Körfubolti

Valur byrjað að styrkja sig fyrir næstu leik­tíð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alexandra Eva, nýjasti leikmaður Vals.
Alexandra Eva, nýjasti leikmaður Vals. Valur

Alexandra Eva Sverrisdóttir mun spila með við Val í Subway-deild kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Hún lék með Grindavík á nýafstaðinni leiktíð.

Alexandra Eva er uppalin í Njarðvík en hefur einnig spilað með Stjörnunni, KR sem og Grindavík. Hún hefur nú skrifað undir tveggja ára samning við Val en félagið staðfesti tíðindin á samfélagsmiðlum sínum.

„Ég er virkilega spennt fyrir komandi tímabili með Val. Hlakka til að kynnast liðsfélögum og þjálfurum fyrir komandi átök í Subway-deildinni,“ sagði Alexandra þegar vistaskiptin voru tilkynnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×