Fótbolti

Þýska lands­liðið sefur í sumar­bú­stöðum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Toni Kroos mun örugglega sofa vel í sumarbústaðnum sínum.
Toni Kroos mun örugglega sofa vel í sumarbústaðnum sínum. vísir/getty

Það mun ekki væsa um þýska karlalandsliðið í knattspyrnu meðan á Evrópumótinu stendur í Þýskalandi.

Liðið er staðsett í höfuðstöðvum Adidas í Bæjaralandi og þar er svo sannarlega allt til alls.

Æfingaaðstaða upp á tíu og svo sofa leikmenn í huggulegum, litlum sumarbústöðum þar sem er pláss fyrir allt að fjóra í hverju húsi.

Þýska knattspyrnusambandið ákvað síðan að minnka kolefnissporið sitt og fljúga ekki í neina leiki. Allir leikstaðir Þjóðverja eru innan við 250 kílómetra frá æfingabúðunum þannig að liðið getur keyrt í alla leiki.

Hér að neðan má sjá smá innslag um aðstöðu þýska liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×