Að standa upp til að gera eitthvað og muna síðan ekkert hvað það var Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. júní 2024 07:01 Við þekkjum öll þau móment að standa upp til að gera eitthvað en muna síðan ekkert hvað við ætluðum að gera. Eða að labba inn í einhver rými og muna síðan ekkert hvers vegna. Við rýnum í fróðleik og góð ráð þessu tengt í dag. Vísir/Getty Það þekkja allir þau móment þar sem við stöndum upp til að gera eitthvað, en munum síðan ekkert hvað við ætluðum að gera. Eða að labba inn í eitthvað rými, en muna síðan ekkert hvers vegna. Og þó glímum við ekkert endilega við að telja okkur almennt mjög gleymin eða ekki fylgin því að sinna okkar störfum eða standa okkar pligt. Það skemmtilega við þetta þó er að nýta þessi móment til að hvetja okkur til að betrumbæta og þjálfa eitt fyrirbæri sem við oftar en ekki tökum sem sjálfsagðan hlut í okkar fari: Að muna. Að muna að muna Eflaust telja margir að það sé alltaf auðveldara fyrir yngra fólk að muna, en þá eldri. Það er ekki rétt, því að sögn Söruh Raskin prófessorí sálfræði og taugavísindum við Trinity College í Bandaríkjunum, á eldra fólk auðveldara með að muna suma hluti í daglega lífinu, heldur en yngra fólk. Áfengi og önnur vímuefnaneysla getur hins vegar haft neikvæð áhrif, ekki síst ef neyslan er í óhófi. En vindum okkur í smá fróðleik og nokkur góð ráð. Að sögn Raskin erum við öll búin þeim hæfileikum að geta vistað upplýsingar og sótt í þær aftur, án þess að hafa of mikið fyrir því. Sem dæmi má nefna lykt. Ef við höfum fundið þessa lykt áður eru allar líkur á að við þekkjum lyktina þegar við finnum hana aftur. Oft er eins og heilinn triggerist líka til að muna eitthvað. Til dæmis gætum við séð eða heyrt eitthvað núna, sem akkúrat fær okkur til að muna að í þessari viku ætluðum við að heyra í honum Sigga. Spurningin er: Hvernig getum við nýtt okkur þessa meðfæddu hæfileika til að hjálpa okkur oftar og þá sérstaklega tengt þeim atriðum sem okkur finnst við eiga það til að gleyma. 1. Sjónræna aðferðin Ef okkur finnst við eiga það til að gleyma hvað við ætluðum að gera, er um að gera að nota sjónrænu aðferðina. Sem felst í því að ef við til dæmis stöndum upp til að sækja eitthvað í skúffunni frammi, leggjum við okkur fram við að sjá það fyrir okkur þegar við sækjum það í skúffunni. Þannig að hugurinn festi sjónræna mynd af því sem við ætlum að gera og þar með erum við líklegri til að muna það. Sjónræna aðferðin virkar líka við margt annað. Ímyndum okkur til dæmis að þú munir aldrei hvort viðkunnanlega konan á bókhaldsdeildinni sé alltaf kölluð Magga Sigga eða Sigga Magga. Þú áttir hins vegar langömmu sem hét Margrét Sigurðardóttir og til að hjálpa þér að muna að röðunin er Magga og síðan Sigga, þá einfaldlega festir þú mynd af ömmu gömlu í huganum, þegar þú talar við Möggu Siggu. Sjónræn mynd af ömmu, er þannig að hjálpa þér að muna. 2. Að flokka og sundurliða Ein aðferðafræði felst síðan í að flokka og sundurliða. Þekkt er flokkun og sundurliðun símanúmera. Í stað þess að reyna að muna alla rununa, skiptir þú því í þrennt hvernig þú vilt muna númerið; fyrstu þrjár tölurnar + næstu þrjár tölur + lokatalan. 3. Rútínur og venjur Þá er það að skapa sér rútínur og venjur til að hjálpa okkur að muna. Mjög einfalt dæmi er til dæmis það að venja sig á að setja bíllykilinn alltaf á sama stað um leið og þú kemur heim, þannig að þú þurfir ekki að leita af honum reglulega. Og mundu í þessu: Það tekur okkur smá tíma að venja okkur á nýja hluti, en þegar hlutir eru orðnir að vana, þá verða þeir okkur nánast ósjálfráðir. 4. Hlustun Segjum til dæmis að á meðan þú ert að keyra í vinnuna, manstu eftir einhverju sem þú ætlar að ræða við vinnufélaga en þar sem þú ert að keyra, getur þú hvergi hripað þessi atriði niður á blað. Í útvarpinu er hins vegar nokkuð gott lag eða verið að tala um eitthvað sérstakt. Það sem þú getur gert er að segja við sjálfan þig: Ég ætla að muna þessi þrjú atriði sem ég ætla að ræða, með því að hugsa um þetta lag. Og viti menn: Þegar þú mætir síðan til vinnu, manst ómögulega hvað þú ætlaðir að ræða, rifjast það upp um leið og þú manst hvað var akkúrat í útvarpinu þegar þú varst að hugsa um þetta. 5. Andlitsblinda Síðan er ákveðin hópur af fólki sem upplifir andlitsblindu hjá sér sem viðvarandi vandamál. Ágætis leið til að muna betur andlit á fólki eru leiðir eins og að: Endurtaka nöfn þeirra í huganum að minnsta kosti 10-20 sinnum Ákveða eitthvað eitt eða tvennt sem þér finnst einkenna manneskjuna og gefa þér tækifæri til að muna betur eftir því. Dæmi: Hann/hún er með gleraugu og er eflaust um fertugt. Að fara í gegnum það í huganum hvernig/hvers vegna þú hittir þessa manneskju, hverjar voru aðstæðurnar, hver er tengingin, hvað varstu að gera, hvað var hann/hún að gera, hvað tengir ykkur saman og svo framvegis. Já, þú einfaldlega tekur þér tíma í að festa andlitið á minnið með því að hugsa um viðkomandi í smá tíma. 6. Tæknin Loks er það að nýta sér símann eða önnur tæki og tól. Sumir skrá allt sem þarf að gera í calender, sumir skrifa minnispunkta í símann sinn, nýta vekjaraklukkuna til að minna sig á að gera eitthvað og svo framvegis. Góðu ráðin Tengdar fréttir Að gera ekki algeng mistök sem stjórnandi í fyrsta sinn Ertu stjórnandi í fyrsta sinn? Að fá stóra tækifærið, að springa úr stolti og áhugasemi og ætlar þér að gera frábæra hluti? 31. maí 2024 07:00 Svona getur þú sagt Nei í vinnunni án þess að fá samviskubit Úff. Það getur verið svo erfitt að segja Nei! Á sama tíma komum við okkur oft í hálfgerð vandræði vegna þess að við segjum ekki Nei nógu oft. 10. maí 2024 07:00 Krónísk óstundvísi: Skýringar og góð ráð Í vikunni birtist frétt um að Hollywodd-stjarnan Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock og af blaðamanni Vísis kallaður Steini, hafi verið sakaður um króníska óstundvísi við tökur á myndinni Red One. 3. maí 2024 07:00 Endurgjöf: Það sem þú átt ekki að gera Jákvæð og uppbyggileg gagnrýni er af hinu góða og til mikils að vinna að ná að gefa slíka endurgjöf faglega og vel. Enda líklegt til að skila árangri fyrir vinnustaðinn og starfsfólkið sjálft. 26. apríl 2024 07:02 Þrjú atriði til að auka á sjálfsöryggið okkar í vinnunni Gott sjálfstraust í vinnunni getur hleypt okkur gífurlega langt. Ekki aðeins í starfsframa, heldur líka í því hvernig okkur líður og gengur almennt dag frá degi. Í hvaða verkefnum sem er. 19. apríl 2024 07:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Eða að labba inn í eitthvað rými, en muna síðan ekkert hvers vegna. Og þó glímum við ekkert endilega við að telja okkur almennt mjög gleymin eða ekki fylgin því að sinna okkar störfum eða standa okkar pligt. Það skemmtilega við þetta þó er að nýta þessi móment til að hvetja okkur til að betrumbæta og þjálfa eitt fyrirbæri sem við oftar en ekki tökum sem sjálfsagðan hlut í okkar fari: Að muna. Að muna að muna Eflaust telja margir að það sé alltaf auðveldara fyrir yngra fólk að muna, en þá eldri. Það er ekki rétt, því að sögn Söruh Raskin prófessorí sálfræði og taugavísindum við Trinity College í Bandaríkjunum, á eldra fólk auðveldara með að muna suma hluti í daglega lífinu, heldur en yngra fólk. Áfengi og önnur vímuefnaneysla getur hins vegar haft neikvæð áhrif, ekki síst ef neyslan er í óhófi. En vindum okkur í smá fróðleik og nokkur góð ráð. Að sögn Raskin erum við öll búin þeim hæfileikum að geta vistað upplýsingar og sótt í þær aftur, án þess að hafa of mikið fyrir því. Sem dæmi má nefna lykt. Ef við höfum fundið þessa lykt áður eru allar líkur á að við þekkjum lyktina þegar við finnum hana aftur. Oft er eins og heilinn triggerist líka til að muna eitthvað. Til dæmis gætum við séð eða heyrt eitthvað núna, sem akkúrat fær okkur til að muna að í þessari viku ætluðum við að heyra í honum Sigga. Spurningin er: Hvernig getum við nýtt okkur þessa meðfæddu hæfileika til að hjálpa okkur oftar og þá sérstaklega tengt þeim atriðum sem okkur finnst við eiga það til að gleyma. 1. Sjónræna aðferðin Ef okkur finnst við eiga það til að gleyma hvað við ætluðum að gera, er um að gera að nota sjónrænu aðferðina. Sem felst í því að ef við til dæmis stöndum upp til að sækja eitthvað í skúffunni frammi, leggjum við okkur fram við að sjá það fyrir okkur þegar við sækjum það í skúffunni. Þannig að hugurinn festi sjónræna mynd af því sem við ætlum að gera og þar með erum við líklegri til að muna það. Sjónræna aðferðin virkar líka við margt annað. Ímyndum okkur til dæmis að þú munir aldrei hvort viðkunnanlega konan á bókhaldsdeildinni sé alltaf kölluð Magga Sigga eða Sigga Magga. Þú áttir hins vegar langömmu sem hét Margrét Sigurðardóttir og til að hjálpa þér að muna að röðunin er Magga og síðan Sigga, þá einfaldlega festir þú mynd af ömmu gömlu í huganum, þegar þú talar við Möggu Siggu. Sjónræn mynd af ömmu, er þannig að hjálpa þér að muna. 2. Að flokka og sundurliða Ein aðferðafræði felst síðan í að flokka og sundurliða. Þekkt er flokkun og sundurliðun símanúmera. Í stað þess að reyna að muna alla rununa, skiptir þú því í þrennt hvernig þú vilt muna númerið; fyrstu þrjár tölurnar + næstu þrjár tölur + lokatalan. 3. Rútínur og venjur Þá er það að skapa sér rútínur og venjur til að hjálpa okkur að muna. Mjög einfalt dæmi er til dæmis það að venja sig á að setja bíllykilinn alltaf á sama stað um leið og þú kemur heim, þannig að þú þurfir ekki að leita af honum reglulega. Og mundu í þessu: Það tekur okkur smá tíma að venja okkur á nýja hluti, en þegar hlutir eru orðnir að vana, þá verða þeir okkur nánast ósjálfráðir. 4. Hlustun Segjum til dæmis að á meðan þú ert að keyra í vinnuna, manstu eftir einhverju sem þú ætlar að ræða við vinnufélaga en þar sem þú ert að keyra, getur þú hvergi hripað þessi atriði niður á blað. Í útvarpinu er hins vegar nokkuð gott lag eða verið að tala um eitthvað sérstakt. Það sem þú getur gert er að segja við sjálfan þig: Ég ætla að muna þessi þrjú atriði sem ég ætla að ræða, með því að hugsa um þetta lag. Og viti menn: Þegar þú mætir síðan til vinnu, manst ómögulega hvað þú ætlaðir að ræða, rifjast það upp um leið og þú manst hvað var akkúrat í útvarpinu þegar þú varst að hugsa um þetta. 5. Andlitsblinda Síðan er ákveðin hópur af fólki sem upplifir andlitsblindu hjá sér sem viðvarandi vandamál. Ágætis leið til að muna betur andlit á fólki eru leiðir eins og að: Endurtaka nöfn þeirra í huganum að minnsta kosti 10-20 sinnum Ákveða eitthvað eitt eða tvennt sem þér finnst einkenna manneskjuna og gefa þér tækifæri til að muna betur eftir því. Dæmi: Hann/hún er með gleraugu og er eflaust um fertugt. Að fara í gegnum það í huganum hvernig/hvers vegna þú hittir þessa manneskju, hverjar voru aðstæðurnar, hver er tengingin, hvað varstu að gera, hvað var hann/hún að gera, hvað tengir ykkur saman og svo framvegis. Já, þú einfaldlega tekur þér tíma í að festa andlitið á minnið með því að hugsa um viðkomandi í smá tíma. 6. Tæknin Loks er það að nýta sér símann eða önnur tæki og tól. Sumir skrá allt sem þarf að gera í calender, sumir skrifa minnispunkta í símann sinn, nýta vekjaraklukkuna til að minna sig á að gera eitthvað og svo framvegis.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Að gera ekki algeng mistök sem stjórnandi í fyrsta sinn Ertu stjórnandi í fyrsta sinn? Að fá stóra tækifærið, að springa úr stolti og áhugasemi og ætlar þér að gera frábæra hluti? 31. maí 2024 07:00 Svona getur þú sagt Nei í vinnunni án þess að fá samviskubit Úff. Það getur verið svo erfitt að segja Nei! Á sama tíma komum við okkur oft í hálfgerð vandræði vegna þess að við segjum ekki Nei nógu oft. 10. maí 2024 07:00 Krónísk óstundvísi: Skýringar og góð ráð Í vikunni birtist frétt um að Hollywodd-stjarnan Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock og af blaðamanni Vísis kallaður Steini, hafi verið sakaður um króníska óstundvísi við tökur á myndinni Red One. 3. maí 2024 07:00 Endurgjöf: Það sem þú átt ekki að gera Jákvæð og uppbyggileg gagnrýni er af hinu góða og til mikils að vinna að ná að gefa slíka endurgjöf faglega og vel. Enda líklegt til að skila árangri fyrir vinnustaðinn og starfsfólkið sjálft. 26. apríl 2024 07:02 Þrjú atriði til að auka á sjálfsöryggið okkar í vinnunni Gott sjálfstraust í vinnunni getur hleypt okkur gífurlega langt. Ekki aðeins í starfsframa, heldur líka í því hvernig okkur líður og gengur almennt dag frá degi. Í hvaða verkefnum sem er. 19. apríl 2024 07:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Að gera ekki algeng mistök sem stjórnandi í fyrsta sinn Ertu stjórnandi í fyrsta sinn? Að fá stóra tækifærið, að springa úr stolti og áhugasemi og ætlar þér að gera frábæra hluti? 31. maí 2024 07:00
Svona getur þú sagt Nei í vinnunni án þess að fá samviskubit Úff. Það getur verið svo erfitt að segja Nei! Á sama tíma komum við okkur oft í hálfgerð vandræði vegna þess að við segjum ekki Nei nógu oft. 10. maí 2024 07:00
Krónísk óstundvísi: Skýringar og góð ráð Í vikunni birtist frétt um að Hollywodd-stjarnan Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock og af blaðamanni Vísis kallaður Steini, hafi verið sakaður um króníska óstundvísi við tökur á myndinni Red One. 3. maí 2024 07:00
Endurgjöf: Það sem þú átt ekki að gera Jákvæð og uppbyggileg gagnrýni er af hinu góða og til mikils að vinna að ná að gefa slíka endurgjöf faglega og vel. Enda líklegt til að skila árangri fyrir vinnustaðinn og starfsfólkið sjálft. 26. apríl 2024 07:02
Þrjú atriði til að auka á sjálfsöryggið okkar í vinnunni Gott sjálfstraust í vinnunni getur hleypt okkur gífurlega langt. Ekki aðeins í starfsframa, heldur líka í því hvernig okkur líður og gengur almennt dag frá degi. Í hvaða verkefnum sem er. 19. apríl 2024 07:00