Lífið

Steinunn vill fá Ás­dísi með sér í „Kynbombuflokkinn“

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Erum við að fara að sjá nýjan stjórnmálaflokk fyrir kosningarnar á næsta ári?
Erum við að fara að sjá nýjan stjórnmálaflokk fyrir kosningarnar á næsta ári? Anton Brink

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leggur til að hún og Ásdís Rán Gunnarsdóttir stofni stjórnmálaflokk að nafni Kynbombuflokkurinn í kveðju sem hún birtir til Ásdísar á Facebook. 

Eins og flestum er kunnugt voru Steinunn og Ásdís Rán báðar í framboði til forseta í ár og virðast hafa myndað náin tengsl á þeim tíma sem þær voru í kosningabaráttunni. Þrátt fyrir að hvorug þeirra hafi tekið forystu er óhætt að segja að þær hafi lífgað upp á baráttuna. 

„Elsku Ásdís Rán Gunnarsdóttir, það er lagt hart að mér að fara í stjórnmálin en eftir að hafa kynnst þér og þinni einstæðu lífssýn þá væri lang eðlilegast að stofna Kynbombuflokkinn.

Það er nefnilega sexy að berjast fyrir réttlætinu, fegurðinni og gleðinni og manngæskunni. Réttlæti fyrir alla en ekki bara fyrir útvalda þóknanlega. Hugsaðu málið elskan! Þú getur allt!“ skrifar Steinunn á Facebook. 

Steinunn óskaði Höllu Tómasdóttur einnig til hamingju með sigurinn fyrr í dag og sagði hana munu verða „fíneríis-forseta.“ 

„Ég met fólk aðeins af einu. Hvernig það kemur fram við aðra. Halla er hlý og nærgætin, tekur sig hæfilega alvarlega og það gott að vera nálægt henni. Og hún hlustar þegar maður talar við hana. Svo hefur hún húmor fyrir sjálfri sér og ekki uppfull af mainstream kreddum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.