Fólk hafi kosið taktískt gegn Katrínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júní 2024 01:49 Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist ánægður með kosningabaráttu Katrínar. Vísir Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og starfsmaður í kosningateymi Katrínar Jakobsdóttir segist telja alveg ljóst að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt í forsetakosningunum í ár. Þá telur hann mögulegt að stór hópur kjósenda hafi ekki hugnast átökin í kringum Katrínu sem hafi þó alltaf keyrt sína baráttu á jákvæðni. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttakona ræddi við Friðjón á kosningavöku Katrínar. Eins og fram hefur komið er Halla Tómasdóttir efst í öllum kjördæmum og hefur Katrín Jakobsdóttir sagt að hún telji allar líkur á að hún verði næsti forseti Íslands. Klippa: Fyrir vonbrigðum með tölur Katrínar Árásirnar hafi fælt frá „Þessar árásir sem Katrín varð fyrir og ekki síst frá fólki sem var í hennar eigin flokki og hennar eigin ranni fyrir örstuttu síðan, þær voru erfiðar og komu að ákveðnu leyti á óvart hversu hatrammar þær voru, þannig að kannski að einhverju leyti vildi fólk líka bara kjósa einhvern sem var óumdeildari og var þreytt á þessu veseni, þó það hafi aldrei verið einhver neikvæðni frá kosningabaráttu Katrínar. Ég get vel trúað því að eitthvað fólk hafi bara sagt: Heyrðu, kjósum bara frið hérna. “ segir Friðjón. Hann segir klárt að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt. Vitnar hann í ýmsar greinar sem skrifaðar hafi verið til höfuðs Katrínu. „Það var eiginlega sama hvern, þeir hefðu bara skipt út nöfnunum, það hefði verið Halla Hrund eða Halla Tómasdóttir eða Baldur eftir því hver var efstur í loka vikunni.“ Engin skrímsladeild Nú varstu í kosningateyminu hennar, eitthvað þar sem þið hefðuð getað gert betur? „Það er alltaf ef og hefði í öllum kosningabaráttum, meira að segja þeim sem gengu vel. Þannig að jú jú auðvitað er alltaf eitthvað sem maður hugsar: Ég hefði átt að gera þetta og ég hefði átt að gera hitt. Over det hele var þessi kosningabarátta vel framkvæmd, hún var jákvæð, hún var uppbyggileg, það var engin neikvæðni,“ segir Friðjón. „Það var engin skrímsladeild, við vorum bara að vinna með jákvæðni og heiðarleika alveg eins og Katrín sjálf vildi vera, þannig nei ég hefði ekki viljað fara út í einhverja neikvæða kosningabaráttu, alls ekki.“ Áhyggjuefni fyrir Gallup, Maskínu og Prósentu Friðjón segir spurður að honum finnist mikið fylgi Höllu Tómasdóttur miðað við skoðanakannanir vera áhyggjuefni fyrir skoðanakannanarfyrirtækin. „Af því að það er verið að taka þarna svipmyndir af því sem fólk ætlar sér að gera á kjördag, kannski breytti þátturinn í gær einhverju en það er ekki þannig finnst mér að hann breytti því í þá átt að þessi ofboðslega fylgisaukning varð þarna á lokadeginum,“ segir Friðjón. „Þetta gerðist svo sem fyrir átta árum líka að hún Halla Tómasdóttir bætti við sig níu prósentustigum frá síðustu könnun þannig ég skil það vel að hún hafi haldið ótrauð áfram og ekki hlustað á fólkið sem vildi að hún myndi hætta.“ Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttakona ræddi við Friðjón á kosningavöku Katrínar. Eins og fram hefur komið er Halla Tómasdóttir efst í öllum kjördæmum og hefur Katrín Jakobsdóttir sagt að hún telji allar líkur á að hún verði næsti forseti Íslands. Klippa: Fyrir vonbrigðum með tölur Katrínar Árásirnar hafi fælt frá „Þessar árásir sem Katrín varð fyrir og ekki síst frá fólki sem var í hennar eigin flokki og hennar eigin ranni fyrir örstuttu síðan, þær voru erfiðar og komu að ákveðnu leyti á óvart hversu hatrammar þær voru, þannig að kannski að einhverju leyti vildi fólk líka bara kjósa einhvern sem var óumdeildari og var þreytt á þessu veseni, þó það hafi aldrei verið einhver neikvæðni frá kosningabaráttu Katrínar. Ég get vel trúað því að eitthvað fólk hafi bara sagt: Heyrðu, kjósum bara frið hérna. “ segir Friðjón. Hann segir klárt að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt. Vitnar hann í ýmsar greinar sem skrifaðar hafi verið til höfuðs Katrínu. „Það var eiginlega sama hvern, þeir hefðu bara skipt út nöfnunum, það hefði verið Halla Hrund eða Halla Tómasdóttir eða Baldur eftir því hver var efstur í loka vikunni.“ Engin skrímsladeild Nú varstu í kosningateyminu hennar, eitthvað þar sem þið hefðuð getað gert betur? „Það er alltaf ef og hefði í öllum kosningabaráttum, meira að segja þeim sem gengu vel. Þannig að jú jú auðvitað er alltaf eitthvað sem maður hugsar: Ég hefði átt að gera þetta og ég hefði átt að gera hitt. Over det hele var þessi kosningabarátta vel framkvæmd, hún var jákvæð, hún var uppbyggileg, það var engin neikvæðni,“ segir Friðjón. „Það var engin skrímsladeild, við vorum bara að vinna með jákvæðni og heiðarleika alveg eins og Katrín sjálf vildi vera, þannig nei ég hefði ekki viljað fara út í einhverja neikvæða kosningabaráttu, alls ekki.“ Áhyggjuefni fyrir Gallup, Maskínu og Prósentu Friðjón segir spurður að honum finnist mikið fylgi Höllu Tómasdóttur miðað við skoðanakannanir vera áhyggjuefni fyrir skoðanakannanarfyrirtækin. „Af því að það er verið að taka þarna svipmyndir af því sem fólk ætlar sér að gera á kjördag, kannski breytti þátturinn í gær einhverju en það er ekki þannig finnst mér að hann breytti því í þá átt að þessi ofboðslega fylgisaukning varð þarna á lokadeginum,“ segir Friðjón. „Þetta gerðist svo sem fyrir átta árum líka að hún Halla Tómasdóttir bætti við sig níu prósentustigum frá síðustu könnun þannig ég skil það vel að hún hafi haldið ótrauð áfram og ekki hlustað á fólkið sem vildi að hún myndi hætta.“
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira