„Af hverju er ekki peningur í HK? Það er allt fullt af milljónamæringum þarna í kring“ Íþróttadeild Vísis skrifar 7. júní 2024 09:00 HK gerir nú þriðju atlöguna að því að festa sig í sessi sem lið í efstu deild karla. vísir/diego Henry Birgir Gunnarsson botnar ekkert í því af hverju HK hefur ekki meira fjárhagslegt bolmagn en raun ber vitni. Fyrir tímabilið var HK alls staðar spáð neðsta sæti Bestu deildar karla. Liðið er sem stendur í 10. sæti með sjö stig, tveimur stigum frá fallsæti. HK-ingar styrktu sig lítið fyrir tímabilið og þeir fáu leikmenn sem komu hafa ekki styrkt liðið mikið. Á síðasta ári tapaði knattspyrnudeild HK tæplega 27 milljónum króna þrátt fyrir að vera með lægsta launakostnaðinn af liðunum í Bestu deild karla (54 milljónir). „Af hverju er ekki peningur í HK? Þetta er risa félag, það er allt fullt af milljónamæringum þarna í kring. Af hverju gengur HK svona illa að fá einhverja til að styrkja félagið? Af hverju vill fólkið sem er með krakka í félaginu ekki sjá HK, með flottustu aðstöðu á landinu, með alvöru, alvöru lið. Ég skil þetta ekki,“ sagði Henry Birgir í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Hann segist hafa búist við því að HK yrði á öðrum og betri stað 2024 en félagið er núna. „Ég bjó uppi í Kórahverfi í tíu ár og hef fylgst með þessu lengi. Fyrir svona tíu árum hélt ég að HK yrði topp 3-4 lið eftir áratug. Það væru komnir nógu margir í hverfið, gjörbylta öllu í kringum félagið, fullt af peningum, nóg af leikmönnum sem þeir framleiða og góð blanda; HK topplið. En því ætlar það að taka langan tíma,“ sagði Henry Birgir. Næsti leikur HK er gegn Fram í Úlfarsárdalnum 18. júní. Fjórum dögum seinna tekur liðið á móti Stjörnunni. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla HK Besta sætið Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira
Fyrir tímabilið var HK alls staðar spáð neðsta sæti Bestu deildar karla. Liðið er sem stendur í 10. sæti með sjö stig, tveimur stigum frá fallsæti. HK-ingar styrktu sig lítið fyrir tímabilið og þeir fáu leikmenn sem komu hafa ekki styrkt liðið mikið. Á síðasta ári tapaði knattspyrnudeild HK tæplega 27 milljónum króna þrátt fyrir að vera með lægsta launakostnaðinn af liðunum í Bestu deild karla (54 milljónir). „Af hverju er ekki peningur í HK? Þetta er risa félag, það er allt fullt af milljónamæringum þarna í kring. Af hverju gengur HK svona illa að fá einhverja til að styrkja félagið? Af hverju vill fólkið sem er með krakka í félaginu ekki sjá HK, með flottustu aðstöðu á landinu, með alvöru, alvöru lið. Ég skil þetta ekki,“ sagði Henry Birgir í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Hann segist hafa búist við því að HK yrði á öðrum og betri stað 2024 en félagið er núna. „Ég bjó uppi í Kórahverfi í tíu ár og hef fylgst með þessu lengi. Fyrir svona tíu árum hélt ég að HK yrði topp 3-4 lið eftir áratug. Það væru komnir nógu margir í hverfið, gjörbylta öllu í kringum félagið, fullt af peningum, nóg af leikmönnum sem þeir framleiða og góð blanda; HK topplið. En því ætlar það að taka langan tíma,“ sagði Henry Birgir. Næsti leikur HK er gegn Fram í Úlfarsárdalnum 18. júní. Fjórum dögum seinna tekur liðið á móti Stjörnunni. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla HK Besta sætið Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira