Írar kjósa til Evrópuþings Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júní 2024 12:07 Michael D. Higgins, forseti Írlands, greiddi atkvæði í Dyflinni í dag. AP/Niall Carson Næststærstu lýðræðislegu kosningar heims á eftir þeim indversku fara nú fram í öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsnins. Kosið er um fleiri en sjöhundruð sæti í Evrópuþinginu fram á sunnudag. Írar ganga til kosninga til Evrópuþingsins í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun og loka þeir klukkan tíu. Írar senda fjórtán fulltrúa á þingið en alls sitja þar 720 fulltrúar frá öllum aðildarríkjum sambandsins. Útgönguspár kosninganna í Hollandi benda til þess að vinstriflokkar komi til með að bera nauman sigur úr býtum en þjóðernis- og popúlískum flokkum á hægri vængnum sem vilja hola út Evrópusamstarfið innan frá hefur vaxið fiskur um hrygg á þinginu á undanförnum árum. Á Írlandi er til dæmis metfjöldi fjarhægri fulltrúaefna á kjörseðlum bæði í kosningunum til Evrópuþingsins sem og sveitarstjórnarkosningum sem fara einnig fram í dag. Guardian greinir frá því að húsnæðismál og innflytjendamál séu ofarlega á baugi írskra kjósenda. Húsnæðisskorts gætir um allt Írlandi og leiguverð hækkar. Æsingamenn á fjarhægri vængnum kenni flóttafólki frá Úkraínu og annars staðar frá um stöðuna. Miklar óeirðir geisuðu í Dyflinni og Belfast síðasta haust í kjölfar stunguárásar í grunnskóla í Dyflinni sem drifnar voru áfram af öfgahægri áhrifavöldum. Ríkisstjórnarflokkarnir þar í landi hafa hert orðræðu sína í garð innflytjenda og hælisleitenda til að reyna að stemma stigu við fjarhægri sveiflu jafnt innanlands sem í Evrópu. Skoðanakannanir sýna að tveir af hverjum þremur kjósendum óska eftir strangari nálgun á innflytjendamálin. Fyrstu útgönguspár í Hollandi sem kaus fyrst aðildarríkja í gær benda til þess að hægri- og fjarhægri flokkum eigi eftir að vaxa ásmegin á Evrópuþinginu. Þó tókst bandalag Verkamannaflokksins og Vinstri grænna að vinna flest Evrópuþingsæti landsins. Endanleg úrslit í Hollandi og Írlandi verða ekki ljós fyrr en kosningum er lokið um alla álfu á sunnudaginn. Írland Evrópusambandið Tengdar fréttir Miklar óeirðir í Dublin Miklar óeirðir hafa verið a götum miðborgar Dublin í kvöld í kjölfar stunguárásar við grunnskóla þar sem að þrjú ung börn særðust. 23. nóvember 2023 21:44 Fyrstu úrslit Evrópukosninga staðfesta uppgang fjarhægrisins Vinstriflokkarnir í Hollandi virðast hafa haft nauman sigur á fjarhægri flokki í Evrópuþingskosningum þar í dag. Holland er fyrsta landið sem kýs í kosningunum en hægri- og fjarhægri flokkum er almennt spáð góðu gengi í álfunni. 6. júní 2024 23:33 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Útgönguspár kosninganna í Hollandi benda til þess að vinstriflokkar komi til með að bera nauman sigur úr býtum en þjóðernis- og popúlískum flokkum á hægri vængnum sem vilja hola út Evrópusamstarfið innan frá hefur vaxið fiskur um hrygg á þinginu á undanförnum árum. Á Írlandi er til dæmis metfjöldi fjarhægri fulltrúaefna á kjörseðlum bæði í kosningunum til Evrópuþingsins sem og sveitarstjórnarkosningum sem fara einnig fram í dag. Guardian greinir frá því að húsnæðismál og innflytjendamál séu ofarlega á baugi írskra kjósenda. Húsnæðisskorts gætir um allt Írlandi og leiguverð hækkar. Æsingamenn á fjarhægri vængnum kenni flóttafólki frá Úkraínu og annars staðar frá um stöðuna. Miklar óeirðir geisuðu í Dyflinni og Belfast síðasta haust í kjölfar stunguárásar í grunnskóla í Dyflinni sem drifnar voru áfram af öfgahægri áhrifavöldum. Ríkisstjórnarflokkarnir þar í landi hafa hert orðræðu sína í garð innflytjenda og hælisleitenda til að reyna að stemma stigu við fjarhægri sveiflu jafnt innanlands sem í Evrópu. Skoðanakannanir sýna að tveir af hverjum þremur kjósendum óska eftir strangari nálgun á innflytjendamálin. Fyrstu útgönguspár í Hollandi sem kaus fyrst aðildarríkja í gær benda til þess að hægri- og fjarhægri flokkum eigi eftir að vaxa ásmegin á Evrópuþinginu. Þó tókst bandalag Verkamannaflokksins og Vinstri grænna að vinna flest Evrópuþingsæti landsins. Endanleg úrslit í Hollandi og Írlandi verða ekki ljós fyrr en kosningum er lokið um alla álfu á sunnudaginn.
Írland Evrópusambandið Tengdar fréttir Miklar óeirðir í Dublin Miklar óeirðir hafa verið a götum miðborgar Dublin í kvöld í kjölfar stunguárásar við grunnskóla þar sem að þrjú ung börn særðust. 23. nóvember 2023 21:44 Fyrstu úrslit Evrópukosninga staðfesta uppgang fjarhægrisins Vinstriflokkarnir í Hollandi virðast hafa haft nauman sigur á fjarhægri flokki í Evrópuþingskosningum þar í dag. Holland er fyrsta landið sem kýs í kosningunum en hægri- og fjarhægri flokkum er almennt spáð góðu gengi í álfunni. 6. júní 2024 23:33 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Miklar óeirðir í Dublin Miklar óeirðir hafa verið a götum miðborgar Dublin í kvöld í kjölfar stunguárásar við grunnskóla þar sem að þrjú ung börn særðust. 23. nóvember 2023 21:44
Fyrstu úrslit Evrópukosninga staðfesta uppgang fjarhægrisins Vinstriflokkarnir í Hollandi virðast hafa haft nauman sigur á fjarhægri flokki í Evrópuþingskosningum þar í dag. Holland er fyrsta landið sem kýs í kosningunum en hægri- og fjarhægri flokkum er almennt spáð góðu gengi í álfunni. 6. júní 2024 23:33