísey tilþrifin síðan sýnd beint þar sem farið verður yfir öll atvik í leikjum dagsins.

Stöð 2 Sport 2

Atalanta og Fiorentina eigast við í Serie A deildinni á Ítalíu og hefst útsending klukkan 15:50. 

Stöð 2 Sport 3

Barca og Real Madrid eigast við í spænska körfuboltanum og fer útsendingin í loftið klukkan 16:20.

Besta deildin

Leikur Vestra og Stjörnunnar verður sýndur beint klukkan 13:50

Besta deildin 2

Klukkan 16:50 taka Íslandsmeistarar Víkinga síðan á móti Fylki í Bestu deild karla.

Vodafone Sport

Þýskalandsmeistarar Magdeburg taka á móti Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta klukkan 14:25. Þetta er lokaumferð deildarinnar en Magdeburg hefur nú þegar tryggt sér meistaratitilinn.

Klukkan 16:25 hefst útsending frá IndiCar keppni í Detroit í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×