Flæmskur aðskilnaðarflokkur sækir í sig veðrið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2024 15:12 Tom van Grieken, formaður Vlaams Belang, hefur lýst Belgíu sem „þvingaðri giftingu“ Flæmingja og Vallóna. EPA/Olivier Hoslet Í dag ganga Belgar til þingkosninga ásamt því að kjósa til Evrópuþingsins. Skoðanakannanir benda til þess að flokkur sem berst fyrir því að leysa landið upp muni bæta talsverðu við sig. Í Flæmingjalandi er flokknum Vlaams Belang að vaxa ásmegin. Í fyrsta sinn stefnir í það að hann hljóti fleiri sæti en Nýja flæmska bandalagið sem hefur í gegnum tíðina verið vinælasti flokkur flæmskra íhaldsmanna. Helstu stefnumál flokksins er sjálfstætt Flæmingjaland ásamt strangri innflytjendastefnu. Guardian greinir frá. Tom van Grieken, formaður flokksins, vill stofna flæmskt lýðveldi og hefur áður lýst Belgíu sem „þvingaðri giftingu.“ Flokkurinn er með ríflega 27 prósenta fylgi í skoðanakönnunum sem er umtalsverð aukning frá síðustu þingkosningum þar sem hann hlaut 18 prósent flæmskra atkvæða. Stórsigur í kosningunum myndi þó ekki endilega duga til að koma flokknum í ríkisstjórn vegna langvarandi samkomulagi milli hinna flokkanna í landinu um að útiloka Vlaams Belang úr ríkisstjórnarmyndunarumræðum. Þetta samstarfsbann sem Belgar kalla „cordon sanitaire“ var sett á fyrirrennara flokksins vegna stefnu þess í innflytjendamálum sem var sögð stríða gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Svipað samvinnubann gildir einnig um jaðarhægri flokka í Evrópuþinginu. Vlaams Belang hefur aldrei verið í sveita- eða ríkisstjórn vegna bannsins sem sett var fyrir þremur áratugum síðan. Hljóti Vlaams Belang og Nýja flæmska bandalagið meirihluta atkvæði í flæmska þinginu gæti blað verið brotið í sögu belgískra stjórnmála. Belgía Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Í Flæmingjalandi er flokknum Vlaams Belang að vaxa ásmegin. Í fyrsta sinn stefnir í það að hann hljóti fleiri sæti en Nýja flæmska bandalagið sem hefur í gegnum tíðina verið vinælasti flokkur flæmskra íhaldsmanna. Helstu stefnumál flokksins er sjálfstætt Flæmingjaland ásamt strangri innflytjendastefnu. Guardian greinir frá. Tom van Grieken, formaður flokksins, vill stofna flæmskt lýðveldi og hefur áður lýst Belgíu sem „þvingaðri giftingu.“ Flokkurinn er með ríflega 27 prósenta fylgi í skoðanakönnunum sem er umtalsverð aukning frá síðustu þingkosningum þar sem hann hlaut 18 prósent flæmskra atkvæða. Stórsigur í kosningunum myndi þó ekki endilega duga til að koma flokknum í ríkisstjórn vegna langvarandi samkomulagi milli hinna flokkanna í landinu um að útiloka Vlaams Belang úr ríkisstjórnarmyndunarumræðum. Þetta samstarfsbann sem Belgar kalla „cordon sanitaire“ var sett á fyrirrennara flokksins vegna stefnu þess í innflytjendamálum sem var sögð stríða gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Svipað samvinnubann gildir einnig um jaðarhægri flokka í Evrópuþinginu. Vlaams Belang hefur aldrei verið í sveita- eða ríkisstjórn vegna bannsins sem sett var fyrir þremur áratugum síðan. Hljóti Vlaams Belang og Nýja flæmska bandalagið meirihluta atkvæði í flæmska þinginu gæti blað verið brotið í sögu belgískra stjórnmála.
Belgía Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent