Sport

Dag­skráin í dag: Úr­slita­ein­vígi NBA-deildarinnar fer af stað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Boston Celtics hafa aðeins tapað 20 af 96 leikjum sínum til þessa á leiktíðinni.
Boston Celtics hafa aðeins tapað 20 af 96 leikjum sínum til þessa á leiktíðinni. EPA-EFE/CJ GUNTHER

Fyrsti leikur úrslitaeinvígis NBA-deildar karla í körfubolta hefst í kvöld. Má búast við hörkuskemmtun þar sem Boston Celtics mæta Dallas Mavericks.

Stöð 2 Sport 2

Upphitun fyrir leik kvöldsins hefst á miðnætti og leikurinn sjálfur hálftíma síðar. Um er að ræða einn stærsta íþróttaviðburð heims ár hvert og verður forvitnilegt að sjá hvort Boston Celtics eða Dallas Mavericks verður loks meistari eftir langa bið.

Vodafone Sport

Klukkan 12.50 er leikur Örebro og Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á dagskrá.

Klukkan 15.50 er vináttulandsleikur Gíbraltar og Wales á dagskrá. Klukkan 18.35 færum við okkur til Hollands þar sem heimamenn mæta Kanada. Hollendingar taka svo á móti Íslandi þann 10. júní en um er að ræða hluta af undirbúning þjóðarinnar fyrir EM sem fram fer í sumar.

Klukkan 22.30 er viðureign Atlanta Braves og Washington Nationals í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×