Viðskipti innlent

Ráðinn tækni- og þróunar­stjóri D­efend Iceland

Atli Ísleifsson skrifar
Markús Kötterheinrich.
Markús Kötterheinrich. Defend Iceland

Markús Kötterheinrich hefur verið ráðinn tækni- og þróunarstjóri hjá Defend Iceland og verður hann hluti af stofnteymi fyrirtækisins. Hann stundaði nám í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.

Frá þessu segir í tilkynningu. Þar kemur fram að áður en Markús gekk til liðs við Defend Iceland hafi hann starfað hjá Valitor, núna Rapyd Europe, þar sem hann hafi sinnt hugbúnaðarþróun í lykilkerfum fyrirtækisins bæði á kortaútgáfu- og á færsluhirðingarsviði.

„Þar áður starfaði Markús sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þar hannaði hann, stýrði og leiddi þróun á hugbúnaðarkerfi fyrir gjaldtöku á hraðhleðslustöðvum Orku náttúrunnar, sem stuðlaði að bættum þjónustumöguleikum fyrir notendur rafbíla.

Auk þess hefur Markús starfað hjá Creditinfo, þar sem hann vann að öllum helstu hugbúnaðarkerfum fyrirtækisins og leiddi meðal annars hönnun og þróun á greiðslumatskerfi og Fjölmiðlavaktinni,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×