Þetta eru fyrstu tölur úr Norðausturkjördæmi. Þær voru lesnar upp í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi nú fyrir skemmstu. Halla Tómasdóttir leiðir einnig í Suðurkjördæmi.
Í kjördæminu er Jón Gnarr með 8,31 prósent fylgi, Baldur með 8,18 prósent fylgi, Arnar Þór Jónsson með 3,05 prósent fylgi, Ásdís Rán Gunnarsdóttir með 0,20, Ástþór Magnússon með 0,13 prósent, Eiríkur Ingi Jóhannsson með 0,03 prósent, Steinunn Ólína með 0,40 prósent fylgi og Viktor Traustason með 0,17 prósent.