Vann sitt fyrsta PGA-mót með pabba sinn sem kylfusvein Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2024 10:30 Robert MacIntyre eldri og yngri. getty/Julian Avram Skoski kylfingurinn Robert MacIntyre vann sitt fyrsta PGA-mót þegar hann hrósaði sigri á RBC Canadian Open um helgina. Kylfusveinn hans var ekki af verri gerðinni. MacIntyre var með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn í gær en hún hvarf fljótlega. Mikil spenna var því á lokahringnum en MacIntyre náði að landa sigrinum. Hann lék samtals á sextán höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn Ben Griffin varð annar á fimmtán höggum undir pari. MacIntyre fékk góðan stuðning á lokasprettinum á Opna kanadíska því faðir hans, Robert MacIntyre eldri, var kylfusveinn hjá stráknum. „Ég vildi vinna þetta fyrir pabba minn, manninn sem kenndi mér golfið, og ég trúi ekki að ég hafi gert það með hann sem kylfusvein. Þetta hefur svo mikla þýðingu fyrir mig og fjölskyldu mína, kærustuna mína og liðið mitt,“ sagði MacIntyre. Pabbi hans var einnig sáttur. Hann er ekki vanur kylfusveinn en hann starfar sem vallarstjóri á golfvelli. „Þetta var ótrúlegt. Ég er vallarstjóri, ekki kylfusveinn. Síðasta laugardag sat ég á sófanum heima og hugsaði hvort ég gæti brugðið mér frá því ég væri upptekinn í vinnu. Klukkan átta næsta morgun er ég kominn upp í flugvél á leið hingað og vá,“ sagði MacIntyre eldri. Með sigrinum á Opna kanadíska tryggði sonur hans sér þátttökurétt á Opna bandaríska meistaramótinu sem hefst 13. júní næstkomandi. Golf Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
MacIntyre var með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn í gær en hún hvarf fljótlega. Mikil spenna var því á lokahringnum en MacIntyre náði að landa sigrinum. Hann lék samtals á sextán höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn Ben Griffin varð annar á fimmtán höggum undir pari. MacIntyre fékk góðan stuðning á lokasprettinum á Opna kanadíska því faðir hans, Robert MacIntyre eldri, var kylfusveinn hjá stráknum. „Ég vildi vinna þetta fyrir pabba minn, manninn sem kenndi mér golfið, og ég trúi ekki að ég hafi gert það með hann sem kylfusvein. Þetta hefur svo mikla þýðingu fyrir mig og fjölskyldu mína, kærustuna mína og liðið mitt,“ sagði MacIntyre. Pabbi hans var einnig sáttur. Hann er ekki vanur kylfusveinn en hann starfar sem vallarstjóri á golfvelli. „Þetta var ótrúlegt. Ég er vallarstjóri, ekki kylfusveinn. Síðasta laugardag sat ég á sófanum heima og hugsaði hvort ég gæti brugðið mér frá því ég væri upptekinn í vinnu. Klukkan átta næsta morgun er ég kominn upp í flugvél á leið hingað og vá,“ sagði MacIntyre eldri. Með sigrinum á Opna kanadíska tryggði sonur hans sér þátttökurétt á Opna bandaríska meistaramótinu sem hefst 13. júní næstkomandi.
Golf Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira