Svona er Þjóðhátíðarlagið 2024 Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. júní 2024 12:32 Jóhanna Guðrún segist lengi hafa dreymt um að fá að flytja Þjóðhátíðarlagið. Einar Birgir Einarsson Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár ásamt karlakórnum Fjallabræður. Lagið heitir Töfrar og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni. Líkt og allir vita fer Þjóðhátíð að venju fram um verslunarmannahelgina í Herjólfsdal. Í ár eru 150 ár liðin frá því að Eyjamenn héldu sína fyrstu Þjóðhátíð og því ljóst að hátíðin verður sérlega vegleg í ár. Þetta er í þriðja skipti frá upphafi Þjóðhátíðar sem lagið er samið og flutt af konu. „Ég er svo spennt og þakklát að fá að vera með og ég þakka innilega fyrir að mér sé treyst fyrir svona dýrmætu verkefni. Það er gríðarlega mikill heiður að fá að vera hluti af 150 ára sögu Þjóðhátíðar og ég get ekki beðið eftir að heyra brekkuna syngja með mér,“ segir Jóhanna Guðrún. Einar Birgir Einarsson „Ég man hvar ég stóð í stofunni minni og horfði út um gluggann þegar Þjóðhátíðarnefnd hringdi í mig og bað mig um að taka þátt í þessu verkefni, þetta var auðveldasta já í heimi og mun alltaf vera augnablik sem ég mun muna eftir, hvar ég var og hvað ég var að gera. Þetta er eitt af þessum kjarna augnablikum í lífinu,“ segir Jóhanna Guðrún sem kveðst hafa dreymt lengi um að taka verkefni að sér. Lag og texti er samin af tónlistarmönnunum Klöru Elíasdóttur og Halldóri Gunnari Pálssyni sem einnig sáu um útsetningu og upptökustjórn. Lagið var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Lagið og viðtalið við Jóhönnu má heyra í spilaranum hér að neðan. Lagið hefst á mínútu 06:22: Fyrsta listafólkið sem tilkynnt hefur verið að stigi á svið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eru GDRN og Patrik Atlason. Miðasala á hátíðina er hafin og kostar dagspassinn rúmar tuttugu þúsund krónur. Helgarpassinn er á 29.990 krónur og VIP passinn er á 39.990 krónur. Tónlist FM957 Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Brennslan Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún semur og flytur Þjóðhátíðarlagið 2024 Tónlistargyðjan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir flytur og semur Þjóðhátíðarlagið 2024. Þetta var opinberað í skemmtiþætti þjóðarinnar FM95Blö á útvarpsstöðinni FM957 nú síðdegis. 5. apríl 2024 17:30 Fyrstu tónlistarmennirnir á Þjóðhátíð í ár tilkynntir Miðasala á Þjóðhátíð í Eyjum er hafin. Þá var greint frá fyrstu tónlistarmönnunum sem munu stíga á svið á hátíðinni í ár í beinni útsendingu í Brennslunni á FM957 í morgun. 1. mars 2024 11:45 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
Líkt og allir vita fer Þjóðhátíð að venju fram um verslunarmannahelgina í Herjólfsdal. Í ár eru 150 ár liðin frá því að Eyjamenn héldu sína fyrstu Þjóðhátíð og því ljóst að hátíðin verður sérlega vegleg í ár. Þetta er í þriðja skipti frá upphafi Þjóðhátíðar sem lagið er samið og flutt af konu. „Ég er svo spennt og þakklát að fá að vera með og ég þakka innilega fyrir að mér sé treyst fyrir svona dýrmætu verkefni. Það er gríðarlega mikill heiður að fá að vera hluti af 150 ára sögu Þjóðhátíðar og ég get ekki beðið eftir að heyra brekkuna syngja með mér,“ segir Jóhanna Guðrún. Einar Birgir Einarsson „Ég man hvar ég stóð í stofunni minni og horfði út um gluggann þegar Þjóðhátíðarnefnd hringdi í mig og bað mig um að taka þátt í þessu verkefni, þetta var auðveldasta já í heimi og mun alltaf vera augnablik sem ég mun muna eftir, hvar ég var og hvað ég var að gera. Þetta er eitt af þessum kjarna augnablikum í lífinu,“ segir Jóhanna Guðrún sem kveðst hafa dreymt lengi um að taka verkefni að sér. Lag og texti er samin af tónlistarmönnunum Klöru Elíasdóttur og Halldóri Gunnari Pálssyni sem einnig sáu um útsetningu og upptökustjórn. Lagið var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Lagið og viðtalið við Jóhönnu má heyra í spilaranum hér að neðan. Lagið hefst á mínútu 06:22: Fyrsta listafólkið sem tilkynnt hefur verið að stigi á svið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eru GDRN og Patrik Atlason. Miðasala á hátíðina er hafin og kostar dagspassinn rúmar tuttugu þúsund krónur. Helgarpassinn er á 29.990 krónur og VIP passinn er á 39.990 krónur.
Tónlist FM957 Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Brennslan Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún semur og flytur Þjóðhátíðarlagið 2024 Tónlistargyðjan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir flytur og semur Þjóðhátíðarlagið 2024. Þetta var opinberað í skemmtiþætti þjóðarinnar FM95Blö á útvarpsstöðinni FM957 nú síðdegis. 5. apríl 2024 17:30 Fyrstu tónlistarmennirnir á Þjóðhátíð í ár tilkynntir Miðasala á Þjóðhátíð í Eyjum er hafin. Þá var greint frá fyrstu tónlistarmönnunum sem munu stíga á svið á hátíðinni í ár í beinni útsendingu í Brennslunni á FM957 í morgun. 1. mars 2024 11:45 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
Jóhanna Guðrún semur og flytur Þjóðhátíðarlagið 2024 Tónlistargyðjan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir flytur og semur Þjóðhátíðarlagið 2024. Þetta var opinberað í skemmtiþætti þjóðarinnar FM95Blö á útvarpsstöðinni FM957 nú síðdegis. 5. apríl 2024 17:30
Fyrstu tónlistarmennirnir á Þjóðhátíð í ár tilkynntir Miðasala á Þjóðhátíð í Eyjum er hafin. Þá var greint frá fyrstu tónlistarmönnunum sem munu stíga á svið á hátíðinni í ár í beinni útsendingu í Brennslunni á FM957 í morgun. 1. mars 2024 11:45