Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júní 2024 13:50 Björn Skúlason og Halla Tómasdóttir hafa verið saman í 25 ára en gift í tuttugu. Vísir/Vilhelm Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. „Ég er held ég enn að jafna mig. Þetta var ótrúlegur dagur í gær,“ segir Björn Skúlason, eiginmaður Höllu, sem er fyrsti karlmaki íslensks forseta, forsetaherra. Hann segist eins og Halla hafa fundið mikinn meðbyr og undiröldu. Hann sé að springa úr stolti og sé spenntur að takast á við þetta nýja hlutverk með Höllu. Yfir það heila hafi þetta verið stórkostleg upplifun og markmiðið hafi alltaf verið að heyja gleðilega baráttu og að vera sátt við það sem þau myndu fá. „Yfir það heila var þetta alveg stórkostleg upplifun,“ segir Björn og að markmiðið hafi „Draumaútkoman varð að veruleika. Við endum á Bessastöðum en ef það hefði ekki gerst þá hefðum við stigið sátt frá borði.“ Öll fjölskyldan saman. Björn, Auður Ína, Tómas Björn og Halla.Vísir/Vilhelm Björn tekur undir það sem kom fram í viðtali við Höllu fyrr í dag að kosningabaráttan nú hafi verið ólik þeirri sem fór fram árið 2016, fyrir þau persónulega. „Ég var miklu tilbúnari,“ segir Björn og að hann hafi ekki náð að taka mikið þátt síðast. Hann og börnin hafi lagt allt sitt í baráttuna núna. Börnin hafi verið á mótunarárum árið 2016 og eftir á að hyggja hefði það ekki endilega verið það besta fyrir þau, á þeim aldri, að eiga móður sem forseta. Hann segist spenntur að fara á Bessastaði en hann sé einnig afar spenntur fyrir því að ná að hvíla sig núna. „Þetta er búið að svakalegt ferðalag og við erum dálítið búin að vera á adrenalíninu í tvo mánuði,“ segir hann og að nú taki þau skref til baka til að átta sig almennilega á næstu skrefum. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Könnun Maskínu daginn fyrir kjördag staðfesti flugið á Höllu Tómasdóttur Könnun sem Maskína gerði daginn fyrir kjördag staðfesti að allar líkur væru á að Halla Tómasdóttir myndi bera sigur úr bítum í kosningunum. Maskínu þótti hins vegar ekki rétt að birta könnun á kjördag. 2. júní 2024 12:31 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
„Ég er held ég enn að jafna mig. Þetta var ótrúlegur dagur í gær,“ segir Björn Skúlason, eiginmaður Höllu, sem er fyrsti karlmaki íslensks forseta, forsetaherra. Hann segist eins og Halla hafa fundið mikinn meðbyr og undiröldu. Hann sé að springa úr stolti og sé spenntur að takast á við þetta nýja hlutverk með Höllu. Yfir það heila hafi þetta verið stórkostleg upplifun og markmiðið hafi alltaf verið að heyja gleðilega baráttu og að vera sátt við það sem þau myndu fá. „Yfir það heila var þetta alveg stórkostleg upplifun,“ segir Björn og að markmiðið hafi „Draumaútkoman varð að veruleika. Við endum á Bessastöðum en ef það hefði ekki gerst þá hefðum við stigið sátt frá borði.“ Öll fjölskyldan saman. Björn, Auður Ína, Tómas Björn og Halla.Vísir/Vilhelm Björn tekur undir það sem kom fram í viðtali við Höllu fyrr í dag að kosningabaráttan nú hafi verið ólik þeirri sem fór fram árið 2016, fyrir þau persónulega. „Ég var miklu tilbúnari,“ segir Björn og að hann hafi ekki náð að taka mikið þátt síðast. Hann og börnin hafi lagt allt sitt í baráttuna núna. Börnin hafi verið á mótunarárum árið 2016 og eftir á að hyggja hefði það ekki endilega verið það besta fyrir þau, á þeim aldri, að eiga móður sem forseta. Hann segist spenntur að fara á Bessastaði en hann sé einnig afar spenntur fyrir því að ná að hvíla sig núna. „Þetta er búið að svakalegt ferðalag og við erum dálítið búin að vera á adrenalíninu í tvo mánuði,“ segir hann og að nú taki þau skref til baka til að átta sig almennilega á næstu skrefum.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Könnun Maskínu daginn fyrir kjördag staðfesti flugið á Höllu Tómasdóttur Könnun sem Maskína gerði daginn fyrir kjördag staðfesti að allar líkur væru á að Halla Tómasdóttir myndi bera sigur úr bítum í kosningunum. Maskínu þótti hins vegar ekki rétt að birta könnun á kjördag. 2. júní 2024 12:31 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Könnun Maskínu daginn fyrir kjördag staðfesti flugið á Höllu Tómasdóttur Könnun sem Maskína gerði daginn fyrir kjördag staðfesti að allar líkur væru á að Halla Tómasdóttir myndi bera sigur úr bítum í kosningunum. Maskínu þótti hins vegar ekki rétt að birta könnun á kjördag. 2. júní 2024 12:31