Segja tíma SÍS hafa verið „sóað í sýndarsamráð“ um gjaldfrjálsar skólamáltíðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. júní 2024 06:53 Gjaldfrjálsar skólamáltíðir voru ein af forsendum kjarasamninga í vor. Getty Tíma stjórnarmanna og starfsmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga var „sóað í sýndarsamráð“ þar sem ekkert tillit var tekið til athugasemda eða leiða til að sætta mismunandi sjónarmið varðandi gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Þetta segir í umsögn sambandsins um frumvarp innviðaráðherra um gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem ríkisstjórnin og sambandið gerðu samning um til að greiða fyrir langtímakjarasamningum. Mikil óánægja var með samkomulagið innan sambandsins, sem fékk það í gegn að settur yrði á fót starfshópur til að útfæra verkefnið. Í umsögninni segir að frumvarpið hafi hins vegar á endanum verið samið af aðila sem sat engan fund starfshópsins né tók tillit til vinnu hans. Sambandið lagði til að mynda til að kveðið yrði á um það í frumvarpinu að upphæðin til verkefnisins yrði endurskoðuðu árlega og að það yrði ekki gerð krafa um að sveitarfélögin sendu inn upplýsingar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir heldur fengju öll greitt samkvæmt nemendafjölda. Ekkert hafi verið komið til móts við athugasemdir sambandsins. „Þvert á móti var gengið lengra og upphæðin sem ríkið ætlar að leggja til verkefninsins tekin út úr frumvarpinu, að kröfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, með þeim rökum að hún ætti að koma á fjárlögum hvers árs en ekki í bráðabirgðaákvæði við lög um tekjustofna sveitarfélaga. Lýstu fulltrúar sveitarfélaganna yfir verulegum vonbrigðum með þá niðurstöðu,“ segir í umsögninni. Samband íslenskra sveitarfélaga leggst þannig gegn samþykkt frumvarpsins í óbreyttri mynd og óskar eftir samstarfi við þingnefndir um breytingar. „Verulegar áhyggjur eru af því koma eigi kostnaði vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða smátt og smátt yfir á sveitarfélögin en gagnrýni sveitarfélaganna hefur að mestu einmitt snúist um það. Frumvarpið gefur heimild til ríkisins til að ákveða framlag ríkisins árlega í fjárlögum. Ef sú fjárhæð dugar ekki til að mæta 75% hlutanum þá eykst kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga án þess að þau hafi tækifæri til að bregðast við því,“ segir í niðurlagi umsagnarinnar. Kjaraviðræður 2023-24 Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira
Þetta segir í umsögn sambandsins um frumvarp innviðaráðherra um gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem ríkisstjórnin og sambandið gerðu samning um til að greiða fyrir langtímakjarasamningum. Mikil óánægja var með samkomulagið innan sambandsins, sem fékk það í gegn að settur yrði á fót starfshópur til að útfæra verkefnið. Í umsögninni segir að frumvarpið hafi hins vegar á endanum verið samið af aðila sem sat engan fund starfshópsins né tók tillit til vinnu hans. Sambandið lagði til að mynda til að kveðið yrði á um það í frumvarpinu að upphæðin til verkefnisins yrði endurskoðuðu árlega og að það yrði ekki gerð krafa um að sveitarfélögin sendu inn upplýsingar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir heldur fengju öll greitt samkvæmt nemendafjölda. Ekkert hafi verið komið til móts við athugasemdir sambandsins. „Þvert á móti var gengið lengra og upphæðin sem ríkið ætlar að leggja til verkefninsins tekin út úr frumvarpinu, að kröfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, með þeim rökum að hún ætti að koma á fjárlögum hvers árs en ekki í bráðabirgðaákvæði við lög um tekjustofna sveitarfélaga. Lýstu fulltrúar sveitarfélaganna yfir verulegum vonbrigðum með þá niðurstöðu,“ segir í umsögninni. Samband íslenskra sveitarfélaga leggst þannig gegn samþykkt frumvarpsins í óbreyttri mynd og óskar eftir samstarfi við þingnefndir um breytingar. „Verulegar áhyggjur eru af því koma eigi kostnaði vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða smátt og smátt yfir á sveitarfélögin en gagnrýni sveitarfélaganna hefur að mestu einmitt snúist um það. Frumvarpið gefur heimild til ríkisins til að ákveða framlag ríkisins árlega í fjárlögum. Ef sú fjárhæð dugar ekki til að mæta 75% hlutanum þá eykst kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga án þess að þau hafi tækifæri til að bregðast við því,“ segir í niðurlagi umsagnarinnar.
Kjaraviðræður 2023-24 Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira