Skili embættinu þannig að nýr forseti og þjóðin geti vel við unað Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2024 17:37 Þakklæti er Guðna og Elízu efst í huga á þessum tímamótum. Stöð 2 Guðni Th. Jóhannesson forseti segir það hafa verið ágæta tilfinningu að mæta á kjörstað til að greiða atkvæði í forsetakosningunum, þeim fyrstu í nokkurn tíma þar sem hann er ekki sjálfur á kjörseðlinum. Forsetahjónin Guðni og Eliza Reid kusu í Álftanesskóla á Álftanesi fyrr í dag. Í samtali við fréttastofu segist hann vera þakklátur fyrir að búa í lýðræðisríki þar sem borgararnir geti tekið þátt í að velja fólk í áhrifa- og ábyrgðarstöður. Hann segist fagna því að við höfum þetta fína fólk sem sé í framboði. „Ég er alveg handviss um að hver einasti kjósandi mun finna forsetaefni við hæfi,“ segir Guðni. Er eitthvað sem stendur upp úr á þessum tímamótum? „Það hafa verið einstök forréttindi að gegna þessu embætti. Ég hef kynnst svo mörgum. Ég hef verið með fólki á gleðistundum og líka dögum hinna dýpstu sorgar. Ég hef fengið að kynna Ísland, mannlífið hér og allt sem við getum haft fram að færa úti í hinum stóra heimi. Ég hef fengið að taka á móti tignum gestum hérna heima og sagt þeim frá landi og þjóð. Þannig að það er margt sem kemur upp í hugann, vissulega, á svona stundu, en fyrst og fremst þakklæti. Og ef ég má segja það sjálfur, mér finnst ég skila þessu embætti þannig að næsti forseti geti vel við unað og vonandi líka þjóðin öll,“ segir Guðni. Ertu með einhver ráð til nýs forseta þegar liggur fyrir hver tekur við á Bessastöðum? „Fylgja eigin sannfæringu. Virða venjur, hefðir og stjórnskipun. Njóta, hlusta á ráð vina, embættismanna og annarra en muna alltaf að þegar allt kemur til alls eru ákvarðanirnar þínar einar og forsetinn einn verður að svara fyrir allar gjörðir. Það er ekki hægt að varpa ábyrgð yfir á einhvern annan.“ Elíza, þú ert líka búin að gegna stóru hlutveri síðast liðin ár. Hvernig hefur þetta verið fyrir þig? „Þetta er búið að vera ógleymanlegt ævintýri, að sjálfsögðu. Mikill heiður, mikil forréttindi. Ég er mjög stolt af manninum mínum að sjálfsögðu. Þetta er svolítið skrýtnar tilfinningar núna þar sem þetta er að enda. Maður vissi auðvitað alltaf að þetta myndi vera þannig en allt í einu er þetta að breytast. Ég tek alveg undir það sem Guðni sagði. Maður er fullur þakklætis fyrir hversu vel fólk hefur tekið á móti okkur,“ segir Elíza. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan. Forsetakosningar 2024 Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Kjördagur er runninn upp og innan við sólarhringur þar til kemur í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst verður með gangi mála í forsetavaktinni í allan dag. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Forsetahjónin Guðni og Eliza Reid kusu í Álftanesskóla á Álftanesi fyrr í dag. Í samtali við fréttastofu segist hann vera þakklátur fyrir að búa í lýðræðisríki þar sem borgararnir geti tekið þátt í að velja fólk í áhrifa- og ábyrgðarstöður. Hann segist fagna því að við höfum þetta fína fólk sem sé í framboði. „Ég er alveg handviss um að hver einasti kjósandi mun finna forsetaefni við hæfi,“ segir Guðni. Er eitthvað sem stendur upp úr á þessum tímamótum? „Það hafa verið einstök forréttindi að gegna þessu embætti. Ég hef kynnst svo mörgum. Ég hef verið með fólki á gleðistundum og líka dögum hinna dýpstu sorgar. Ég hef fengið að kynna Ísland, mannlífið hér og allt sem við getum haft fram að færa úti í hinum stóra heimi. Ég hef fengið að taka á móti tignum gestum hérna heima og sagt þeim frá landi og þjóð. Þannig að það er margt sem kemur upp í hugann, vissulega, á svona stundu, en fyrst og fremst þakklæti. Og ef ég má segja það sjálfur, mér finnst ég skila þessu embætti þannig að næsti forseti geti vel við unað og vonandi líka þjóðin öll,“ segir Guðni. Ertu með einhver ráð til nýs forseta þegar liggur fyrir hver tekur við á Bessastöðum? „Fylgja eigin sannfæringu. Virða venjur, hefðir og stjórnskipun. Njóta, hlusta á ráð vina, embættismanna og annarra en muna alltaf að þegar allt kemur til alls eru ákvarðanirnar þínar einar og forsetinn einn verður að svara fyrir allar gjörðir. Það er ekki hægt að varpa ábyrgð yfir á einhvern annan.“ Elíza, þú ert líka búin að gegna stóru hlutveri síðast liðin ár. Hvernig hefur þetta verið fyrir þig? „Þetta er búið að vera ógleymanlegt ævintýri, að sjálfsögðu. Mikill heiður, mikil forréttindi. Ég er mjög stolt af manninum mínum að sjálfsögðu. Þetta er svolítið skrýtnar tilfinningar núna þar sem þetta er að enda. Maður vissi auðvitað alltaf að þetta myndi vera þannig en allt í einu er þetta að breytast. Ég tek alveg undir það sem Guðni sagði. Maður er fullur þakklætis fyrir hversu vel fólk hefur tekið á móti okkur,“ segir Elíza. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan.
Forsetakosningar 2024 Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Kjördagur er runninn upp og innan við sólarhringur þar til kemur í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst verður með gangi mála í forsetavaktinni í allan dag. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Kjördagur er runninn upp og innan við sólarhringur þar til kemur í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst verður með gangi mála í forsetavaktinni í allan dag. 1. júní 2024 07:06