Reglur um samskipti við fjölmiðla ekki tilraun til þöggunar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júní 2024 15:00 Andri Ólafsson samskiptastjóri segir nýjar reglur um samskipti starfsfólks við fjölmiðla ekki vera tilraun til þöggunar. Aðsend Theódór Skúli Sigurðsson, formaður Félags sjúkrahúslækna gerir athugasemdir við nýjar reglur um samskipti starfsmanna Landspítalans við fjölmiðla. Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans, vísar athugasemdum hans á bug og segir reglurnar löngu tímabærar. Tilgangurinn með þeim sé að skýra verklag á mikilvægu starfssviði Landspítalans, nefnilega upplýsingagjöf. Theódór birti reglurnar á síðu sinni á Facebook í gær og ýjar að því að þær jaðri við tilraun til þöggunar. Með færslunni fylgdi mynd af honum þar sem krotað var yfir munninn til að líkjast einhvers konar múlbandi. Hann segist hvetja lækna til þess að tjá sig sem fyrr um fagleg málefni er varða öryggi og hagsmuni sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna. Reglurnar kveða á um að starfsfólk Landspítala megi koma fram undir merkjum Landspítala þegar það ræðir opinberlega um störf sín á spítalanum en að sé það til viðtals vegna annarra starfa eða af öðrum ástæðum sé það ekki heimilt nema með leyfi samskiptateymisins. Þá er einnig mælst til þess að starfsfólk tjái sig ekki með beinum hætti um málefni spítalans eða einstakra starfseininga hans nema í samráði við næsta yfirmann eða, eftir atviku, við samskiptateymi. Þá er átt við málefni eins og aðbúnað, rekstur, mönnun og fleira slíkt. Hvetur starfsfólk til að taka þátt í umræðu Andri segir þó ekkert í nýju reglunum takmarka tjáningafrelsi lækna né annarra starfsmanna heldur hvetji Landspítalinn beinlínis starfsfólk til að taka virkan þátt í opinberri umræðu. Hins vegar sé nauðsynlegt að skýr rammi sé utan um samskipti starfsfólks við fjölmiðla, fyrst og fremst til að auðvelda því lífið. „Á hverri viku veitir starfsfólk spítalans nokkra tugi viðtala í fjölmiðlum. Þær upplýsingar sem við veitum til fjölmiðla eru svo gríðarlega miklar að það er hálfævintýralegt. Það er fullkomlega eðlilegt að það sé einhvers konar rammi utan um öll þessi samskipti. Þessi rammi snýst bara um það að fólk beri saman bækur áður en það tjái sig opinberlega, til að það sé örugglega með réttar upplýsingar og sé ekki með úreltar upplýsingar. Þetta snýst ekki um annað en það,“ segir Andri í samtali við fréttastofu. Andri segir umfang fjölmiðlasamskipta á Landspítalanum meira en gengur og gerist hjá íslenskum stofnunum og fyrirtækjum og að starfsfólk spítalans veiti gríðarlega mörg viðtöl. „Fólk hefur verið að tjá sig mjög réttilega og fengið athugasemdir við eitthvað sem var fullkomlega réttlætanlegt að tjá sig um. Stundum hefur fólk svo verið að tjá sig án þess að hafa réttar upplýsingar,“ segir Andri. Víðtækt samráð við gerð reglanna Hann segir reglurnar hafa verið í undirbúningi í meira en ár og að víðtækt samráð hafi verið við starfsfólk spítalans í gegnum allt ferlið. Því skjóti þessar athugasemdir Theódórs skökku við. „Það var mjög víðtækt samráð um þessar leiðbeiningar. Allt starfsfólk fékk þessar leiðbeiningar kynntar og þá gátu allir kynnt sér efni leiðbeininganna fyrirfram. Þetta er búið að vera meira en ár í undirbúningi og í rauninni orðið löngu tímabært,“ segir Andri. „Ef koma fram einhverjar ábendingar um að eitthvað