Unnið á spítalanum lengi en óttast ekki hagsmunaárekstra Bjarki Sigurðsson og Árni Sæberg skrifa 10. júní 2024 15:30 Marta er ný talskona sjúklinga Landspítalans. Vísir/Sigurjón Talskona sjúklinga hefur tekið til starfa á Landspítalanum. Markmið hennar er að efla rödd sjúklinga og aðstandenda. Hún óttast ekki hagsmunaárekstra í nýju starfi en hún hefur lengi unnið innan veggja spítalans. Marta Jóns Hjördísardóttir tók við nýja stöðugildinu á mánudag síðustu viku en henni er ætlað að auka áherslu á fagmennsku í samskiptum við sjúklinga og aðstandendur og bæta ferli í kjölfar athugasemda sjúklinga. „En líka að efla rödd sjúklinga í öllum ferlum þannig að við séum svolítið að taka rödd allra okkar þjónustuþega, sjúklinga, aðstandenda og allra sem þurfa að nota okkar þjónustu og nýta okkur hana í allri okkar ákvarðanatökur,“ segir Marta. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Getur ekki tjáð sig um einstök mál Fréttastofa hefur nýlega fjallað um tvö mál þar sem ung börn létu lífið og foreldrar kenna vanrækslu lækna um. Foreldrar beggja barna hafa kallað eftir skýrum svörum frá heilbrigðisyfirvöldum. Marta segist ekki geta tjáð sig um einstök mál auk þess sem þau hafi ekki ratað á hennar borð. „Núna ætlum við að fara meira svona heildrænt í það að efla rödd sjúklinga og hlusta í miklu víðara samhengi heldur en eingöngu að taka þétt utan um fólk sem hefur eitthvað út á þjónustuna að setja. Heldur líka að hlusta af auðmýkt, setja okkur í spor fólks og heyra raunverulega hvað það er sem skiptir sjúklingana og aðstandendur þeirra máli.“ Óttast ekki hagsmunaárekstra Marta er hjúkrunarfræðingur og hefur unnið lengi innan veggja Landspítalans. Hún hefur því lengi séð lífið innan veggja spítalans með augum starfsfólks en á núna að aðstoða sjúklinga sem gera athugasemdir. Hún óttast enga hagsmunaárekstra í nýju hlutverki. „Ég held að það sé kostur að þekkja vel stofnunina og allt sem ég hef unnið að undanfarin mörg ár hefur alltaf snúist að því að efla öryggi sjúklinga eða bæta einhvern veginn þeirra upplifun. Þannig að ég held, alla vega núna, eins og staðan er núna, þá held ég að það sé kostur að vera með manneskju sem þekkir vel til innan spítalans og þekkir mikið af fólki.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Marta Jóns Hjördísardóttir tók við nýja stöðugildinu á mánudag síðustu viku en henni er ætlað að auka áherslu á fagmennsku í samskiptum við sjúklinga og aðstandendur og bæta ferli í kjölfar athugasemda sjúklinga. „En líka að efla rödd sjúklinga í öllum ferlum þannig að við séum svolítið að taka rödd allra okkar þjónustuþega, sjúklinga, aðstandenda og allra sem þurfa að nota okkar þjónustu og nýta okkur hana í allri okkar ákvarðanatökur,“ segir Marta. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Getur ekki tjáð sig um einstök mál Fréttastofa hefur nýlega fjallað um tvö mál þar sem ung börn létu lífið og foreldrar kenna vanrækslu lækna um. Foreldrar beggja barna hafa kallað eftir skýrum svörum frá heilbrigðisyfirvöldum. Marta segist ekki geta tjáð sig um einstök mál auk þess sem þau hafi ekki ratað á hennar borð. „Núna ætlum við að fara meira svona heildrænt í það að efla rödd sjúklinga og hlusta í miklu víðara samhengi heldur en eingöngu að taka þétt utan um fólk sem hefur eitthvað út á þjónustuna að setja. Heldur líka að hlusta af auðmýkt, setja okkur í spor fólks og heyra raunverulega hvað það er sem skiptir sjúklingana og aðstandendur þeirra máli.“ Óttast ekki hagsmunaárekstra Marta er hjúkrunarfræðingur og hefur unnið lengi innan veggja Landspítalans. Hún hefur því lengi séð lífið innan veggja spítalans með augum starfsfólks en á núna að aðstoða sjúklinga sem gera athugasemdir. Hún óttast enga hagsmunaárekstra í nýju hlutverki. „Ég held að það sé kostur að þekkja vel stofnunina og allt sem ég hef unnið að undanfarin mörg ár hefur alltaf snúist að því að efla öryggi sjúklinga eða bæta einhvern veginn þeirra upplifun. Þannig að ég held, alla vega núna, eins og staðan er núna, þá held ég að það sé kostur að vera með manneskju sem þekkir vel til innan spítalans og þekkir mikið af fólki.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira