Áttatíu ár voru liðin í gær frá innrás í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Af því tilefni tóku Joe Biden Bandaríkjaforseti, Emmanuel Macron Frakklandsforseti Karl Bretakonungur og fleiri þátt í athöfnum auk Sunak. Alls voru 25 þjóðarleiðtogar mættir.
Sunak lét hins vegar nægja að sitja aðeins stutta stund vegna sjónvarpsviðtals sem hann átti bókað í Bretlandi. Þetta brotthvarf Sunaks vakti vitaskuld athygli og leiddi til þess að hann baðst afsökunar á hegðun sinni.
Á samfélagsmiðlum ítrekar þá miklu virðingu sem hann beri fyrir þeim hermönnum sem lögðu líf sitt að veði í seinni heimsstyrjöldinni.
„Afmælið á að vera um þá sem fórnuðu sér fyrir landið. Það síðasta sem ég vil er að pólitíkin skyggi á minningarathöfnina.
Eftir að breska hluta minningarathafnarinnar lauk í Normandí, hélt ég aftur til Bretlands. Eftir á að hyggja voru það mistök að dvelja ekki lengur í Frakklandi- og á því biðst ég afsökunar.“