mætti betur fara í þessum leiðbeiningum þá er alveg sjálfsagt að skoða það, endurskoða og uppfæra. Við munum skoða allar ábendingar með opnum hug,“ segir Andri að lokum. Ekki náðist í Theódór Skúla Sigurðsson við vinnslu fréttarinnar. Landspítalinn Fjölmiðlar Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Theódór birti reglurnar á síðu sinni á Facebook í gær og ýjar að því að þær jaðri við tilraun til þöggunar. Með færslunni fylgdi mynd af honum þar sem krotað var yfir munninn til að líkjast einhvers konar múlbandi. Hann segist hvetja lækna til þess að tjá sig sem fyrr um fagleg málefni er varða öryggi og hagsmuni sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna. Reglurnar kveða á um að starfsfólk Landspítala megi koma fram undir merkjum Landspítala þegar það ræðir opinberlega um störf sín á spítalanum en að sé það til viðtals vegna annarra starfa eða af öðrum ástæðum sé það ekki heimilt nema með leyfi samskiptateymisins. Þá er einnig mælst til þess að starfsfólk tjái sig ekki með beinum hætti um málefni spítalans eða einstakra starfseininga hans nema í samráði við næsta yfirmann eða, eftir atviku, við samskiptateymi. Þá er átt við málefni eins og aðbúnað, rekstur, mönnun og fleira slíkt. Hvetur starfsfólk til að taka þátt í umræðu Andri segir þó ekkert í nýju reglunum takmarka tjáningafrelsi lækna né annarra starfsmanna heldur hvetji Landspítalinn beinlínis starfsfólk til að taka virkan þátt í opinberri umræðu. Hins vegar sé nauðsynlegt að skýr rammi sé utan um samskipti starfsfólks við fjölmiðla, fyrst og fremst til að auðvelda því lífið. „Á hverri viku veitir starfsfólk spítalans nokkra tugi viðtala í fjölmiðlum. Þær upplýsingar sem við veitum til fjölmiðla eru svo gríðarlega miklar að það er hálfævintýralegt. Það er fullkomlega eðlilegt að það sé einhvers konar rammi utan um öll þessi samskipti. Þessi rammi snýst bara um það að fólk beri saman bækur áður en það tjái sig opinberlega, til að það sé örugglega með réttar upplýsingar og sé ekki með úreltar upplýsingar. Þetta snýst ekki um annað en það,“ segir Andri í samtali við fréttastofu. Andri segir umfang fjölmiðlasamskipta á Landspítalanum meira en gengur og gerist hjá íslenskum stofnunum og fyrirtækjum og að starfsfólk spítalans veiti gríðarlega mörg viðtöl. „Fólk hefur verið að tjá sig mjög réttilega og fengið athugasemdir við eitthvað sem var fullkomlega réttlætanlegt að tjá sig um. Stundum hefur fólk svo verið að tjá sig án þess að hafa réttar upplýsingar,“ segir Andri. Víðtækt samráð við gerð reglanna Hann segir reglurnar hafa verið í undirbúningi í meira en ár og að víðtækt samráð hafi verið við starfsfólk spítalans í gegnum allt ferlið. Því skjóti þessar athugasemdir Theódórs skökku við. „Það var mjög víðtækt samráð um þessar leiðbeiningar. Allt starfsfólk fékk þessar leiðbeiningar kynntar og þá gátu allir kynnt sér efni leiðbeininganna fyrirfram. Þetta er búið að vera meira en ár í undirbúningi og í rauninni orðið löngu tímabært,“ segir Andri. „Ef koma fram einhverjar ábendingar um að eitthvað mætti betur fara í þessum leiðbeiningum þá er alveg sjálfsagt að skoða það, endurskoða og uppfæra. Við munum skoða allar ábendingar með opnum hug,“ segir Andri að lokum. Ekki náðist í Theódór Skúla Sigurðsson við vinnslu fréttarinnar.
Landspítalinn Fjölmiðlar Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira