Svona er Þjóðhátíðarlagið 2024 Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. júní 2024 12:32 Jóhanna Guðrún segist lengi hafa dreymt um að fá að flytja Þjóðhátíðarlagið. Einar Birgir Einarsson Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár ásamt karlakórnum Fjallabræður. Lagið heitir Töfrar og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni. Líkt og allir vita fer Þjóðhátíð að venju fram um verslunarmannahelgina í Herjólfsdal. Í ár eru 150 ár liðin frá því að Eyjamenn héldu sína fyrstu Þjóðhátíð og því ljóst að hátíðin verður sérlega vegleg í ár. Þetta er í þriðja skipti frá upphafi Þjóðhátíðar sem lagið er samið og flutt af konu. „Ég er svo spennt og þakklát að fá að vera með og ég þakka innilega fyrir að mér sé treyst fyrir svona dýrmætu verkefni. Það er gríðarlega mikill heiður að fá að vera hluti af 150 ára sögu Þjóðhátíðar og ég get ekki beðið eftir að heyra brekkuna syngja með mér,“ segir Jóhanna Guðrún. Einar Birgir Einarsson „Ég man hvar ég stóð í stofunni minni og horfði út um gluggann þegar Þjóðhátíðarnefnd hringdi í mig og bað mig um að taka þátt í þessu verkefni, þetta var auðveldasta já í heimi og mun alltaf vera augnablik sem ég mun muna eftir, hvar ég var og hvað ég var að gera. Þetta er eitt af þessum kjarna augnablikum í lífinu,“ segir Jóhanna Guðrún sem kveðst hafa dreymt lengi um að taka verkefni að sér. Lag og texti er samin af tónlistarmönnunum Klöru Elíasdóttur og Halldóri Gunnari Pálssyni sem einnig sáu um útsetningu og upptökustjórn. Lagið var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Lagið og viðtalið við Jóhönnu má heyra í spilaranum hér að neðan. Lagið hefst á mínútu 06:22: Fyrsta listafólkið sem tilkynnt hefur verið að stigi á svið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eru GDRN og Patrik Atlason. Miðasala á hátíðina er hafin og kostar dagspassinn rúmar tuttugu þúsund krónur. Helgarpassinn er á 29.990 krónur og VIP passinn er á 39.990 krónur. Tónlist FM957 Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Brennslan Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún semur og flytur Þjóðhátíðarlagið 2024 Tónlistargyðjan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir flytur og semur Þjóðhátíðarlagið 2024. Þetta var opinberað í skemmtiþætti þjóðarinnar FM95Blö á útvarpsstöðinni FM957 nú síðdegis. 5. apríl 2024 17:30 Fyrstu tónlistarmennirnir á Þjóðhátíð í ár tilkynntir Miðasala á Þjóðhátíð í Eyjum er hafin. Þá var greint frá fyrstu tónlistarmönnunum sem munu stíga á svið á hátíðinni í ár í beinni útsendingu í Brennslunni á FM957 í morgun. 1. mars 2024 11:45 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Líkt og allir vita fer Þjóðhátíð að venju fram um verslunarmannahelgina í Herjólfsdal. Í ár eru 150 ár liðin frá því að Eyjamenn héldu sína fyrstu Þjóðhátíð og því ljóst að hátíðin verður sérlega vegleg í ár. Þetta er í þriðja skipti frá upphafi Þjóðhátíðar sem lagið er samið og flutt af konu. „Ég er svo spennt og þakklát að fá að vera með og ég þakka innilega fyrir að mér sé treyst fyrir svona dýrmætu verkefni. Það er gríðarlega mikill heiður að fá að vera hluti af 150 ára sögu Þjóðhátíðar og ég get ekki beðið eftir að heyra brekkuna syngja með mér,“ segir Jóhanna Guðrún. Einar Birgir Einarsson „Ég man hvar ég stóð í stofunni minni og horfði út um gluggann þegar Þjóðhátíðarnefnd hringdi í mig og bað mig um að taka þátt í þessu verkefni, þetta var auðveldasta já í heimi og mun alltaf vera augnablik sem ég mun muna eftir, hvar ég var og hvað ég var að gera. Þetta er eitt af þessum kjarna augnablikum í lífinu,“ segir Jóhanna Guðrún sem kveðst hafa dreymt lengi um að taka verkefni að sér. Lag og texti er samin af tónlistarmönnunum Klöru Elíasdóttur og Halldóri Gunnari Pálssyni sem einnig sáu um útsetningu og upptökustjórn. Lagið var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Lagið og viðtalið við Jóhönnu má heyra í spilaranum hér að neðan. Lagið hefst á mínútu 06:22: Fyrsta listafólkið sem tilkynnt hefur verið að stigi á svið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eru GDRN og Patrik Atlason. Miðasala á hátíðina er hafin og kostar dagspassinn rúmar tuttugu þúsund krónur. Helgarpassinn er á 29.990 krónur og VIP passinn er á 39.990 krónur.
Tónlist FM957 Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Brennslan Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún semur og flytur Þjóðhátíðarlagið 2024 Tónlistargyðjan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir flytur og semur Þjóðhátíðarlagið 2024. Þetta var opinberað í skemmtiþætti þjóðarinnar FM95Blö á útvarpsstöðinni FM957 nú síðdegis. 5. apríl 2024 17:30 Fyrstu tónlistarmennirnir á Þjóðhátíð í ár tilkynntir Miðasala á Þjóðhátíð í Eyjum er hafin. Þá var greint frá fyrstu tónlistarmönnunum sem munu stíga á svið á hátíðinni í ár í beinni útsendingu í Brennslunni á FM957 í morgun. 1. mars 2024 11:45 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Jóhanna Guðrún semur og flytur Þjóðhátíðarlagið 2024 Tónlistargyðjan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir flytur og semur Þjóðhátíðarlagið 2024. Þetta var opinberað í skemmtiþætti þjóðarinnar FM95Blö á útvarpsstöðinni FM957 nú síðdegis. 5. apríl 2024 17:30
Fyrstu tónlistarmennirnir á Þjóðhátíð í ár tilkynntir Miðasala á Þjóðhátíð í Eyjum er hafin. Þá var greint frá fyrstu tónlistarmönnunum sem munu stíga á svið á hátíðinni í ár í beinni útsendingu í Brennslunni á FM957 í morgun. 1. mars 2024 11:45