Fótbolti

Conte kynntur til leiks hjá Napoli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Antonio Conte er nýr knattspyrnustjóri Napoli.
Antonio Conte er nýr knattspyrnustjóri Napoli. Andrew Matthews/PA Images via Getty Images

Antonio Conte, fyrrverandi knattspyrnustjóri Chelsea og Tottenham, hefur verið kynntur til leiks sem nýr stjóri ítalska félagsins Napoli.

Conte skrifar undir þriggja ára samning við Napoli, en hann hefur verið án starfs síðan hann lét af störfum sem stjóri Tottenham í mars á síðasta ári. Hann hafði þá stýrt liðinu í aðeins 16 mánuði.

Ítalinn náði ekki þeim árangri sem vonast var til er hann stýrði Tottenham, en þrátt fyrir það hefur Conte átt afar farsælan feril sem knattspyrnustjóri. Hann vann ensku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili með Chelsea 2016-2017 og FA bikarinn ári síðar.

Þá hefur hann gert Juventus að ítölskum meisturum í þrígang, ásamt því að vinna ítölsku deildina og Evrópudeildina sem stjóri Inter.

Conte færnokkuð strembið verkefni hjá Napoli, en liðið hafnaði í tíunda sæti ítölsku deildarinnar á nýafstöðnu tímabili eftir að hafa fagnað ítalska meistaratitlinum árið áður.

Árangur liðsins á tímabilinu varð til þess að Francesco Calzona tók við sem bráðabirgðastjóri í febrúar eftir að Walter Mazzarri var látinn taka poka sinn.


Tengdar fréttir

Tekur við Napoli og verður sá launa­hæsti í sögunni

Antonio Conte verður næsti þjálfari Napoli í Serie A deildinni á Ítalíu en Sky Italia greinir frá málinu. Conte hefur verið atvinnulaus síðan hann hætti hjá Tottenham í mars á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×