Telur að England geti unnið EM þrátt fyrir áfallið gegn Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2024 12:00 Kyle Walker og Phil Foden niðurlútir. getty/Ryan Pierse Þrátt fyrir tapið fyrir Íslandi í gær telur Wayne Rooney, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands, að enska liðið geti unnið EM sem hefst í næstu viku. Íslendingar gerðu sér lítið fyrir og unnu Englendinga á Wembley í gær, 0-1. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins á 12. mínútu. Englendingar ætluðu að kveðja stuðningsmenn sína með stæl en varð ekki kápan úr því klæðinu og máttu þess í stað þola ósigur gegn baráttuglöðu og vel skipulögðu íslensku liði. Þótt England hafi tapað fyrir Íslandi er Rooney enn á því að liðið geti orðið Evrópumeistari. „Algjörlega,“ sagði Rooney á Channel 4 í gær. „Eins og ég hef áður sagt er þetta mjög spennandi hópur. Þeir eru svo sannarlega með leikmennina og slagkraftinn. Ég vona bara að varnarlínan sé nógu sterk, það er eina áhyggjuefnið. Ég held við höfum nóg til þess að mæta þessum liðum af fullum krafti og ef við gerum það eigum við frábæra möguleika.“ Rooney þekkir að tapa fyrir Íslandi en hann var fyrirliði Englands í leiknum fræga í Hreiðrinu í Nice í sextán liða úrslitunum á EM 2016. Rooney kom Englendingum yfir í leiknum með marki úr vítaspyrnu en það dugði ekki til og Íslendingar unnu eftirminnilegan 2-1 sigur. England er með Slóveníu, Danmörku og Serbíu í riðli á EM. Fyrsti leikur enska liðsins er gegn því serbneska eftir viku. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Gefur Englendingum ekki háa einkunn: „Flatt, leiðinlegt og ömurlegt“ Enskir sparkspekingar voru ekki með hýrri há eftir England tapaði fyrir Íslandi, 0-1, í síðasta leik sínum fyrir Evrópumótið í Þýskalandi sem hefst í næstu viku. 8. júní 2024 09:30 Fjölmiðlar keppast við að lítillækka landsliðið eftir tapið gegn Íslandi Landsliðsmenn Englands og þjálfari þeirra, Gareth Southgate, eru ekki háttskrifaðir í fjölmiðlum ytra eftir óvænt tap gegn Íslandi á Wembley í kvöld. 7. júní 2024 22:51 „Allir tala eins og við séum að fara að valta yfir mótið og vinna það“ Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna eftir 0-1 tap gegn Íslandi í kvöld. Hann segir íslenska liðið hafa lagt leikinn vel upp og tapið í kvöld sé merki um að margt þurfi að breytast. 7. júní 2024 22:17 „Frábært að koma hingað á mitt annað heimili og skemma partýið“ Jóhann Berg Guðmundsson var léttur í bragði eftir sigur 1-0 Íslands gegn Englandi á Wembley í kvöld. Hann segir svona frammistöðu geta skilað Íslandi aftur á stórmót. 7. júní 2024 21:38 Åge: Gott fyrir strákana Þjálfari íslenska landsliðsins gat verið ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld þegar att var kappi við England á Wembley. Leikurinn var síðasti æfingaleikurinn hjá Englandi fyrir EM 2024 og er skemmst frá því að segja að Ísland vann leikinn 1-0 eftir mark frá Jón Degi Þorsteinssyni. 7. júní 2024 21:38 Jón Dagur: „Já þetta bara gerðist?“ Jón Dagur Þorsteinsson var hetja Íslendinga á Wembley í kvöld en hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Íslands á Englandi. Flesta leikmenn dreymir um að upplifa tilfinninguna að skora á þessum sögufræga velli og nú er Jón Dagur búinn að krossa það af draumalistanum. 7. júní 2024 21:26 Sjáðu markið sem tryggði Íslandi sigur gegn Englandi Ísland vann 1-0 sigur gegn Englandi á Wembley í kvöld. