Segir klútabyltinguna vera hafna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júní 2024 00:01 Halla smellir kossi á eiginmann sinn Björn Skúlason á ritstjórn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar áður en hún mætti í kosningasjónvarpið. Vísir/Vilhelm „Ég er ótrúlega þakklát ekki síst í ljósi þess að þetta var brekka hjá okkur,“ segir Halla Tómasdóttir og vísar þar til upphafs kosningabaráttunnar þegar fylgi hennar mæltist í lágmarki. „Nóttin er ung, það er mikið eftir,“ segir Halla sem segist þakklátust fyrir fylgið frá unga fólkinu. Hún segir klútabyltinguna vera hafna og rifjar upp að hún hafi verið hálf slöpp í fyrstu kappræðunum. „Ég var kvefuð þegar fyrstu kappræðurnar voru, var raddlaus og ekki viss um að komast, setti klút um hálsinn, áður en ég vissi af voru allir farnir að ganga um með klút, strákar. Klútabyltingin er hafin og strákar og stelpur eru að taka þátt í því.“ Tekur niðurstöðunum af æðruleysi Katrín Jakobsdóttir segir niðurstöður í fyrstu tölum ekki svo fjarri því sem bent hafi til í síðustu skoðanakönnunum, þó fylgi Höllu Tómasdóttur komi á óvart. „Sem segir manni að það hefur mikið gerst og miklar sviptingar á síðustu dögum. Fyrst og fremst er ég þakklát fyrir þann meðbyr sem ég hef fundið fyrir í baráttunni. Mér finnst þetta hafa verið einstaklega mikið ævintýri, ég er rosalega sátt við baráttuna.“ Katrín segir ekki þýða að velta því fyrir sér að lágt fylgi hennar sé mögulega vegna þess að margir hafi verið henni reiðir fyrir að yfirgefa forsætisráðuneytið með þessum hætti. „Þeir sem voru ósáttastir við að ég fór voru ósáttastir við að ég var. Þetta er bara ákvörðun sem ég tók, ég sé ekki eftir henni, ég hefði séð miklu meira efitr því að hafa ekki gert þetta, svo að ég er bara sátt.“ Halla Hrund ótrúlega þakklát Halla Hrund Logadóttir bendir á að hún hafi verið í sinni allra fyrstu kosningabaráttu. Hún segist ótrúlega þakklát. „Allt þetta fólk sem hefur komið, ég segi bara ef það er ekki gleði, þátttaka og samvinna í anda baráttunnar sem við lögðum upp með þá veit ég ekki hvað. Þannig ég er bara þakklát og spennt.“ Hún segist telja að fylgi sitt hafi farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda sem hafi komið fram á sviðið. Hún bendir á að hún sé nýstirnið á sviðinu. Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
„Nóttin er ung, það er mikið eftir,“ segir Halla sem segist þakklátust fyrir fylgið frá unga fólkinu. Hún segir klútabyltinguna vera hafna og rifjar upp að hún hafi verið hálf slöpp í fyrstu kappræðunum. „Ég var kvefuð þegar fyrstu kappræðurnar voru, var raddlaus og ekki viss um að komast, setti klút um hálsinn, áður en ég vissi af voru allir farnir að ganga um með klút, strákar. Klútabyltingin er hafin og strákar og stelpur eru að taka þátt í því.“ Tekur niðurstöðunum af æðruleysi Katrín Jakobsdóttir segir niðurstöður í fyrstu tölum ekki svo fjarri því sem bent hafi til í síðustu skoðanakönnunum, þó fylgi Höllu Tómasdóttur komi á óvart. „Sem segir manni að það hefur mikið gerst og miklar sviptingar á síðustu dögum. Fyrst og fremst er ég þakklát fyrir þann meðbyr sem ég hef fundið fyrir í baráttunni. Mér finnst þetta hafa verið einstaklega mikið ævintýri, ég er rosalega sátt við baráttuna.“ Katrín segir ekki þýða að velta því fyrir sér að lágt fylgi hennar sé mögulega vegna þess að margir hafi verið henni reiðir fyrir að yfirgefa forsætisráðuneytið með þessum hætti. „Þeir sem voru ósáttastir við að ég fór voru ósáttastir við að ég var. Þetta er bara ákvörðun sem ég tók, ég sé ekki eftir henni, ég hefði séð miklu meira efitr því að hafa ekki gert þetta, svo að ég er bara sátt.“ Halla Hrund ótrúlega þakklát Halla Hrund Logadóttir bendir á að hún hafi verið í sinni allra fyrstu kosningabaráttu. Hún segist ótrúlega þakklát. „Allt þetta fólk sem hefur komið, ég segi bara ef það er ekki gleði, þátttaka og samvinna í anda baráttunnar sem við lögðum upp með þá veit ég ekki hvað. Þannig ég er bara þakklát og spennt.“ Hún segist telja að fylgi sitt hafi farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda sem hafi komið fram á sviðið. Hún bendir á að hún sé nýstirnið á sviðinu.
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira