Körfubolti

Skyggnst bak við tjöldin á Stöð 2 Sport: Raf­magnið sló út í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Góð ráð geta reynst dýrmæt á ögurstundum. Líkt og þegar rafmagn slær út í úrslitaeinvígi Subway deildar karla. Hér má sjá Ívar Guðmundsson tæknistjóra að störfum.
Góð ráð geta reynst dýrmæt á ögurstundum. Líkt og þegar rafmagn slær út í úrslitaeinvígi Subway deildar karla. Hér má sjá Ívar Guðmundsson tæknistjóra að störfum. stöð 2 sport / skjáskot

Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og lítið minna dugir til að halda úti beinni útsendingu á íþróttaviðburðum. Hetjurnar sem vinna bakvið tjöldin eiga allt hrós skilið fyrir að veita áhorfendum þá stórkostlegu íþróttaupplifun sem birtist í Besta Sætinu á Stöð 2 Sport.

Skyggnst var bak við tjöldin í úrslitaeinvígum Subway deildar karla og kvenna. Annars vegar í Blue-höllina þar sem Keflavík varð Íslandsmeistari eftir sigur gegn Njarðvík og hins vegar í Smárann þar sem Grindavík tók á móti Val. 

Þeir snillingar sem koma við sögu eru meðal annars; hljóðmenn, ljósamenn, myndavélamenn, tæknistjórar, klipparar, grafíkerar, viðtalsmenn, sérfræðingar og sminkur. Listinn er alls ekki tæmandi og gerður að ógleymdum gríðarlegum tæknibúnaði, öllum heimsins tækjum og tólum sem fara í slíkar útsendingar.

Það er auðvitað ýmislegt sem getur komið upp á og oft á tíðum þarf að slökkva einhverja elda í miðri útsendingu eins og gerðist í leik Grindavíkur og Vals.

Rafmagns- og sambandsleysi eða annars konar vandræði, hvað sem veldur er gott að búa yfir góðum mannafla stútfullum af ráðum og reynslu.

Til að kynnast betur því stórmerka starfi sem unnið er við útsendingar á Stöð 2 Sport má sjá skemmtilegan þátt hér fyrir neðan. 

Klippa: Bakvið tjöldin á Stöð 2 Sport



Fleiri fréttir

Sjá meira


×