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins. 7. júní 2024 20:46 Samfélagsmiðlar eftir sigurinn: Íslendingar kampakátir en Englendingar ekki lengur vongóðir fyrir EM Englendingar eru ekki eins vongóðir og þeir voru fyrir Evrópumótinu eftir tap gegn Íslandi á Wembley. Venju samkvæmt leituðu þeir á samfélagsmiðla til að láta óánægju sína í ljós. 7. júní 2024 20:38 Íslenska landsliðið festist í umferð: „Við nýttum tímann í rútunni til að undirbúa“ Íslenska landsliðið festist í mikilli umferð á leið sinni að Wembley leikvanginum fyrir æfingaleik gegn Englandi. 7. júní 2024 18:19 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Íslendingar gerðu sér lítið fyrir og unnu Englendinga á Wembley í gær, 0-1. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins á 12. mínútu. Englendingar ætluðu að kveðja stuðningsmenn sína með stæl en varð ekki kápan úr því klæðinu og máttu þess í stað þola ósigur gegn baráttuglöðu og vel skipulögðu íslensku liði. Þótt England hafi tapað fyrir Íslandi er Rooney enn á því að liðið geti orðið Evrópumeistari. „Algjörlega,“ sagði Rooney á Channel 4 í gær. „Eins og ég hef áður sagt er þetta mjög spennandi hópur. Þeir eru svo sannarlega með leikmennina og slagkraftinn. Ég vona bara að varnarlínan sé nógu sterk, það er eina áhyggjuefnið. Ég held við höfum nóg til þess að mæta þessum liðum af fullum krafti og ef við gerum það eigum við frábæra möguleika.“ Rooney þekkir að tapa fyrir Íslandi en hann var fyrirliði Englands í leiknum fræga í Hreiðrinu í Nice í sextán liða úrslitunum á EM 2016. Rooney kom Englendingum yfir í leiknum með marki úr vítaspyrnu en það dugði ekki til og Íslendingar unnu eftirminnilegan 2-1 sigur. England er með Slóveníu, Danmörku og Serbíu í riðli á EM. Fyrsti leikur enska liðsins er gegn því serbneska eftir viku.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Gefur Englendingum ekki háa einkunn: „Flatt, leiðinlegt og ömurlegt“ Enskir sparkspekingar voru ekki með hýrri há eftir England tapaði fyrir Íslandi, 0-1, í síðasta leik sínum fyrir Evrópumótið í Þýskalandi sem hefst í næstu viku. 8. júní 2024 09:30 Fjölmiðlar keppast við að lítillækka landsliðið eftir tapið gegn Íslandi Landsliðsmenn Englands og þjálfari þeirra, Gareth Southgate, eru ekki háttskrifaðir í fjölmiðlum ytra eftir óvænt tap gegn Íslandi á Wembley í kvöld. 7. júní 2024 22:51 „Allir tala eins og við séum að fara að valta yfir mótið og vinna það“ Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna eftir 0-1 tap gegn Íslandi í kvöld. Hann segir íslenska liðið hafa lagt leikinn vel upp og tapið í kvöld sé merki um að margt þurfi að breytast. 7. júní 2024 22:17 „Frábært að koma hingað á mitt annað heimili og skemma partýið“ Jóhann Berg Guðmundsson var léttur í bragði eftir sigur 1-0 Íslands gegn Englandi á Wembley í kvöld. Hann segir svona frammistöðu geta skilað Íslandi aftur á stórmót. 7. júní 2024 21:38 Åge: Gott fyrir strákana Þjálfari íslenska landsliðsins gat verið ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld þegar att var kappi við England á Wembley. Leikurinn var síðasti æfingaleikurinn hjá Englandi fyrir EM 2024 og er skemmst frá því að segja að Ísland vann leikinn 1-0 eftir mark frá Jón Degi Þorsteinssyni. 7. júní 2024 21:38 Jón Dagur: „Já þetta bara gerðist?“ Jón Dagur Þorsteinsson var hetja Íslendinga á Wembley í kvöld en hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Íslands á Englandi. Flesta leikmenn dreymir um að upplifa tilfinninguna að skora á þessum sögufræga velli og nú er Jón Dagur búinn að krossa það af draumalistanum. 7. júní 2024 21:26 Sjáðu markið sem tryggði Íslandi sigur gegn Englandi Ísland vann 1-0 sigur gegn Englandi á Wembley í kvöld. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins. 7. júní 2024 20:46 Samfélagsmiðlar eftir sigurinn: Íslendingar kampakátir en Englendingar ekki lengur vongóðir fyrir EM Englendingar eru ekki eins vongóðir og þeir voru fyrir Evrópumótinu eftir tap gegn Íslandi á Wembley. Venju samkvæmt leituðu þeir á samfélagsmiðla til að láta óánægju sína í ljós. 7. júní 2024 20:38 Íslenska landsliðið festist í umferð: „Við nýttum tímann í rútunni til að undirbúa“ Íslenska landsliðið festist í mikilli umferð á leið sinni að Wembley leikvanginum fyrir æfingaleik gegn Englandi. 7. júní 2024 18:19 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Gefur Englendingum ekki háa einkunn: „Flatt, leiðinlegt og ömurlegt“ Enskir sparkspekingar voru ekki með hýrri há eftir England tapaði fyrir Íslandi, 0-1, í síðasta leik sínum fyrir Evrópumótið í Þýskalandi sem hefst í næstu viku. 8. júní 2024 09:30
Fjölmiðlar keppast við að lítillækka landsliðið eftir tapið gegn Íslandi Landsliðsmenn Englands og þjálfari þeirra, Gareth Southgate, eru ekki háttskrifaðir í fjölmiðlum ytra eftir óvænt tap gegn Íslandi á Wembley í kvöld. 7. júní 2024 22:51
„Allir tala eins og við séum að fara að valta yfir mótið og vinna það“ Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna eftir 0-1 tap gegn Íslandi í kvöld. Hann segir íslenska liðið hafa lagt leikinn vel upp og tapið í kvöld sé merki um að margt þurfi að breytast. 7. júní 2024 22:17
„Frábært að koma hingað á mitt annað heimili og skemma partýið“ Jóhann Berg Guðmundsson var léttur í bragði eftir sigur 1-0 Íslands gegn Englandi á Wembley í kvöld. Hann segir svona frammistöðu geta skilað Íslandi aftur á stórmót. 7. júní 2024 21:38
Åge: Gott fyrir strákana Þjálfari íslenska landsliðsins gat verið ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld þegar att var kappi við England á Wembley. Leikurinn var síðasti æfingaleikurinn hjá Englandi fyrir EM 2024 og er skemmst frá því að segja að Ísland vann leikinn 1-0 eftir mark frá Jón Degi Þorsteinssyni. 7. júní 2024 21:38
Jón Dagur: „Já þetta bara gerðist?“ Jón Dagur Þorsteinsson var hetja Íslendinga á Wembley í kvöld en hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Íslands á Englandi. Flesta leikmenn dreymir um að upplifa tilfinninguna að skora á þessum sögufræga velli og nú er Jón Dagur búinn að krossa það af draumalistanum. 7. júní 2024 21:26
Sjáðu markið sem tryggði Íslandi sigur gegn Englandi Ísland vann 1-0 sigur gegn Englandi á Wembley í kvöld. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins. 7. júní 2024 20:46
Samfélagsmiðlar eftir sigurinn: Íslendingar kampakátir en Englendingar ekki lengur vongóðir fyrir EM Englendingar eru ekki eins vongóðir og þeir voru fyrir Evrópumótinu eftir tap gegn Íslandi á Wembley. Venju samkvæmt leituðu þeir á samfélagsmiðla til að láta óánægju sína í ljós. 7. júní 2024 20:38
Íslenska landsliðið festist í umferð: „Við nýttum tímann í rútunni til að undirbúa“ Íslenska landsliðið festist í mikilli umferð á leið sinni að Wembley leikvanginum fyrir æfingaleik gegn Englandi. 7. júní 2024 18:19
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn