Biden herðir tökin á landamærum í aðdraganda kosninga Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2024 16:35 Biden kynnti landamæraaðgerðir sínar á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. AP/Manuel Balce Ceneta Förufólki sem kemur ólöglega til Bandaríkin yfir landamærin að Mexíkó verður bannað að sækja um hæli og verður snögglega vísað úr landi samkvæmt tilskipun sem Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf út í gær. Innflytjendamál brenna einna heitast á kjósendum fyrir forsetakosningar sem fara fram í haust. Tilskipunin tekur gildi skömmu eftir miðnætti að staðartíma í nótt. Undantekningar eru fyrir fylgdarlaus börn, alvarlega veikt fólk og þá sem eru taldir í hættu eða fórnarlömb mansals, að því er kemur fram í frétt Reuters. Biden sagði að þeir sem vildu sækja um hæli í Bandaríkjunum gætu gert það með því að bóka tíma í gegnum snjallforrit eða með öðrum löglegum hætti. „Þessi aðgerð hjálpar okkur að ná tökum á landamærunum og koma aftur á röð og reglu í leiðinni. Bannið verður í gildi þar til þeim sem reyna að komast ólöglega inn fækkar nægilega til þess að kerfið okkar ráði við það,“ sagði Biden á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Þegar Biden tók við af Donald Trump hét hann því að milda harðlínustefnu forvera síns í innflytjendamálum, ekki síst þeirri að stía í sundur fjölskyldum sem komu yfir landamærin. Síðan þá hefur Biden þurft að glíma við mikla fjölgun fólks sem fer ólöglega yfir landamærin. Repúblikanar, og sumir demókratar, gáfu lítið fyrir útspil Biden. Þeir fyrrnefndu telja aðgerðirnar ekki hrökkva til en þeir síðarnefndu telja Biden hafa fært sig of nærri Trump í málaflokknum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir áhyggjum af því að reglurnar þýddu að fólk sem þyrfti á alþjóðlegri vernd að halda yrði meinað um hana. Flokkarnir tveir í öldungadeild Bandaríkjaþings náðu þverpólitísku samkomulagi um hertar aðgerðir á landamærunum með stuðningi Biden í vetur. Repúblikanar í fulltrúadeildinni drápu frumvarpið að kröfu Trump sem vildi ekki að Biden gæti stært sig af árangri í landamæramálunum á kosningaári. Skoðanakannanir benda til þess að kjósendur treysti Trump mun betur fyrir landamærunum en Biden. Biden sagðist helst vilja koma í gegn varanlegum lögum um landamærin en andstaða repúblikana þvingaði hann til þess að grípa til einhliða aðgerða. Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Tilskipunin tekur gildi skömmu eftir miðnætti að staðartíma í nótt. Undantekningar eru fyrir fylgdarlaus börn, alvarlega veikt fólk og þá sem eru taldir í hættu eða fórnarlömb mansals, að því er kemur fram í frétt Reuters. Biden sagði að þeir sem vildu sækja um hæli í Bandaríkjunum gætu gert það með því að bóka tíma í gegnum snjallforrit eða með öðrum löglegum hætti. „Þessi aðgerð hjálpar okkur að ná tökum á landamærunum og koma aftur á röð og reglu í leiðinni. Bannið verður í gildi þar til þeim sem reyna að komast ólöglega inn fækkar nægilega til þess að kerfið okkar ráði við það,“ sagði Biden á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Þegar Biden tók við af Donald Trump hét hann því að milda harðlínustefnu forvera síns í innflytjendamálum, ekki síst þeirri að stía í sundur fjölskyldum sem komu yfir landamærin. Síðan þá hefur Biden þurft að glíma við mikla fjölgun fólks sem fer ólöglega yfir landamærin. Repúblikanar, og sumir demókratar, gáfu lítið fyrir útspil Biden. Þeir fyrrnefndu telja aðgerðirnar ekki hrökkva til en þeir síðarnefndu telja Biden hafa fært sig of nærri Trump í málaflokknum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir áhyggjum af því að reglurnar þýddu að fólk sem þyrfti á alþjóðlegri vernd að halda yrði meinað um hana. Flokkarnir tveir í öldungadeild Bandaríkjaþings náðu þverpólitísku samkomulagi um hertar aðgerðir á landamærunum með stuðningi Biden í vetur. Repúblikanar í fulltrúadeildinni drápu frumvarpið að kröfu Trump sem vildi ekki að Biden gæti stært sig af árangri í landamæramálunum á kosningaári. Skoðanakannanir benda til þess að kjósendur treysti Trump mun betur fyrir landamærunum en Biden. Biden sagðist helst vilja koma í gegn varanlegum lögum um landamærin en andstaða repúblikana þvingaði hann til þess að grípa til einhliða aðgerða.
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira