Menning

Þau eru til­nefnd til Ís­nálarinnar í ár

Atli Ísleifsson skrifar
Verðlaunin eru veitt fyrir best þýddu glæpasöguna sem gefin var út árið 2023.
Verðlaunin eru veitt fyrir best þýddu glæpasöguna sem gefin var út árið 2023. Vísir/Vilhelm

Fimm þýðendur hafa verið tilnefndir til Ísnálarinnar 2024 en verðlaunin eru veitt fyrir best þýddu glæpasöguna sem gefin var út árið 2023.

Í tilkynningu frá Bandalagi þýðenda og túlka segir að þau fimm sem tilnefnd eru séu:

  • Elín Guðmundsdóttir fyrir þýðingu sína Beinaslóð, eftir Johan Theorin. Útgefandi Ugla útgáfa.
  • Friðrika Benónýsdóttir fyrir þýðingu sína Veðrafjall, eftir Liza Marklund. Útgefandi Ugla útgáfa.
  • Helgi Ingólfsson fyrir þýðingu sína Þýsk sálumessa, eftir Philip Kerr. Útgefandi: Sæmundur útgáfa.
  • Jón Hallur Stefánsson fyrir þýðingu sína Hundaheppni, eftir Lee Child. Útgefandi: JPV útgáfa.
  • Jón St. Kristjánsson fyrir þýðingu sína Fulltrúi afbrýðinnar og fleiri sögur, eftir Jo Nesbø. Útgefandi: JPV útgáfa.

Ísnálin er samstarfsverkefni Bandalags þýðenda og túlka, Hins íslenska glæpafélags og Þýðingaseturs Háskóla Íslands, en verðlaunahafi verður kynntur næstkomandi föstudag klukkan 16:00 á Torginu, Borgarbókasafninu – Grófinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×