Treystir sér ekki að skoða myndir sem teknar voru rétt eftir samstuðið Stefán Árni Pálsson skrifar 5. júní 2024 08:00 Eiður Gauti virðist ekki hafa fengið heilahristing. vísir/bjarni Framherji HK missti tvær tennur og sauma þurfti þrjátíu spor þegar hann lenti í samstuði við samherja sinn í Bestu deildinni um helgina. Eiður Gauti Sæbjörnsson og Magnús Arnar Pétursson lentu í samstuði í leik HK og Breiðabliks eftir aðeins níu sekúndna leik um helgina. Eiður slasaðist illa og segist hann ekki muna mikið eftir atvikinu. „Ég man í rauninni eftir öllu fram að högginu og man alveg eftir því að ég sé boltann, ætla flikka honum fyrir aftan mig en svo er í rauninni allt svart eftir það. Ég man bara pínulítið eftir því hvað gerist í bílnum á leiðinni upp á slysó og man að ég var bara að bulla eitthvað á leiðinni og ég vissi ekki einu sinni hvaða dagur var, eða á móti hverjum ég var að keppa. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri í HK,“ segir Eiður. Eiður spurði kærustuna sína hvernig staðan á andlitinu væri rétt eftir slysið. Hún vissi ekki alveg hvernig ætti að svara þeirri spurningu, því útlitið var ekki gott. Heppinn að eiga kærustu „Það eru til myndir af mér þegar ég er þarna í stólnum og það er verið að gera við kjaftinn á mér. Ég hef ekki enn þá viljað sjá þær og mig langar ekkert sérstaklega að sjá þetta. Ég er kannski bara heppinn að eiga kærustu og þarf því kannski ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu.“ Tennurnar tvær fóru í gegnum efri vör Eiðs og brotnuðu í kjölfarið. „Ég ætla byrja á því að segja að ég er ógeðslega heppinn í þessari óheppni. Pabbi er tannlæknir og mamma hjúkrunarfræðingur. Þau komu bara strax niður og kíktu á þetta, tóku upp símann og hringdu í besta munn- og kjálkaskurðlækni landsins, Sævar Pétursson, og komu mér beint í hendur hans. Það fyrsta sem hann gerir er að sauma vörina að innan og utan bara til að fá vinnufrið til að troða tönnunum aftur upp í kjaftinn á mér og setja síðan teina á mig. Ég er bara ótrúlega þakklátur, þó það sé enginn heppni að lenda í þessu þá er ég allavega með þetta fólk í kringum mig sem gat tjaslað mér saman.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Eið frá því í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Besta deild karla HK Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
Eiður Gauti Sæbjörnsson og Magnús Arnar Pétursson lentu í samstuði í leik HK og Breiðabliks eftir aðeins níu sekúndna leik um helgina. Eiður slasaðist illa og segist hann ekki muna mikið eftir atvikinu. „Ég man í rauninni eftir öllu fram að högginu og man alveg eftir því að ég sé boltann, ætla flikka honum fyrir aftan mig en svo er í rauninni allt svart eftir það. Ég man bara pínulítið eftir því hvað gerist í bílnum á leiðinni upp á slysó og man að ég var bara að bulla eitthvað á leiðinni og ég vissi ekki einu sinni hvaða dagur var, eða á móti hverjum ég var að keppa. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri í HK,“ segir Eiður. Eiður spurði kærustuna sína hvernig staðan á andlitinu væri rétt eftir slysið. Hún vissi ekki alveg hvernig ætti að svara þeirri spurningu, því útlitið var ekki gott. Heppinn að eiga kærustu „Það eru til myndir af mér þegar ég er þarna í stólnum og það er verið að gera við kjaftinn á mér. Ég hef ekki enn þá viljað sjá þær og mig langar ekkert sérstaklega að sjá þetta. Ég er kannski bara heppinn að eiga kærustu og þarf því kannski ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu.“ Tennurnar tvær fóru í gegnum efri vör Eiðs og brotnuðu í kjölfarið. „Ég ætla byrja á því að segja að ég er ógeðslega heppinn í þessari óheppni. Pabbi er tannlæknir og mamma hjúkrunarfræðingur. Þau komu bara strax niður og kíktu á þetta, tóku upp símann og hringdu í besta munn- og kjálkaskurðlækni landsins, Sævar Pétursson, og komu mér beint í hendur hans. Það fyrsta sem hann gerir er að sauma vörina að innan og utan bara til að fá vinnufrið til að troða tönnunum aftur upp í kjaftinn á mér og setja síðan teina á mig. Ég er bara ótrúlega þakklátur, þó það sé enginn heppni að lenda í þessu þá er ég allavega með þetta fólk í kringum mig sem gat tjaslað mér saman.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Eið frá því í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi.
Besta deild karla HK Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira