Lífið

Gaman að gefa þeim sviðið sem ekki eru oft þar

Lovísa Arnardóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa
Hér má sjá tvo dúetta sem taka þátt í sýningunni.
Hér má sjá tvo dúetta sem taka þátt í sýningunni. Myndir/Listahátíð

Listahátíð Reykjavíkur stendur nú yfir og eru fjölbreyttar sýningar um allan bæ. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður leit við í Borgarleikhúsið í kvöldfréttunum á Stöð 2 í kvöld þar sem fór fram æfing á nýju dansverki sem sýnt er á Listahátíð í ár.

„Konseptið er semsagt að þetta eru sjö pör sem ætla að dansa sinn dans. Þannig það eru sjö dúettar sem munu verða fluttir á sviðinu,“ segir Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur og leikstjóri verksins.

Hún segir pörin öll tengjast með ólíkum hætti. Það séu systkini, vinir, mæðgin og samstarfsfélagar og þau séu á öllum aldri.

Ásrún segir að sér þyki gaman að vinna með ólíklegum dönsurum og gefa þeim sviðið sem eru ekki oft þar. Í dúettunum sé að finna vana dansara en líka fólk sem aldrei hefur áður stigið á svið.

Arngunnur og Garðar dönsuðu fyrir aftan þær Ásrúnu og Elísabetu á meðan þær spjölluðu en þau eru systkini.

Sýningin verður sýnd í Borgarleikhúsinu á sunnudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×